Hot hot heat

Þegar ég fór í vinnuna í morgun var hitinn kominn upp í 23 en þegar rakastig er tekið með í reikninginn (73%) samsvarar það 29 gráðu hita. Eftir hádegið á hitinn að stíga í 30 gráður og á morgun í 32 gráður.

Ég veit að Rut vinkonu minni á Ítalíu finnst varla mikið til þess koma, og þegar ég bjó í Winnipeg var ég vön slíkum tölum, en hér í Vancouver er sjaldan svona heitt. Sem betur fer er lofkælingin á skrifstofunni þokkaleg.

Annars minnir mig að hljómsveitin Hot hot heat sé frá Vancouver svo einhvern tímann hefur verið svona hlýtt. Nema nafnið hafi komið til vegna óskhyggju.

Fór annars í dásamlega fjallgöngu um helgina og ætla að reyna að sýna ykkur myndir þaðan fljótlega. Þarf líka að skrifa um tvenna tónleika sem ég sá nýlega, Green day og Death Cab for Cutie.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svalin hins vegar ríkt norðan heiða á gamla landinu, en púff, það tekur því þá varla að klæða sig þarna í þessum raka, en líklega ekki til siðs eða siðlegt að mæta til dæmis í bikiní í vinnuna!?

Verður fróðlegt að lesa tónleikarýnina þína, heyra til dæmis hovrt GD haldi dampi og séu kannski með spennandi nýtt efni á dagsránni?

Kærar kveðjur í svækjuna!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 21:40

2 identicon

Eg sa ekki thennan post fyrr en i dag...en se mig tilknuna til ad svara (oops, gleymdi ad eg er med islenska stafi...). Þ'U 'ATT ALLA M'INA SAM'UÐ fyrir hitann, hver segir að mér finnist þetta ekki heitt? mitt ideal eru 25 gráður og svona 40% raki...allt fyrir ofan það er off heitt fyrir mig. Ef þú ert alveg að leka niður gerðu eitt af eftirfarandi: sofðu fyrir framan opna ísskápshurð (kostar mikið, skemmir matinn en sparar kaup a loftkælingu), fylltu frystinn þinn af klakaboxum og rétt fyrir svefninn skaltu tæma þá alla og 1) setja þá undir lakið á rúminu hjá þér 2) klæða þig í víð föt og stóra sokka og fylla allt af klaka 3) skríða sjálf inn í frystinn í plássið sem losnaði þegar þú tókst klakann út... það er bara að nota hugmyndaflugið. Hvernig væri líka að vinna á nóttunni í loftkælingunni og sofa svo í innkaupakörfu í einhverjum stórmarkaðanna, eða í mátunarklefa í mollinu á daginn? ANyway, have fun! Annars tók ég eftir ákv. Kram á myndnum þínum frá elfin lake, eitthvað fréttnæmt?

Rut (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei ekkert á þeim slóðum. Alltaf með augun opin samt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.7.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband