Íslenska hungangsvikan - Monty Python

Þau eru mörg frábær atriðin með Monty Python hópnum heitinum og þá koma helst til greina atriði eins og 'Ministry of silly walks', 'The Argument Clinic', The Cheese Shop', 'The Parrot Skit' o.s.frv. En ég hafði aldrei séð eða heyrt um atriðið um íslensku hunangsvikuna fyrr en ég flutti til Kanada og Tim, minn fyrrverandi, sagði mér frá því. Að sjálfsögðu er þetta atriði á YouTube eins og svo til allt annað. Svo ég ákvað að setja það hér inn ef ske kynni að eitthvert ykkar hefði aldrei séð atriðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þú segir nokkuð ... Íslenskt hunang!  (Sem er raunar til, en í litlu magni...)

Þetta er stutt sketsa og gæti hafa farið fram hjá mér.  En takk fyrir þetta :-)

Einar Indriðason, 18.7.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Monty Python var spámaður sem sá allt fyrir. Viltu kaupa hunang?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.7.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband