Ferðin hálfnuð - er í Boston núna

Ég veit ekki hvað það er með mig og ferðalög en það er eins og það fari alltaf eitthvað úrskeiðis þegar ég ferðast. Stundum er það mér að kenna en stundum er ég alsaklaust. Ég er núna hálfnuð með leiðina til Íslands. Er á hóteli í Boston og horfi á sjónvarp (nú er auglýsingahlé) þótt klukkan sé að verða tvö að staðartíma. En ég er enn á Vancouver tíma og þess vegna ekki orðin nógu syfjuð.

 Fyrsti hluti ferðarinnar gekk vel. Marion keyrði mig á flugvöllinn, vélin var á réttum tíma, þokkalega gekk að skipta um vél í Montreal og svo lenti ég í Boston. Í fyrsta lagi, á leiðinni uppgötvaði ég að ég var ekki með útprentun á e-miðanum til Íslands heldur bara með staðfestingu á pöntunninni. Ég varð geysilega stressuð en vonaðist eftir að geta leyst vandann þegar ég kæmi á hótelið. Hins vegar gekk það ekki svo vel. Á flugvellinum voru tveir símar merktir Courtyard Mariott, annar sagði 'Courtyard Marriot airport' og hinn sagði 'Courtyard Marriot Boston'. Svo ég tók upp símann á hið síðarnefnda, var stótt af hótelrútunni og komst loks á staðinn. Nema hvað, þar var engin pöntun undir mínu nafni. Ég var á vitlaustu hóteli. Það er sem sagt annað hótel í Boston með sama nafni. Og hvað þurfti ég að gera? Taka hótelrútuna aftur á flugvöllinn og hringja í hitt hótelið. Svo beið ég í rúman hálftíma í kuldanum eftir réttu hótelrútunni. Allt þetta tók um tvo tíma. Þegar ég loks komst á rétt hótel fór ég inn á netið og fanns em betur fer rétta skjalioð, prentaði út og gat loksins slappað af.

Á morgun ætla ég bar að dunda mér; sofa frameftir, fá mér góðan morgunverð, synda kannski... Svo er hugsanlegt að ég fari niður í bæ áður en ég þarf að mæta á flugvöllinn seinni part dags. Á þriðjudagsmorgunn ætti ég að vera í Keflavík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband