Þriðji ferðadagur - dodo í næsta herbergi

Ég get ekki sofnað.

Eitt af því sem maður situr uppi með þegar maður leigir sér ódýrt mótelherbergi, er að herbergisveggir eru þunnir og það brakar í rúmum.

Fólkið í næsta herbergi er að gera dodo og þau eru búin að vera að því í þó nokkurn tíma.

Ég væri afbrýðisöm ef þau gerðu þetta almennilega en að mínu mati er þetta tiltölulega óreynt lið því takturinn er alltof hraður. Get ekki ímyndað mér að þetta henti konunni (þ.e. ef kona er annar aðilinn). En úthald hafa þau, þau mega eiga það.

Bíddu...ég held þau séu búin. Allt er orðið hljótt.  Ég ætla að reyna aftur að sofna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Spurning um að gera eitthvað til að trufla taktinn hjá þeim?  Spila einhverja drum'n'bass músík á hægu róli?  Eða ná í trommusett og gera.. *BUMMTISS* á réttum stöðum? 

Einar Indriðason, 18.8.2009 kl. 08:51

2 identicon

Já en kannski var þetta "hooker" í yfirvinnu, þannig að gæinn hefur kannski þurft að ná sem flestum "beat-um" per minute. En það er ekki gott að segja. Þér hefur ekki dottið í hug að banka upp á hjá þeim og boðist til þess að ljúka þessu fyrir grey gæjann? ... bara svona hugmynd eða þannig.

Kveðja frá Svíþjóð

Gudmundur S. Kristjansson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband