Tvennir tónleikar

Ég fór tvisvar sinnum á tónleika síðasta mánuðinn en hef ekki gefið mér tíma til að skrifa um þá.

Green Day - fjórða júlí, General Motors Place, Vancouver, Canada

Upphitunarhljómsveitin var The Bravery. Mér fannst þeir algjörlega hundleiðinlegir og ég gat ekki beðið eftir að þeir hættu að spila og að Green Day kæmu á sviðið. Biðin var löng en að lokum stigu Billie Joe og félagar á svið með Song of the Century og svo beint yfir í 21st Century Breakdown enda var þetta 21st Century Breakdown heimstúrinn. Byrjunin var frábær. Á eftir 21st century breakdown tóku þeir Kown your enemy, siðast East Jesus Nowhere og þar á eftir Holiday - meiriháttar lag. 

En svo kom kafli sem var ekki eins skemmtilegur. Ágætis lög en ekki á sama mælikvarða og fyrstu fimm lögin. Þetta voru lög eins og The Statis Age, Before the Lobotomy, St. Jimmy, Geek Stink Breath og fleiri.

En þeir náðu aftur flugi með Basket Case og fengu meðal annars strák upp á sviðið neðan af gólfi til að syngja lagið með sér. Heppinn strákur. Hann var reyndar ekki sá eini.Ég hef aldrei séð neina hljómsveit áður sem hefur eins mikil samskipti við aðdáendur eins og á þessum tónleikum. Fyrir utan þann sem söng Basket Case drógu þeir lítinn gutta upp á svið og hann dansaði með þeim við eitt lagið; stelpa fékk að koma upp á svið og faðmaði hún Billie Joe í sífellu og síðar fengu þeir strák upp á svið og fékk hann að spila á gítar í Jesus of Suburbia.

Það var alveg greinilegt að hljómsveitin skemmti sér vel. Í miðri American Eulogy tóku þeir lög eins og Shout sem Isley Brothers sungu upphaflega (held ég?) og Stand by me. Á meðan þeir fluttu þessi lög lágu þeir á gólfinu og spiluðu og sungu.

Eftir uppklappið tók við frábær hrina. Fyrst kom Billie Joe einn fram á sviðið með gítarinn og spilaði Good Riddance, eða Time of your Life eins og það er svo oft kallað. Eftir lagið komu hinir aftur út og þeir spiluðu í einni hrinu American Idiot, Jesus of Suburbia, Boulevard of Broken Dreams og Minoriy. Ég man ekki nákvæmlega röðin en ég er nokkuð viss um að þeir enduðu á Minority. Og undir lok lagsins helltust litaðir pappírsmiðar úr loftinu svo það var eins og snjóaði litum á hljómsveitin. 

Þvílíkur endasprettur. Þvílík hljómsveit.

Ég hef séð býsna margar hljómsveitir á sviði en sjaldan hef ég séð neinn skapa þvílíkt show og Billie Joe Armstrong gerði þarna. Hann er snillingur.

 

 

Death Cab for Cutie, 16, júlí, Pacific Coliseum, Vancouver, Canada

Upphitunarhljómsveitirnar voru tvær. Fyrst kom á sviðið Ra Ra Riot og var ég ekki sérlega hrifin. Þeir voru ekki slæmir en það var bara ekkert nýtt eða sérstakt við tónlistina. Ég hafði miklu meira gaman af Vancouver hljómsveitinni The New Pornographers. Þar er samankominn stór hópur tónlistarmanna frá Vancouversvæðinu og tónlistin er hrá, fersk og spennandi. Ég get vel hugsað mér að hlusta meira á þessa hljómsveit. Það er reyndar fyndið að ég hitti fólk sem ég þekki á tónleikunum og þau voru hrifin af Ra Ra Riot en fannst The New Pornographers leiðinlegt band. Sitt þykir hverjum...

 

 

 Mér fannst byrjunin ekki nógu góð hjá Death Cab. Þeir opnuðu tónleikana með The Employment Page sem er alls ekki nógu gott lag til að grípa mann. Skil ekki þessa ákvörðun. No Sunlight sem kom þar á eftir var betra en ekki alveg nógu gott heldur. Það var ekki fyrr en með þriðja lagi, Your heart is an empty room að maður vaknaði almennilega. Síðan tóku þeir Why you'd want to leave me, og þar á eftir kom röð af flottum lögum:  The new year, Photobooth og síðan hið frábæra Grapevine fires. Horfið endilega á vídeóið við það lag sem ég setti hér að neðan. Önnur mögnuð lög voru t.d. Crooked Teeth, Title and Registration og Marching Bands of Manhattan sem er eitt af þeirra betri lögum.

Eftir uppklappið kom Ben einn á svið og söng I'll follow you into the dark - uppáhaldslagið mitt með þeim, og svo tóku þeir Soul Meets Body og enduðu á Transatlanticism.  

Death Cab for Cutie er algjör andstæða við Green Day. Tónlistin er allt önnur auðvitað en sviðsframkoman er einnig ólík. Death Cab eru miklu rólegri og tónleikarnir ganga algjörlega út á tónlistina. Ekki er mikið gert úr ljósasjói eða samskiptum við áheyrendur. Ég var reyndar hissa á því hversu margir komu og hversu margir kunnu lögin. Hljómsveitin hefur verið að vinna sér áhangendur á undanförnum árum en ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þeir væru orðnir þetta stórir. En ég skemmti mér alla vega vel. 

Ég myndi líklega gefa Green Day fleiri stjörnur en það myndi varla muna nema einni. Ætli Green Day fengi ekki fjórar af fimm en Death Cab þrjár eða þrjár og hálfa.


 
 
 
Við þetta má bæta að nokkrum dögum eftir Death Cab tónleikana sá ég The Weakerthans niðri á Jericho strönd. Þeir voru að spila á þjóðlagahátíð og þótt ég keypti mig ekki inn gat ég bæði séð og heyrt þar sem ég sat á ströndinni. Þeir voru góðir að venju. Ætli þetta hafi ekki verið fjórða skiptið sem ég sé þá. En ég fæ aldrei leið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Kristín af Kanada! Þú værir ekki sem verst í poppskrifarahlutverkinu, raunar engu síðri en garmurinn hérna var! Frá því billy Joe og félagar slógu í gegn með Basket Case þarna upp úr 1990 og með Dookie hef ég haft býsna gaman af þeim, sem þó hefur ekki hvað ´síst ráðist af aðkomu Ric okasec hins góða upptökustjóra og fyrrum forsprakka Cars!Velgengnina eiga þeir töluvert mikið honum að þakka, sem og að hafa í þessari nýpönkbylgju á tíunda áratugnum, skorið sig nokk úr með e.t.v. á herslu á meiri samhljóm með breskum pönksveitum heldur en margar aðrar. (eiga til dæmis margt að sækja hygg ég til Íranna í Stiff Lilles Fingers) hefði nú ekki verið mjög andsnúin að vera með þér þarna á ströndinni, stelst til að gera þá játningu, fínt band greinilega. Afsakaðu annars hvað lítið hefur borið á mér.

Magnús Geir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha, nú ertu að grínast. Ég myndi aldrei getað skrifað um tónlist að ráði. Veit ekki nóg og hef ekki nógan áhuga til að koma mér inn í allt.

En sammála með Green Day. Þeir eru flottir. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.8.2009 kl. 05:26

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, miðað við þetta og þú ert að skrifa um það sem þú þekkir, þá er þetta fínt, hlédrægni bara bönnuð stúlka mín haha! Þú ættir annars bara að vita hvurs lags "Doddar" hafa komið og farið í þessu og raunar víðar hvað varðar tónlist beint og óbeint, t.d. í plötuverslunum, alveg skelfing satt best að segja!En auðvitað gerum við sem fæst af því sem við höfum ekki áhuga á, en þú getur þetta alveg og átt að halda þessu áfram hérna að minnsta kosti og þá auðvitað fyrst og fremst ef þú hefur GAMAN af og finnst það þess virði að eyða tímanum þínum dýrmæta í það. Endilega skrifa þá meira já, til dæmis um "plöturnar í lífi þínu" eða bara eitthvað. En á sjálfur kansnki ekki að vera ráðleggja öðrum, hef verið allt of latur miðað við hvað ég gæti skrifað um.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband