Kanadískur íkorni fer sigurför um heiminn

Þegar þau Melissa og Jackson Brandts, tveir Ameríkanar á ferðalagi um Kanada, ákváðu að taka mynd af sjálfum sér með hjálp tímasetningar, urðu þau fyrir óvenjulegri innrás. Íkorni nokkur, einn íbúa Banff þjóðgarðsins, ákvað að skella sér inn á myndina eins og athyglissjúkt smástirni. Hann stal líka fókusnum svo íkorninn er í fókus en þau Melissa og Jackson ekki. Þeim fannst þetta hins vegar bráðfyndið og sendu myndina í myndakeppni National Geography. Þaðan hefur hún farið sigurför um heiminn og þetta litla dýr er nú ein aðalstjarna nagdýra. 

This photo, snapped by Melissa Brandts in Banff National Park, has taken the Internet by storm.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Er þetta örugglega ekki photosjoppað ?

Þorsteinn Sverrisson, 13.8.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held ekki. Það sem gerðist var að myndvélin gaf frá sér píb til að telja niður í myndatökuna. 'Ikornin fór til að kanna málið. Þessar skepnur geta verið ótrúlega skemmtilegar og oft hægt að  ná góðum myndum. Ég hefði getað trúað því að einhver væri að taka myndina, en að ná svona af algjörri tilviljun...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.8.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já auðvitað getur þetta alveg hafa gerst.  Maður á ekki að vera svona tortrygginn alltaf :)

Þorsteinn Sverrisson, 13.8.2009 kl. 22:44

4 identicon

Thetta er náttúrulega snidug auglýsingabrella.  Bakgrunnurinn er stórkostlegt landslag og ósnortin náttúra.  Já...Kanadamenn eru klókir.

Gummi (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:02

5 identicon

Ætli þeir hjá NG hafi nú ekki verið meðvitaðir um svona hluti eins og svindl, sett þannig þáttökuskilmála að slíkt hafi ekki verið mögulegt? Maður myndi nú halda það!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:45

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Stína mín, sá þetta líka í fréttunum, svo virðist sem margir Íslendingar tortryggja allt ...... líka saklausan íkorna,  nema það sem máli skiptir.

Takk fyrir að vekja athygli á þessum skemmtilegheitum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.8.2009 kl. 02:53

7 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Frábært gott ;D  GO GO íkorni

Sigurjón Páll Jónsson, 14.8.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband