Fyrst frábær hokkíleikur - og síðan farið til Hawaii!!!

Í gær fór ég á minn fyrsta hokkíleik á þessu tímabili. Canucks spiluðu á móti Montreal Canadiens, liði sem ég hef svolítið veikar taugar til. Ég fór með Akemi vinkonu minni og Denis sem vinnur með mér. Denis er frá Quebec og eiturharður Canadiens aðdáandi. Við vorum búin að stríða hvort öðru í vinnunni allan daginn og það stigmagnaðist því nær sem dró hokkíhöllinni.

En fljótlega þagnaði Denis. Canucks sem höfðu ekki spilað sérlega vel í fyrstu þrem leikjum tímabilsins komu út á fullu og þegar upp var staðið var staðan 7-1 fyrir okkur. Denis trúði því ekki að hann hefði borgað mikla peninga til að sjá þessa slátrun á liði sínu. En við Akemi skemmtum okkur konunglega.

 

 

Núna eftir nokkrar mínútur held ég út á flugvöll, flýg til San Fransisco og þaðan til Hawaii!!!! Yaaaaayyyyy! Aldrei komið til Hawaii áður. Þetta ætti að vera skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi kveðja kemur líklega allt of seint, en ég má til engu að síður að óska þér góðrar ferðar. Vonandi kemur þú ekki nálægt tölvu á Hawaii, nýtur ferðalagsins, frísins, og alls þess spennandi sem hægt er að gera á Aloha eyjunum! Hlakka til að heyra frá þér þegar þú kemur aftur til baka!

Rut (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:52

2 identicon

Vá...thad var greinilega mjög gaman hjá ykkur vinunum ...Denni er kannski ekki svo brattur.

Gummi (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband