Til hamingju stelpur
7.8.2009 | 22:21
Frábært að sjá Akureyrarstelpur standa sig svona vel í fótboltanum. Þær sitja nú í fjórða sæti deildarinnar og ég held að það geti ekki hafa gerst oft.
Einhverra hluta vegna hefur Akureyskum stelpum jafnan gengið illa í fótbolta. Fyrst var því kennt um að bærinn væri of lítill fyrir tvö lið og að Þór og KA ættu að spila saman. En fyrst eftir sameininguna gekk ekkert mikið betur.
En nú virðist öldin önnur. Ég sé ekki oft fréttir frá stelpunum en þegar ég heyri eitthvað þá er það yfirleitt um velgengni liðsins.
Ég gerðist eitt sinn svo merkilega að spila meistaraflokksleik með Þór. Þá var ég átján ára og hafði sama sem engan skipulagðan fótbolta spilað ef frá er talinn hluti af sumri þegar ég var tólf ára. Þá spilaði ég svolítið með fimmta eða sjötta flokki stráka. Þá voru engar stelpur að spila fótbolta.
Þegar Þór loksins kom með kvennabolta var ég á kafi í frjálsum íþróttum auk skíðaíþróttarinnar svo ég lét boltann eiga sig þangað til þetta þarna sumar. Ég fór á æfingar og voru þá fyrir þarna stelpur sem voru búnar að æfa í nokkur ár og voru auðvitað miklu betri tæknilega. En ég hljóp hratt og var í góðu formi eftir skíðin og frjálsarnar svo ég fékk tækifæri til að spila í fyrsta leik sumarsins - aðeins nokkrum vikum eftir að ég byrjaði að æfa. Ég kom inná sem varamaður og spilaði sjálfsagt einar fimmtán eða tuttugu mínútur. 'Eg spilaði ekki vel. Ég var sett í vörn sem hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Staðsetningin var aldrei góð. En ég gerði svo sem engin stór mistök og bar ekki ábyrgð á marki.
Þetta reyndist minn eini leikur í meistaradeild kvenna á Íslandi því á næstu æfingu þar á eftir lenti ég í samstuði við samherja, ökklinn í köku og fótboltaferillinn búinn, næstum áður en hann hófst.
Síðan liðu fimmtán ár áður en ég reimaði aftur á mig skóna og gekk í lið í Vancouver sem gamlingi. Búin að spila í sex ár og hef alltaf jafn gaman af því.
En þetta átti að vera færsla um Þór/KA. Enn og aftur, gaman að sjá hvað stelpunum gengur vel. Áfram Akureyri.
P.S. Fyndið að sjá að myndin sem fylgir fréttinni sýnir Valsstelpur fagna sínu eina marki. Hefði ekki verið við hæfi að sýna frekar sigurvegarana?
Ótrúlegur sigur Þórs/KA á Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega það sem ég hugsaði strax. Mynd af Valsstelpum að fagna marki þegar Þór/KA vann leikinn. Ótrúlega léleg fréttamennska, ætli viðkomandi sé Valsari og ekki þolað taðið !!! Allavega mjög smábarnalegt.
Brinki (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:48
Þeir vinir mínir á Mogga hefðu líka mátt nota annað lýsingarorð yfir sigurinn. Í mínum huga er það ekkert ótrúlegt að Þór/KA vinni stóru liðin af höfuðborgarsvæðinu. Þetta viðhorf borgarbúa hef ég rekist á svo oft þegar lið að sunnan eru að spila við sveitalubbaliðin Þór og KA. Ég hef fylgst með svo mörgum leikjum, jafnt í handbolta og fótbolta, í öllum flokkum (enda með fjögur börn á kafi í þessu) þar sem leikmenn en samt miklu frekar foreldrar hreinlega halda að þetta verði bara eitthvað spaug. Þegar svo kemur í ljós að börnin þeirra fá mótspyrnu þá eru alltaf einhverjir sem fara að öskra og æpa, kvarta og kveina í dómurum og jafnvel skammast í börnunum sínum. Þetta er oft mjög fyndið en segir margt um stórborgarhrokann.
Einar (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 01:18
Fór ekki síðasti leikur milli þessa liða 9 - 0 fyrir Val?
Arnar Geir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 11:34
Það veit ég ekkert um frændi góður. Breytir það einhverju? Akureyri vann þennan leik.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.8.2009 kl. 16:26
Ekki minnir mig nú að tapið hafi verið svo rosaslæmt, kannski 2-7 eða eittvað slíkt, sem er jú nógu mikið! En samt fengust nú jafn mörg stig fyrir að vinna 1-2 og það ætti frændi þinn stríðni að muna. En mín góða Kristín,Þór-KA stelpurnar enduðu reyndar í fjórða sæti deildarinnar í fyrra, held ég muni það rétt svo þetta er ekki alveg ný staða.Svo unnu þær auðvitað deildarbikarinn svo glæsilega ´vor, unnu Stjörnuna í dramatískum úrslitaleik!Lokaumferðirnar verða mjög spennandi, aldrei að vita nema stelpurnar bæti árangurinn frá því ´fyrra, en nú er hins vegar komið hlé í mótið, stóra stundin nefnilega að renna upp, úrslitakeppni EM í Finnlandi! Mikil synd að þú nærð sennilega ekki að fylgjast með nema í tölvunni, ef mér skjátlast þá ekki!?
Mjög gaman að lesa þessa upprifjun hjá þér og ég er nú orðin meir en lítið forvitin um ýmislegt fleir, en blaðra ekkert um það hérna.Og þó, mannstu eftir þessum strákum enn sem þú varst að sparka með, líklegt að ég þekki þá marga!
Magnús Geir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:06
Bræðrasynir mínir í Reykjavík eru miklir Valsarar og við höfum alltaf grínast góðlega með liðin okkar. Þegar ég bjó í Reykjavík keyrði ég alltaf eldri bræður Arnars fram hjá KR-vellinum í hvert sinn sem ég gat svona rétt að stríða þeim. Og það gáfust mörg tækifæri því ég bjó á Nesvegi og keyrði því fram hjá sama sem daglega.
'Eg vissi satt að segja ekki að Akureyrar stelpurnar hefðu staðið sig svona vel í fyrra. Kannski sýnir það vel að ekki er mikið verið að flagga stelpnaboltanum. Eða kannski tók ég bara svona illa eftir.
Ég man nú eftir fæstum þessa stráka sem ég spilaði með. Held það hafi verið strákarnir á mínum aldri og þeir sem voru ári yngri. Alla vega fór ég alltaf á æfingar með Jóni Ingva Árnasyni, besta vini mínum þá, og bróður 'Oðins Árnasonar, á æfingar. Jón Ingvi er ári yngri svo það hlýtur að marka flokkinn þetta árið. Það þýðir þá væntanlega að Palli Gísla hafi verið þarna líka og líklega Sævar Árna sem síðar varð held ég handboltakappi. Annars þekkti maður svo sem marga þessa stráka í Þór sem voru aðeins eldri. Valdi Páls bjó í götunni fyrir neðan mig, Mola þekkti ég aðeins af því að hann er bróðir Grétu sem var á sama ári og ég og frændi Rakelar sem einnig var frænka mín. Man líka vel eftir Hlyn sem var held ég einu eða tveim árum á undan mér í skóla. En ég spilaði ekki fótbolta með neinum þessa síðarnefndu því þeir voru eldri og því ekki á sama flokki.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.8.2009 kl. 00:49
Sælinú.
Það er ekki komið hlé því það er heil umferð í kvöld eins og lesa má hér til hægri á mbl.is. Þar er stórleikur kvöldsins sagður Þór/KA-Stjarnan, hvað annað. Annar svakaleikur er Fylkir-Valur og verð ég að vona að Bubbi og stelpurnar hans nái að stríða Val til að hleypa enn meira fjöri í mótið.
Stína þú getur fylgst með beinni lýsingu á mbl.is í kvöld. Leikurinn byrjar 18:15 hjá okkur og reiknaðu nú.
Einar (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:09
Biðst nú forláts á þessu, fór bara framhjá mér að ein umferð væri eftir, svo stutt í EM og raunar er ég svolítið hissa, ekki nema um hálfur mánuður í mótið. En hvað um það, stelpurnar stóðu sig vel gegn STjörnunni, en náðu ekki að skora annað mark til að gera út um leikin áður en Garðabæjargellurnar náðu svo að jafna undir lokin. Því miður varð svo ósk Einars ekki að veruleika með að Fylkir tæki hugsanlega stig af Val.
Hlyn Birgis hef ég þekkt frá því hann var kannski svona fjögra eða eitthvað, Börkur eldri bróðir hans með mér í bekk allan grunnskólan. VAlda þekkti ég auðvitað sæmilega til, hann yngri bróðir Laufeyjar og Huldu, og sú síðarnefnda berkkjarsystir. (þau eru svo líka nokkuð skyld mér) Moli eins og Börkur og Hulda með mér í bekk á seinni árunum í Glerárskóla, man nú eftir frænkunum að skoppa fram og aftur um Lönguhlíðina og víðar.
Þekki nú ekki Árnasynina, en hef vitað af þeim,man hins vegar nokkuð eftir ÁRna Óðins á skíðunum auk þess sem hann hefur svo í seinni tíð verið við stjórnarstörf hjá Þór.
Valdi mun vera einu ári eldri en þú hygg ég og Hlynur líka. Fyrst þú varst að sprikla þetta lítil með Palla Gísla, Sævari (sem jú sannarlega gerði garðin frægan í handboltanum með KA og varð Íslnadsmeitari) þá hefur t.d. Árni Þór árnason (Spretts) væntanlega ekki heldur verið langt undan sem og einhverjir fleiri, Þórir Áskels kannski líka er fóru alla leið í meistaraflokkin.
Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.