Önnur fremur óþekkt en frábær hljómsveit - The Weakerthans

Ég heyrði fyrst minnst á The Weakerthans fyrir einum átta eða níu árum í sambandi við John Kristjan Samson sem David Arnason, Vestur-Íslendingur og enskuprófessor, sagði að væri mesta efni í ljóðskáld sem hann hefði nokkurn tímann kynnst. Og David hefur kynnst mörgum verðandi ljóðskáldum og rithöfundum. David sagði mér að John væri í pönkhljómsveit en hann hefur örugglega verið að vísa til hljómsveitarinnar Propagandhi sem John spilaði með áður en hann stofnaði The Weakerthans því ég myndi ekki kalla tónlist Weakerthans pönk þótt vissulega sé nokkur hráleiki yfir henni.

Ég þekkti þá hvorki John né The Weakerthans, en ég þekkti Samson fjölskylduna. Pabbi Johns, Vestur-Íslendingurinn Tim Samson bauð mér á minn fyrsta hokkíleik. Það var með Manitoba Moose og ég skemmti mér konunglega.

John sjálfan hitti ég svo þegar hann kom og spilaði fyrir okkur á afmæli Íslenskudeildar Manitobaháskóla. Hann var frábær og ég fór og keypti mína fyrstu Weakerthans plötu. Það var smáskífan með Watermark sem ég set inn hér. 

Platan Reconstruction site kom Weakerthans virkilega á kortið hjá kanadískum tónlistaráhugamönnum. Hún var tilfefnd til Juno verðlauna og gagnrýnendur lofuðu plötuna í hástert. John var sagður besti textahöfundur nútímatónlistar. Hér er lagið Our retired explorer.

Lagið Psalms for the Elks' Lodge Last Call fékk svo tilnefningu sem besta kanadíska tónlistarmyndbandið. En það er texti lagsins sem er sterkastur. Náungarnir með rauðu hattana eru Shriners, sem ég held að sé annað hvort angi af frímúrarareglunni eða svipaður söfnuður. Ef ég man rétt er pabbi Johns félagi.

Eitt af uppáhaldslögunum mínum er alltaf lagið One great city þar sem John syngur um ástar/hatur samband sitt við Winnipeg. Ég heyrði það fyrst þegar hann söng fyrir okkur í íslenskudeildinni og margir urðu sjokkeraðir þegar hann söng: I hate Winnipeg. Hann hefur síðar útskýrt þetta týpíska samband sem fólk í Winnipeg hefur við borgina - það hatar hana og elskar á sama tíma. Ég þekki marga frá Winnipeg og það er nokkuð til í þessu.

Myndbandið sem ég set inn er heimagert af aðdáanda hljómsveitarinnar. Það hjálpar að hafa textann fyrir framan sig.

Næst koma svo tvö myndbönd (eða lög, engin almennileg myndbönd til) sem saman segja söguna af kettinum Virtue. Í fyrra laginu, A plea from a cat named Virtue, af plötunni Reconstruction site, kvartar kötturinn yfir þunglyndi eigandans og m.a. stingur upp á partýi - býðst til að bjóðast gula kettinum á sama stigagangi. Í seinna laginu, Virtue the cat explains her departure, sem kom út á plötunni Reunion tour, Virtue hefur gefist upp og yfirgefið eigandann.

Frábær hljómsveit. Og John Samson er frábær tónlistarmaður sem ætti að vera þekktari á Íslandi enda einn fjórði af honum íslenskur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svei mér Kristín mín norðansnótt, ég hef aldeilis komið þér í vinnu að safna þessu saman haha, en mjög gaman að heyra og þú lýgur held ég engu um Samson "Fjórðungsíslending", mig er nú mikið farið að langa í plötur með honum og félögum, eftir þó ekki lengri kynni!

Að nokkru leiti verður nú að kenna þá Weakerthans við nýpönkið finnst mér og þá er talist hafa til mýkri deildarinnar (og sem sótt hafa til dæmis áhrif til Ramones) en mér finnst ég heyra áhrif víðar eins og frá Tom Petty og The Cars til dæmis! (Ric Oakacek leiðtogi Cars, á svo aftur mikin þátt í velgengni Green Day, m.a. tekið upp fyrir þá og margt reynar sem minnir á Cars hjá þeim líka)

Kántrípönkrokksveit frá Nashville sem hietir Jason & The Scorsers,dálítið svipuð líka, þéttur hljómurinn og krafturinn minna mig dálítið á þá.

Bestu þakkir fyrir að kynna mig fyrir stráknum, pæling í textunum bíður þó, en umfjöllunarefnin eru þó margvísleg og ekki bara innantómt "Love & Babyraus"!

Annars koma upp í hugan líka við þetta tækifæri, fleiri´V-Íslendingar sem nokkuð þekktir hafa orðið sem tónlistarmenn. Bill Bourne varð býsna þekktur hérna fyrir nokkrum árum og þá ekki hvað síst vegna mjög fínu plötunnar sem hann gerði með færeysku álsaprinsessunni henni Eivör hér á landi. hann er svo náttúrulega komin út af sjálfum Stefáni G. skáldi,langafa eða langalangafabarn hans úr norlenska Bárðardalnum ef mig misminnir ekki!?

SVo voru bræðurnir í SAGA minnir mig kenndir við okkur að hluta og lengi hafa gengið sögur um hugsanleg bönd Neil Young hingað, en tvennum sögum þó farið af því.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gott að þér líkar við strákana. Þeir eru glettilega góðir. Og þá sérstaklega þegar maður hefur tíma til að hlusta á textana. Uppáhaldsplatan mín með þeim er Reconstruction site en ég veit að margir harðir aðdáendur halda því fram að Left and Leaving sé besta plata sveitarinnar. Ég hef ekki hlustað nóg á Reunion tour til að setja hana efst en kannski verður það eftir frekari hlustun.

Bill Bourne sá ég í Winnipeg fyrir einum átta árum. Hann var alveg frábær og hafði marga góða gesti með sér. Hef aldrei heyrt af tengslum SAGA eða Neil Young við Ísland. Ef þú manst hvar þú heyrðir þetta með Young, láttu mig endilega vita því maður vinkonu minnar (hún er Vestur Íslendingur) er svo mikill Neil Young aðdáandi að hann hlustar aldrei á annað. VInkona mín segir að þegar þau séu í bílnum geti hún valið á milli Neil Young platna en ekkert út fyrir það. Hann myndi setja Ísland á hærri stall ef Neil Young ætti ættir að rekja þangað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.7.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð á ný!

Þetta er svo gamall orðrómur, að ég hreinlega man ekki hvernig það kom til að ég heyrði af þessu fyrst. Man þó að haldið var fram, að hann væri að austan einvhers staðar. Hins vegar er Young sjálfur svo sérstakur, að í þau fáu skipti víst sem hann hefur á annað borð viljað veita viðtöl á seinni tímum,hefur hann lítt viljað ræða sjálfan sig, er víst ílla við alls kyns þjóðrembu eða upphafningu heimkynna, samanber lagið hans fræga um Ohiovoðaviðburðin er stúdentar þar voru drepnir í mótmælum, en lagið mun hann að sögn hafa samið sem andsvar við hinu mjög svo fræga suðurríkjarokklagi Lynyrd Skynyrd, Sweet Home Alabama!En hann er einhvers staðar frá Ontario, svo mikið mun víst, hvað sem líður svo rótunum hans. Eyjólfur finnur kannski meira út úr þessu.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband