Ölgerð skoðuð

Í gær fór ég í skoðunarferð um Molson ölgerðina í Vancouver. Molson er sjötti stærsti bjórframleiðandi í heimi og fyrir utan Molson merkið búa þeir meðal annars til Coors light og Rickards. Ég veit ekki hvort þessi bjór er seldur á Íslandi en er mjög vinsæll í Kanada.

Ein stelpan sem vinnur með mér kom þessari ferð á í gegnum kunningsskap og bauð fótboltaliðinu okkar í vinnunni.

Leiðsögumennirnir okkar voru engin smámenni - annars vegar framkvæmdastjóri verksmiðjunnar og hins vegar Gordon Rickards sjálfur sem bjó til Rickards Red bjórinn. Þeir sýndu okkur öll stig framleiðslunnar og buðu svo í bjór og pizzu eftir á. 

Mér þykir bjór vondur en fannst samt gaman af þessari ferð.Ég skoðaði reyndar einu sinni bjórverksmiðjuna á Akureyri þannig að þetta var ekki fyrsta slíka ferðin. Molson er öllu stærra brugghús.

Set inn mynd af hópnum og nei, ég held ekki á bjór. Það er strákurinn við hliðina á mér.

Set líka inn frægustu auglýsinguna frá Molson - hún er líklega tíu ára gömul eða svo. Frábær auglýsing. Eitt merki þeirra er Canadian bjórinn og í auglýsingunni talar Joe Canadian um muninn á Kanadamönnum og Bandaríkjamönnum. Þeir hættu að sýna þessa auglýsingu þegar þeir sameinuðust hinum Ameríska Coors framleiðanda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndi alveg þiggja Molson Canadian í ríkið hérna heima. Svo ekki sé talað um Alexander Keiths. Á Íslandi fæst bara ein kanadísk týpa af bjór, Moosehead.

AuðurA (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:13

2 identicon

Nei, bjór og bolti fara ekki saman, hætti sjálfur ölvunarsumbli fyrir þetta 14 árum eða meir.En ætli "Gaml landsliðskempan" Dóri hafi verið komin til starfa í bruggverksmiððjunni niðri á Eyri og haft leiðsögn með höndum er ungfrú Kristín leit þar inn í skoðunarskyni?

Bestu kveðjur vestur.

Magnús Geir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:06

3 identicon

Stína, núna er Kristbjörg slefandi - eftir að við fluttun frá Vancouver þá hefur Kristbjörg fúlsað við öllum björ hér á fróni - af því að hann er ekki Molson Canadian!  æi, maður saknar Van!  

Þú ert lukkunarpamfíll að fá þennann tour - við fengum bara tour í bjórverksmiðjunni á Granville Island (svona rétt áður en maður fór yfir í dótabúðirnar)!

Óli Óskar (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Sigurjón

Mmmm... beer!

Ég hef séð Canadian í Ámunni til heimabruggs og hef reyndar bruggað eina tunnu.  Hann smakkaðist bara nokkuð vel.

Sigurjón, 2.9.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband