Spennandi fréttir - OL í fyrsta sinn í S-Ameríku
2.10.2009 | 17:48
Frábærar fréttir fyrri S-Ameríku en þar hafa aldrei verið haldnir Ólympíuleikar áður. Það var því tími til kominn. Rio á reyndar eftir að laga ýmislegt frá því þeir héldu PanAm leikana árið 2007 en þeir hafa væntanlega lært af reynslunni.
Ég hafði verið alveg viss um að annað hvort Rio eða Chicago myndu fá leikana og taldi möguleika Chicago hafa styrkst heilmikið við stuðnin Opruh (sem hefur ótrúleg áhrif hvort sem okkur líkar betur eða verr) og komu Obama til Kaupmannahafnar. En á móti þeim var líklega slæm fjárhagsstaða Bandaríkjanna, minnkandi stuðningur Chicagobúa við leikana og kannski líka sú staðreynd að leikar voru haldnir í Salt Lake City 2002. Hélt þó að þeir myndu komast alla vega í lokaumferð.
Madrid átti aldrei raunverulega möguleika vegna þess að Sumarleikarnir 2012 verða í London og Vetrarleikarnir 2016 verða í Rússlandi. IOC myndi aldrei senda leikana til Evrópu þrjú skipti í röð. 'Eg held að Madrid hafi hvort eð er verið að undirbúa sig undir að vinna leikana 2020. Það er oft talið gott að senda inn tilboð oftar en einu sinni.
Tokyo var á hraðri niðurleið síðustu mánuði. Þeir byrjuðu vel en það var ljóst í sumar að þeir ættu ekki möguleika.
Þannig að um leið og ljóst var að Chicago var fallið úr keppni gat enginn unnið nema Rio.
Hey, ef ég held mig við Ólympíuleika þá á ég kannski eftir að búa í Brasilíu. Það gæti verið spennandi.
Ríó fær að halda ólympíuleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Róleg, eitt skref í einu, klára þína þarna sem byrja víst rétt strax ekki satt? Og svo kemur London eða Rússland og að auki munu nú Brassarnir hita upp fyrir OL og halda HM í fótbolta karla held ég 2014!En getur svo sem byrjað strax að læra portúgölskuna auk þess sem námskeið í Sömbunni væri ekki svo vitlaust! En las um skemmtiferðina fyrir neðan, ert ekki dansfífl, svo... Annars varð ég dálítið einmana að lesa færsluna að öðru leiti)
Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.