Ágreiningur Steingríms og Ingibjargar

Alveg er það ótrúlegt með fólk í pólitík hvernig það getur horft
kolrangt á málefnin. Ég var að lesa nýjasta bloggið hjá Birni Inga
Hrafssyni (http://bingi.blog.is/blog/bingi/?nc=1#entry-96364) þar sem
hann slæst í hóp með þeim sem setja út á Steingrím J. Nú er hann í
nokkrum bloggum að skammast yfir því (eins og aðrir - m.a. Fréttablaðið
og Egill Helgason) að Steingrímur skuli ekki tilbúinn til þess að
samþykkja Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherraefni sameiginlegrar
vinstri stjórnar. Ég skil ekki alveg hugsun þessa fólks. Af hverju
þurfa vinstri grænir að samþykkja það fyrirfram að Ingibjörg Sólrún
verði forsætisráðherra ef þessir flokkar ná að mynda ríkisstjórn? Af
hverju ekki ákveða það þegar tíminn kemur? Ekki ákváðu Framsóknarmenn
og Sjálfstæðismenn hver ætti að vera forsætisráðherra fyrir síðustu
kosningar þótt allir hafi vitað að þeir myndu halda áfram í ríkisstjórn
ef Framsókn yrði ekki þurrkuð út. Hvað er öðruvísi núna? Ég veit að
Steingrímur hefur sagt að hann vilji kosningabandalag, og það er
kannski þess vegna sem fólk vill vita fyrirfram að Ingibjörg Sólrún
verði forsætisráðherra, en ég get ekki séð að það sé nauðsynlegt.
Reyndar er ég viss um að hún stæði sig vel og það væri sjálfsagt
eðlilegt að Samfylkingin fengi stólinn ef þannig ríkisstjórn yrði
mynduð, en að þetta skuli þurfa að vera aðalmálið núna og að fólk skuli
telja það minnka líkur á að þessir flokkar muni vinna samann þótt
Steingrímur sé ekki alveg tilbúinn til þess að gefa stólinn eftir núna
í upphafi árs... Er ekki verið að búa til ósamstöðu sem ekki er til
staðar? Sjálfsagt langar Steingrím í forsætisráðherrastólinn (langar
ekki flesta stjórnmálamenn í hann?) en ég er líka þess sannfærð að hann
léti Ingibjörgu hann fúslega eftir ef þessir tveir flokkar ættu þess
kost eftir kosningar að mynda ríkisstjórn-svo framarlega sem 
Samfylkingin væri töluvert stærri en Vinstri grænir eftir kosningar.
Mér sýnist málið fyrst og fremst vera það að hann vill halda
möguleikanum opnum ef svo færi að Vinstri grænir kæmu sterkir út í vor.
Þá væri forsætisráðherrastólinn að sjálfsögðu öflugra samingatól en ef
búið væri að semja hann af sér áður en til kosninga er haldið. Ég er
hvorki félagi í Samfylkingunni né Vinstri grænum en ég vona að þessir
tveir flokkar myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor.Og ég trúi því
hreinlega ekki að Ingibjörg og Steingrímur muni láta
forsætisráðherrastólinn eyðileggja möguleikana á því. Og ég held að
blaðamenn viti það og vegna þessa eru þeir ekki að gera sér meiri rellu
yfir þessu. En að sjálfsögðu vilja Framsóknarmenn gera meira úr þessu
máli en ástæða er til - þeir vilja ná manni inn í vor.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband