Sjötti ferðadagur - heimkoman

Loksins komin heim. Er ógurlega þreytt svo ég ætla að láta örfáar línur duga í bili.

  • Ég ELSKA cruise control. Efast um að ég hefði getað keyrt alla leiðina heim í dag ef ég hefði ekki getað látið bílinn keyra sig sjálfan að mestu leyti.
  • Sá sem fann upp loftkælingu í bílum var snillingur.
  • Ég lenti í umferðaþvögu við að komast út úr Portland. Ekki vegna slyss eða vegaviðgerða, heldur venjuleg traffík út úr borginni. Það tók mig tvo tíma að komast frá miðbænum og út úr borginni. Og samt voru það ekki nema sjö mílur eða rúmir ellefu kílómetrar. Þar af var ég einn og hálfan tíma að ferðast fjórar mílur.
  • Lenti í umferðateppu vegna vegavinnu við Bellingham. Ég fann orðið lyktina af Kanada en gat ekki keyrt á nema um tuttugu kílómetra hraða.
  • Það hafði tekið mig tvo klukkutíma að komast inn í Bandaríkin en tók aðeins um sex mínútur að komast inn í Kanada.
  • Það er fátt geðveikara en að keyra um bandaríska þjóvegi á 120 kílómetra hraða í myrkrinu og spila Child in Time á fullu. Þegar kemur að gítarsólóinu..virkilega geðveikt.
Ég mun koma með einhverja fleiri punkta úr ferðinni síðar en nú er ég farin að sofa. Vinna á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, þetta með Kanada og USA minnir nú á Akureyri og Reykjavík í hugum sumra hér áður fyrr að minnsta kosti, að leiðin frá R til A væri nú miklu lengri en frá A til R!?(þó meiningin hafi reyndar verið örlítið öðruvísi)

Magnús Geir Guðmundsson, 21.8.2009 kl. 19:31

2 identicon

Já....var ekki bara ágaett ad skipta um umhverfi í nokkra daga?  Hvernig er verdlagid í USA midad vid Kanada?

Gummi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:21

3 identicon

Ég er að lesa ferðasöguna þína alla í heild. Þetta hefur aldeilis verið fín ferð hjá þér -margar flottar myndir og spennandi staðir sem þú heimsóttir. Gott hjá þér Stína að skella þér! 

Rut (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband