200 dagar í Vetrarólympíuleikana

Í dag eru 200 dagar þar til Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Vancouver. Af því tilefni sýni ég ykkur þetta vídeó sem er alveg dásamlegt og sem við sýnum öllum okkar sjálfboðaliðum til að kveikja neistann. Mér finnst alltaf jafnskemmtilegt að sjá hliðstæðurnar sem þeir sýna á milli íþrótta og daglegs lífs að öðru leyti.

Annars er uppáhaldsatriðið mitt alltaf maðurinn á skautunum í sólsetrinu í lok myndbandsins. Kvikmyndatökumenn náðu því atriði af algjörri tilviljun. Þeir voru að taka landslagsmyndir og þessi manneskja var þarna einfaldlega að skauta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska Vetrarólympíuleikana. Hins vegar þá hefur Rúv ekki sinnt þeim neitt sérstaklega vel amk. síðustu mót.  Ég vona að það verði gerð bragarbót þar á næsta vetur.  

Kveðja vestur um haf.

Ásta B (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Flott myndband Stína, erfitt að trúa að það muni snjóa í Grouse, í þessum hita og svita.  Er að kafna, og þú örugglega líka!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.7.2009 kl. 07:24

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Virkilega flott myndband.  Lokaskotið flott.   :)

Marinó Már Marinósson, 28.7.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband