Er vorið komið?

img_5848.jpg

Ég var eitthvað að væla um það að það væri alltaf rigning hérna í Vancouver. Það er næstum því alveg satt. Í vetur settum við næstum því met (fyrir borgina). Það rigndi eina 30 daga í röð. Svo rigndi ekki í einn dag og eftir það fór að rigna aftur í aðra 30 daga eða svo. Í fyrra kom vorið einhvern tímann í febrúar. Nú er 1. maí og það er spurning hvort vorið sé komið. 

Reyndar er grasið algrænt en það er ekkert skrítið. Hér er grasið grænt allan veturinn. Öll þessi rigning auðvitað. Og blómin eru á fullu. Túlipananarnir eru  meira að segja farnir að skrælna eins og sést á annarri myndinni. Kirsuberjatrén eru farin að fella krónuna og allt er bleikt í kringum mig. Þannig að það lítur út eins og vor. En maður fer út og það er kalt og hvasst. Og þar til í dag var skýjað, dimmt og af og til blautt.

En þetta átti ekki að vera vælublogg. Mig langaði bara að sýna ykkur þessar myndir. Önnur er af húsinu mínu og blómunum fyrir utan og hin er af gangstéttinni fyrir framan húsið. Í gær var kirsuberjatréð svo fallegt en í dag er það að verða bert út af vindinum. Annars er Vancouver ekki vindasöm borg. Mig er bara farið að langa að ganga um í stuttbuxum.

 


Bleikir draumar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband