Hér í Kanada er klukkan tíu að kvöldi þess þrettánda september. Á Íslandi er hinn fjórtándi runninn upp. Það þýðir að á sama tíma fyrir mörgum mörgum árum lá mamma mín á fæðingardeild Fjórðungsskjúkrahússins á Akureyri og væntanlega með hríðir. Ég fæddist eitthvað um tólf leytið (hálftólf held ég) svo það eru enn tæpir sjö tímar í afmælið. Eftir sjö klukkutíma verð ég reyndar sofandi svo ég mun ekki getað fagnað almennilega á réttum íslenskum tíma en þegar ég vakna...
Ég er búin að kynnast svo mörgu frábæru fólki síðastliðið ár að það var engin leið að reyna að bjóða í partý í minni litlu íbúð eins og ég hef gert síðastliðin fimm ár. Svo í staðinn valdi ég bara fínan veitingastað með nógu plássi svo fólk getur komið og farið eins og því sýnist. Það er ekki ólíklegt að um 25 til 30 manns láti sjá sig. Þetta ætti að vera frábært og ætti að bæta upp fyrir fyrrum stórafmæli sem hafa alltaf farið fram þegar ég er rétt flutt á nýjan stað og þekki sama og engan. Nei, í þetta sinn verður heldur betur fjör. Skýrsla á þriðjudaginn.
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið Kristín. The big four O
Olgeir Marinósson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 08:21
Til hamingju með daginn kæri blogg- og facebookvinur.
Marinó Már Marinósson, 14.9.2009 kl. 11:34
Til hamingju með daginn Stína. Það er slæmt að við getum ekki verið með þér að fagna þessum góðu tímamótum. Því sannanlega eru þetta mikil og góð tímamót.
Geir Jóhnnsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:59
Til hamingju með daginn frænka. Skál fyrir þér!
Sigurjón, 14.9.2009 kl. 13:11
Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn, elsku frænka. Kveðjur frá okkur öllum feðgunum og líka frá mömmu og pabba.
Gunnar Kr. (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:40
Alveg er það stórmerkilegt að uppgötva svona náskylda manneskju sem maður þekkir ekki neitt. Ég hlýt nú samt að hafa séð þig einhverntíman! Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið og bestu kveðjur, Kristján Valur
Kristján Valur Ingólfsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 23:09
Takk kærlega fyrir allar yndislegur kveðjurnar.
Kristján Valur, við höfum talað saman á ættarmótum Nollarættar, ef ég man rétt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.