Annar ferðadagur - Feitir Ameríkanar

Ég skaust yfir götuna í Safeway í morgun til að kaupa mér hárnæringu. Safeway er svona Hagkaup N-Ameríkubúa.

Þar sem ég beið í röðinni tók ég eftir einu sem mennirnir tveir fyrir framan mig og mennirnir tveir fyrir aftan mig áttu sameiginlegt. Þeir voru allir spikfeitir. Og ég er ekki að tala um aðeins og þykkir um miðjuna. Þeir voru einfaldlega mjög stórir á þverveginn. Afgreiðslukonan reddaði Ameríkönunum með því að vera lítil og mjó og svo á leiðinni út var grannur eldri maður á leiðinni inn. En þetta sjokkeraði mig svolítið. Það er alltaf verið að tala um að Bandaríkjamenn séu alltof feitir. Ef þessir fjórir voru gott sýnishorn af íbúðum Longview þá er það greinilega rétt.

Skrifa meira síðar. Nú ætla ég í morgunverð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var ad horfa á heimildarmynd um daginn.  Thar er fjallad um thá styrki sem baendur fá fyrir ad raekta maís í USA. 

Thar skipta gaedin engu máli...heldur thad hve mikid haegt er ad raekta á gefnu landssvaedi.  Sem sagt thad borgar sig ad raekta sem mest á sem minnstu svaedi. 

Maísinn er algerlega óaetur.  Ekki mannamatur....hann er unninn og finnst í flestum vörum í USA sem sykur.  Thetta er víst mjög fitandi.  Einnig eru thaer skepnur sem eru fódradar á thessum óthverra miklu feitari en thaer sem fá venjulegt fódur sem er mun dýrara en thetta maísdrasl og thví flestar skepnur fódradar med thessum drullumaís.

Sem sagt mun meiri fita í hamborgurum og öllu kjöti í USA en í ödrum löndum. 

Ef thú lest innihaldslýsingu vara í USA thá munt thú mjög líklega rekast á ordid: corn eda corn syrup.

http://en.wikipedia.org/wiki/Corn_syrup

Gummi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Athyglisvert. Og kemur ekki alveg á óvart. Man að frænka sem bjó í USA sagði alltaf að Bandaríkjamenn væru öðruvísi feitir en Íslendingar. Þ.e. fitan safnaðist öðruvísi á líkamanna og það hefði eitthvað með öðruvísi fitu að gera.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.8.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband