10 ára gamalt bréf
2.9.2009 | 05:44
Í tilefni þess að tíu ár eru liðin síðan ég flutti til Kanada leitaði ég í gömlum gögnum og fann þar meðal annars nokkur bréf sem ég skrifaði heim fyrstu mánuðina í Kanada. Hér koma bútar úr fyrsta bréfinu sem skrifað var eftir vikudvöl í Kanada. Allt með rauðum stöfum eru viðbætur mínar í dag. Stundum virðist ekki samhengi í bútunum en það er vegna þess að upphaflega bréfið var margar síður svo ég klippti ýmislegt í burtu. Þið verðið líka að sætta ykkur við stafsetninguna en ég gat ekki notað íslenska stafi fyrsta mánuðinn. En hér koma bútarnir:
Eins og thid hafid eflaust sed nota eg islEnsku i thessu brefi, thad er ekki buid ad setja upp islenska stafi hja mer. Reyndar er eg ekki einu sinni med tolvuna sem eg verd med, ekki einu sinni skrifstofuna sem eg verd med. Skrifstofan sem eg a ad fa er full af bokum, professorinn sem var thar hefur ekki flutt dotid sitt og eg get vart buist vid ad komast thar inn fyrr en i naestu viku. Thar til sit eg a skrifstofu naunga ad nafni Skip Coolage sem er mannfraedingur i vinnuferd, verdur ekki vid naestu dagana. Skrifstofan hans er reyndar pinulitid heimilisleg fyrir Islending, her er kort fra Akureyri upp a vegg, bok um mannfraedi Islendinga i hillunni og kutur sem a stendur brennivin uti i horni. Eg hef komist ad thvi ad Haraldur Bessason kom Akureyri svo sannarlega a kortid thvi her kannast allir vid Akureyri og otrulega margir hafa komid thangad. En sem sagt, i naestu viku aetti eg ad fa eigin skrifstofu med eigin tolvu og eigin sima. Eg fae makka.
Haskolinn her er merkileg stofnun og thad mun taka mig einhvern tima ad laera a kerfid. Thetta synist mer vera svipad og i Oxford; University of Manitoba er einhers konar yfirstofnun yfir morgum skolum sem kalladir eru College. Eg tilheyri University College sem eitt sinn var adaladrattarafl UM en ma nu muna fifil sinn fegurri. Her er folki ur alls kyns greinum blandad saman sem gerir thetta reyndar bysna skemmtilegt. Her a ganginum hja mer er folk i jardfraedi, heimspeki, sogu, kvikmyndum ofl. ofl. Thetta gerir hopinn breidan og haegt er ad umgangast fleiri en folk af einu svidi.
Eg sat minn fyrsta slika fund [skorarfund] i gaer thar sem mestum tima var eytt i ad raeda thad sem their kalla fellowship og er einhvers konar heidurssamkunda. Hingad til hefur slikt ekki tidkast her en their vilja koma thvi a. Their sem bodin er fellowship eru oftast einhverjir merkilegir gaedingar i thjodfelaginu sem hafa einhver tengsl vid skolann og sem haegt er ad buast vid ad lati kannski einhverja peninga renna til hans. Thetta var mikid raett i gaer og einn stakk upp a thvi ad theim sem vaeru i myndinni yrdi bodid til hatidarkvoldverdar sem verdur nu i lok september i tilefni thess ad UC er 35 ara. Ungur strakur i heimspeki sagdi ad thad vaeri heldur skritid ad bjoda einhverjum til kvoldverdar til thess eins ad skoda hann og meta og sidan heyrdi hann kannski ekkert meira fra skolanum ef hann thaetti ekki nogu godur. Vid thessa athugasemd gall ur einu horni: You don't date enough! "Þú ferð ekki nóg á stefnumót" [athugasemd: Átta mánuðum síðar flutti ég inn til þessa unga heimspekings og við bjuggum saman í rúm þrjú ár.]
Her verdur kuldinn svo mikill ad andlitid a manni frys audveldlega. Kuldinn er vist mjog lumskur og folk tekur oft ekki eftir honum thegar thad kemur ut. En thad er varasamt thvi hann bitur harkalega.
Talandi um ad bita. Eg er vist god a bragdid. Thott thessar bolvudu moskitoflugur eigi ad vera ad mestu farnar akvadu nokkrar ad bida eftir mig til ad fa sma islenskt blod. Eg hef verid ad finna bit a otrulegustu stodum, meira ad segja fjogur saman i hnapp a bakinu. Eg tharf ad hafa mig alla vid svo eg klikkist ekki og fari ad klora ostjornlega. Sem betur fer fara thaer ad sofna, Manitobaveturinn er vist otrulega laus vid margtfaett kvikindi. Thad eru ekki kakkalakkar i husinu minu.
Eg hef adeins kikt i matarverslanir en ekki mikid thvi eg er nykomin a eigin stad og hef bara verid uppa adra komin. Munurinn er verslunum er toluverdur, her og a Islandi. Her er allt i storum umbudum, madur getur keypt is i fotu. Eg hef ekki enn sed smjor i litilli dollu, thetta er allt midad vid barnmargar fjolskyldur. Urvaldid er otrulega mikid i sumu og otrulega litid i odru. Morgunkorn er til af ollum gerdum, eg er buin ad kaupa pakka af Trixi og naut thess gifurlega ad borda thad. Eg hef aldrei sed fjolda thessara tegunda sem her eru, Peeples og eg veit ekki hvad. Hins vegar hef eg ekki sed mikid urval af kartofluflogum, eins og nagrannar theirra i sudri uda sliku i sig, their hljota ad vera hrifnir af thessum fau tegundum sem their hafa. Ostaurvalid er skelfilegt. Their hafa svo sem alls konar braudost, en Cambenbert og gradostur (eda eitthvad i likingu vid thad) virdist vera helsta urval theirra i gourmet ostum. Mer skilst ad Manitoba se ovenjuslaem hvad thetta snertir. Their i Toronto eiga meira. Gurkurnar her eru ljotar og tomatar verda bradum oaetir. Annars er graenmetisurval gott.
Eg hlyt ad vera skelfilegur brefritari, mer synist eg aeda ur einu i annad og byrja ekki einu sinni a byrjuninni. Eg aetti audvitad ad byrja a thvi ad i flugvelinni til Manitoba hitti eg Svavar Gestsson. David hafdi sagt honum ad eg vaeri ad koma svo hann kom ad leita ad mer. Thetta breytti ollu. Hann hjalpadi mer vid pappirsvinnuna sem eg thurfti ad gera, ratadi um flugvollinn i Minneapolis, baud mer i mat a medan vid bidum o.s.frv. Thad veitti mer otrulegt oryggi og eg thurfti i raun ekki ad kvida neinu.
A flugvellinum i Winnipeg bidu Gudrun eftir Svavari og David [yfirmaður minn] eftir mer. Eg bjo hja honum og Carol konu hans fyrstu vikuna her. Thau eru yndislegt folk sem tok mer opnum ormum. Eg bjo eins og kongur med eigid herbergi og bad og tvo ketti til ad sofa hja. Annie er 13 ara, stor og feit og vildi sofa ofan a mer en hun var of thung. Oskar er tveimur arum yngri, fyndinn kottur sem betlar vid matarbordid eins og hundur. Thegar David smellir fingrum hlaupa thau nidur i kjallara ad sofa. Skyldu myflugnabitin min kannski vera floabit?
[Síðan tala ég um ferð mína til Gimli, fyrstu helgina mína í Kanada]
David vildi kynna mig fyrir gamalli konu af islenskum aettum sem talar islensku fullkomlega og les fyrir gamla folkid a Betel thott sjalf se hun komin yfir attraett. En hun var tha komin a spitalann i Winnipeg og atti ad fara i uppskurd vegna krabba. Hun er skotin i Baldvini [Baldvin var faðir Davids] og vill helst vera med honum en thott hann se lika hrifinn af henni ma hann ekki heyra a slikt minnst, honum finnst hann svikja konu sina sem hann var giftur i 50 ar. En hun er longu dain. Thegar Inga gamla hafdi ord a thvi ad thad vaeri heimskulegt ad thau byggju baedi ein fekk Baldvin naestum hjartaafall, og ef hann hefur verid ad drekka hefur honum eflaust svelgst a. En eg taladi vid Baldvin sem talar fullkomna islensku, thott ordafordan vanti thegar nyrri fyrirbaeri eru til umraedu, hann talar hins vegar ensku med hreim og thad er otrulegt thvi ekki adeins er hann faeddur og uppalinn i Gimli, foreldrar hans voru thad einnig. Mer er sagt ad thetta se Gimli mallyska og meira ad segja ukrainu mennirnir hafi verid farnir ad tala svona. David og Maureen hafa mjog serstakt w og bera thad fram eins og Skaftfellingur baeri fram hv.
Eg aetti kannski ad segja hvad Willow island er [Ég hafð sagt frá því framar í bréfinu að ég hefði eytt helginni í kofa á Willow island]. Thad er langt og mjott nes, rett sudur af Gimli. Tharna lentu fyrstu Islendingarnar thegar their komu til Nyja Islands. I fjorunni er stor steinn sem minnir a thetta. Arnason fjolskyldan atti allt nesid adur fyrr en hefur nu selt storan hluta undir sumarbustadaland. Enda er thetta dasamlegt svaedi og a sumrin er haegt ad sola sig og bada sig i vatninu. Tharna er mikid af fuglum og uti fyrir studioi Davids sitja peliknar, dilaskarfar, hegrar, mavar og alls kyns fuglar. Eg sa margar tegudnir sem eg hafdi aldrei sed adur, m.a. Kingfisher sem er blar og fallegur fugl, og tharna sa eg meira ad segja Golden Eagle.
A sunnudagsmorguninn for eg til Gimli og gekk um baeinn. I Tergesen budinni sem er stofnud af islendingum og er ein elsta bud af thessu tagi i Kanada, ma fa margar baekur um Island. Thegar eg var ad leita ad vikingastyttunni fyrir utan elliheimilid Betel for ad rigna svo eg hljop inn a elliheimilid, fann starfsmann og bad um ad fa ad hitta islending. Eg fekk einn slikan, Ragnar Holm og spjalladi vid hann dagoda stund. Hann var yfir sig hamingjusamur. Hann hringdi meira ad segja i systur sina svo eg gaeti talad vid hana lika.
En, a morgun tekur alvaran vid, tha hitti eg nemendur sem eru otrulega ungir her. Krakkarnir byrja 18 ara i haskola. Thau eru thvi eins og nemendur minir i MA, adeins einu og tveimur arum eldri.
Thetta er ordid dalitid langt bref, hver skyldi enn vera ad lesa? Eg er abyggilega ad gleyma einhverju en thad kemur tha bara sidar. Berid minar bestu kvedjur til Islands og skrifid mer endilega. Munid bara ad eins og er fara islensku stafirnir i koku.
kvedja fra slettunum miklu
Stina
P.S. Eg se ad David Oddsson er endanlega genginn af goflunum. Hvernig vaeri ad slita samstarfinu strax???
Athugasemdir
Sæl Kristín, bloggið þitt er eitt af þeim sem ég kíki á af og til. Kanada er eitthvað svo áhugavert og gaman að lesa hvernig lífið gengur fyrir sig þarna úti. Hafðu það gott. Kv. Anna.
Anna, 2.9.2009 kl. 08:33
Hafði svo gaman af að lesa bloggið þitt að ég hélt áfram niður úr og las ferðasöguna til enda -- þ.e.a.s. til upphafs. Kannski kveikti það svona í mér að ég heimsótti Kanada í sumar (Winnipeg og íslendingabyggðirnar í grenndinni) og hafði gaman af, þó viðdvölin í Gimli væri alltof sutt og komið of langt fram á kvöld til þess að virkilega væri hægt að njóta hennar.
Þú ert skemmtilegur bloggari -- bara svo þú vitir það!
Sigurður Hreiðar, 2.9.2009 kl. 14:32
Hún veit það Sigurður, en er ekkert að flíka því, ví eins og "allir vita", þá eru Akureyringar svo "lokaðir"?
Magnús Geir Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 00:31
En án gríns, gaman og fróðlegt að lesa þessar bréfaglefsur.
Magnús Geir Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 00:32
Takk öll kærlega fyrir fallegar athuasemdir. Alltaf gott að heyra að einhver hafi gaman af því sem maður skrifar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.9.2009 kl. 03:50
Aumingja Davíd Oddsson...búinn ad vera fárveikur í meira en 10 ár...(sennilega miklu lengur) Bermúdaskál!
Dolli (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.