Gleiðilegt nýtt ár

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu.

Pabbi er sjötugur í dag. Hann er sá eini í fjölskyldunni sem fær alltaf flugeldasýningu á afmælisdaginn og veislu að auki. Alltaf. Mamma ætlaði reyndar ekki að hafa neina veislu að þessu sinni. Hún verður nefnilega sjötug í sumar og planið er að hafa stóra sameiginlega veislu þá. En getiði ímyndað ykkur að mamma hafi enga veislu. Auðvitað hefur hún staðið í bakstri að undanförnu og búist er við að fólk fari að koma svona seinni part dags. Engum var svo sem boðið en fólk veit að hér verður kaffi á könnunni. 

Við krakkarnir og mamma ætlum að gefa honum skíði. Hann er núna á gömlum skíðum frá Hauki bróður og veitir ekkert af að fá ný. Svo við keyptum fínar græjur handa þeim gamla. Ég gaf reyndar mömmu og pabba líka sameiginlega bók sem ég hafði sett saman með myndum úr fjölskyldunni. Bjó hana til á iPhoto og lét svo Apple prenta út fyrir mig á fínan pappír og binda inn. Það er rosalega sniðugt og ég mæli eindregið með þessu. Alltaf er nú makkinn jafn sniðugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband