Harry Potter

Þótt ég telji að það væru að mörgu leyti góð endalok bókaraðarinnar um
Harry Potter að láta þá báða deyja, hann og Voldemort, þá get ég ekki
ímyndað mér að Rowling þori að leggja það á unga aðdáendur bókanna sem
fæstir hver kunna að vinna úr málefnum eins og dauðanum. Bretar eru
reyndar öllu líklegri til þess að drepa aðalhetjur sínar en t.d.
Bandaríkjamenn en þegar tekið er tillit til hversu ungir lesendur
bókanna eru (þótt við hin eldri laumumst til að lesa þærlíka) verð ég
að telja það mjög ólíklegt að Harry láti lífið. Hins vegar tel ég að ef
hann lifi þetta af hljóti hann að fá ógurlega krafta því eðlilegt væri
að hann fengi alla krafta Voldemorts til sín ef Voldemort deyr og hann
lifir. Og spurningin er hvort það er nú gott fyrir hann. En það verður
gaman að lesa síðustu bókina.
mbl.is Veðjað um andlát Harry Potter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband