Vertu sćl Doreen
21.9.2009 | 23:07
Hér í Bresku Kólumbíu eru töluđ yfir tvö hundruđ indjánamál og flest eru ţau í útrýmingarhćttu. Ţessi mál falla í nokkrar mismunandi ćttgreinar tungumála svo sem Wakashan, Tsimshian, Athabaskan, Tlingit, Kutenaian, Haidan og Salish.
Málvísindadeild UBC er fyrst og fremst ţekkt fyrir vinnu nemenda og prófessora međ ţessi indjánatungumál. Á hverju ári er kenndur áfangi sem kallast 'field methods', nokkurs konar vettvangsáfengi í ţví hvernig á ađ vinna međ tungumál sem mađur talar ekki sjálfur.
Ég tók ţennan áfanga fyrir fimm árum og tungumáliđ sem valiđ var ţá var Gitxsan tunga af Tsimshian ćttgrein. Máliđ er talađ í norđur hluta Bresku Kólumbíu, beint austur af eyjum Karlottu drottningar (Queen Charlotte Islands). Mest er máliđ talađ í indjánaţorpinu Kispiox svo og bćnum Hazelton og međal sumra í Smithers og Terrace.
Viđ fengum til liđs viđ okkur eldri konu, svo kallađa 'elders' sem er virđingarorđ notađ um eldri og virđingameiri indjána. Doreen Jensen hét hún, Gitxsan listamađur sem hafđi gifst manni af norskum og sćnskum ćttum.
'Eg var alveg skíthrćdd í fyrstu ţví ég hef ekki gott eyra fyrir smáatriđum í orđum, ţótt ég eigi ađ heita málfrćđingur. Ţar ađ auki notar Gitxsan alls konar málfyrirbćri sem ekki ţekkjast í íslensku, og af ţví ađ háskólagráđur mínar frá Íslandi voru í íslensku og íslenskri málfrćđi, en ekki í málvísindum, ţá ţótt mér ţetta erfitt. En Doreen var svo dásamleg og gerđi ţetta svo miklu auđveldara fyrir mig ađ ég fór ađ hafa gaman af.
Á endanum fór ég tvisvar til Kispiox til ađ safna frekari heimildum og eftir ađ Doreen varđ of upptekin í listalífinu vann ég međ systur hennar Barböru. Skrifađi nokkrar greinar um ţađ hvernig tími er táknađur í Gitxsan.
Í gćr hringdi Barbara í mig og sagđi mér ađ Doreen hefđi látist deginum áđur. Ég hafđi heyrt ađ hún vćri veik en vissi ekki ađ hú vćri deyjandi. Međ henni hverfur enn einn einstaklingurinn í Kanada sem talar deyjandi tungu. Doreen var yndisleg kona, full af ásrtíđu fyrir listum og sögu ţjóđar sinnar. Hún ćtlađi ađ kenna mér ađ búa til trommu, og síđan ađ kenna mér ađ spila á hana. Hún reyndi líka ađ kenna mér Gitxsan lag, en af ţví ađ lögin ţeirra eru byggđ upp svo ólíkt vestrćnni tónlist, átti ég erfitt međ ađ ná almennilegum tökum á laginu. Mér fannst ég enn hafa tíma.
Vertu sćl Doreen. Ég mun aldrei gleyma ţér.
Athugasemdir
Takk fyrir ađ deila ţessari sögu međ okkur. Hef alltaf boriđ hlýjan hug til frumbyggja Norđur-Ameríku.
Róbert Badí Baldursson, 22.9.2009 kl. 10:37
Ég samhryggist ţér Stína, ţetta hefur veriđ sérstök kona. Kannski er ţetta líka kennslustund í hvernig mađur á ekki ađ skjóta hlutum á frest, ţví mađur veit aldrei hvenćr ţađ verđur of seint ađ koma ţeim í verk!
Rut (IP-tala skráđ) 23.9.2009 kl. 11:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.