6 mánuðir í næstu Ólympíuleika
12.8.2009 | 21:28
Í dag eru akkúrat sex mánuðir í opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Vancouver, en þeir verða settir rétt fyrir níu að staðartíma, 12. febrúar 2010 (athöfnin hefst um sex leytið).
En áður en leikarnir hefjast þarf að hlaupa með eldinn. Hann verður tendraður hér í Bresku Kólumbíu 30. október og verður hlaupið með hann út um allt Kanada, þar á meðal á nyrsta odda Ellesmere eyju.
Vídeóið sem ég sýni hér er gefið út í tilefni af þessu hlaupi og glöggir geta hugsanlega tekið eftir að sú sem trúir því ekki að hún sé þarna er Alanais Morissette. Víð sýnum þetta vídeó öllum okkar sjálfboðaliðum og það falla vanalega mörg tár á meðan.
Fyrirtækið ætlar að draga út nöfn þrjátíu starfsmanna sem hljóta þann heiður að hlaupa með kyndilinn - ég held um litla putta og vona að ég fái þetta tækifæri en líkurnar eru ekki miklar þar sem aðeins þrjátíu af 1400 starfsmönnum verða valdir. En það er aldrei að vita, um að gera að vera vongóð.
Lagið er auðvitað hið stórgóða 'Fix you' með Coldplay.
Athugasemdir
Já, maður á alltaf að gera sér vonir og vera bjartsýnn, fer nú nærri um það sjálfur núna og skil þig vel. man allavega eftir einum Íslending með Olympíukyndil, INgólfi Hannessyni fv. Íþróttastjóra hjá RÚV. En Kristín,(þori nú varla að segja það) gæti ekki verið að þú værir bara heppnari í spilum en...?
Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.