Annar ferðadagur - strandirnar
17.8.2009 | 06:39
Ég byrjaði á því að keyra niður eftir suðurströnd Washington til Long Beach á suðvestur horninu. Fyrsti hlutinn er ótrúlega fallegur en ferlega skrykkjóttur. Minnti mig á Ísland.
Á Long Beach, eða Lönguströnd, fer árlega fram flugdrekakeppni og fylltist þá loftið af alls konar flugdrekum. Keppnin á að hefjast á morgun. Ég var því miður degi of snemma á ferðinni en náði þá nokkrum við æfingar.
Það var dásamlegt að labba berfætt eftir ströndinni og láta goluna leika um sig.
Frá Long Beach keyrði ég yfir löngu brúna við Astoria yfir í Oregon og ætlaði mér upphaflega að fara og sjá skipsflakkið við Warrington. Stoppaði á Dairy Queen til að fá leiðbeingingar (og keypti ís í leiðinni). Stelpurnar sem þar voru að vinna voru mjög almennilegar og sögðu mér ekki bara hvernig ég ætti að komast þangað heldur einnig að ég yrði að fara þangað á háfjöru því annars sæi ég ekki mikið. Aftur var ég aðeins of snemma á ferðinni en ég var stelpunum þakklát fyrir að vara mig við.
Svo ég keyrði niður að Cannon Beach. Ég hafði komið þangað einu sinni áður, með Ellen og Peter, frændfólki mínu, en þá stoppuðum við mjög stutt svo ég ákvað að fara þangað aftur og stoppa lengur.
Ég labbaði um ströndina í alla vega klukkutíma. Ströndin við Cannon Beach er alveg dásamlega falleg þar sem Heysátuklettur ber af. Ég labbaði þar til mig var farið að verkja í fæturnar, og þá labbaði ég um bæinn í staðinn. Bætti ekki úr þessu með fæturnar auðvitað.
Frá Cannon Beach keyrði ég niður til Tillamook þar sem ostur er búinn til. Um leið og ég steig út úr bílnum lyktaði allt af kúm. Þekki alltaf kúaskítslyktina úr fjósinu á Einarsstöðum í gamla daga. Ég sleppti því að skoða ostagerðina og fór þess í stað í leit að tjaldstæði.
Fann að lokum eitt álitlegt við Licoln og var næstum því búin að leigja mér tjaldstæði þegar ég komst að því að það var bara um 20 dollurum dýrara að leigja kofa. Svo ég gerði það í staðinn. Hlýrra og almennileg dýna. Miklu betri kostur. Þar að auki var svona sætisróla á veröndinni og ég er alltaf svag fyrir svoleiðis. Jáááá.
Ég eldaði mér mat og kynntist nágrönnunum í leiðinni. (Þurfti nefnilega að fá lánaðan dósaupptakara. Minn virkaði ekki.) Þetta voru hjón frá Nevada með þrjú börn. Karlinn var ákaflega almennilegur og vildi endilega gefa mér bjór. Ég er nú ekki mikil bjórdrykkjumanneskja. Hann spjallaði heilmikið og bauð mér í heimsókn til þeirra í Nevada. Ég hef auðvitað ekki tíma til að keyra þangað og þar að auki fannst mér kerlingunni ekkert vel við það hvað karlinn talaði mikið við mig. Ég held að hann hafi ekkert meint með því en ég ákvað að stoppa ekki of lengi við til að ergja ekki kellu.
Eftir að lesa um stund í rólunni, vafinn í teppi, og eftir að hafa dáðst um stund að stjörnubjörtum himninum, ákvað ég að koma mér í kojs. Nei reyndar ekki kojs, kojs standa ónotaðar og ég nota hjónarúmið svo ég geti notað eins mikið pláss og ég get. Kojs er geymsla fyrir fötin mín.
Ég ákvað að hlaða inn myndum dagsins og komst þá að því að hér er internet tenging. Hugsið ykkur. Á tjaldstæði. Svei mér þá. En hei, ekki kvarta ég. Ég er satt að segja himinlifandi yfir þessu því nú get ég sett þessa færslu inn.
Athugasemdir
Allar strendur eru skemmtilegar....hvernig er vedrid annars? Stíll yfir thessum kofa.
Mikill kjáni getur thú verid....thú hefdir audvitad átt ad hefja leynilegt ástarsamband vid thennan karl!
Ímyndadu thér bara hve hressilega thú thú gaetir hraert upp í fjölskyldulífi thessarar fjölskyldu.....thad er alltaf gaman af smá drama.
Ég maeli med ad thú safnir slíkum körlum eins og perlum á perluband í thinni ferd. Thú byrjadir á thví ad klúdra hugsanlegum rómans med vöruflutningabílstjóranum á thínum fyrsta degi í thessari ferd.
Svo yrdi náttúrulega bloggid thitt mun áhugaverdara ad lesa...sérstaklega ef thú fengir thessa karla til thess ad berjast um thig. Já ...thad vantar spennandi blogg.
Bara ad grínast...vertu varkár tharna í stóra USA.
Gummi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 07:17
Ha ha góð hugmynd. Ég hefði getað reynt að safna ríkjum. Einn frá Washington, einn frá Nevada. Næst, ef ég hitti annan frá Washington myndi ég segja: "Nei, sorry. Þegar búin með Washington".
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.8.2009 kl. 17:40
Ætli sé ekki best að ég segi sem minnst, nema hvað þú gætir nú alveg skroppið til Nevada einn daginn, því þar er jú strönd að sagt er, Nevada Beach. Og hvernig ég lómurinn viti það? Jú, alveg þokkalegasta harðrokkssveit hét og heitir kannski enn nefnilega Nevada Beach!En þar máttu mín vegna ef og þegar að verður, alveg sleppa því eh, að "þröngva þér upp á" þennan karl eða aðra þar!
Magnús Geir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.