Þriðji ferðadagur - svaf vel í kofanum

Komin á fætur alltof seint. Vaknaði ekki fyrr en nágrannastrákurinn bankaði á hurðina til að kveðja. En ég svaf vel í þessum kofa.

Nú er bara að koma sér af stað og vitja ævintýra.

Áður en ég loka tölvunni þarf ég að segja ykkur frá enskubrandaranum mínum í gær. Þegar ég var að tékka inn var mér sagt að ég mætti ekki vera með gæludýr. Ég leit á númerið á kofanum mínum og sagði að ég hlyti þó að mega vera með dýr í þessum kofa. Ha nei, sagði konan sem afgreiddi mig. Svo ég benti á númerið á kofanum og sagði, en þetta er K9 (borið fram á sama hátt og canine, sem þýðir 'af hundstegund'. Hundsdeild lögreglunnar er K9). Kellu þótti þetta svo fyndið að þegar ég kom í afgreiðsluna litlu síðar til að versla þá heyrði ég hana segja söguna öðrum starfsmanni. Þær hlógu báðar innilega og fannst þetta mein fyndið. Sögðust ætla að muna þetta. Ég glotti bara og keypti mér ost.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, ekki undarlegt þótt þú hafir svo sofið vel,ég sef nú yfirleitt vel ef ég fer sáttur og sæll með sjálfan mig í beddan. Góða ferð áfram fröken Ferðaglöð og skilaðu þér svo heilli heim aftur og þá syngjandi á leiðinni, TAke Me Home (Country Road)

Magnús Geir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband