Vinnur Teitur sinn annan titil á rúmu ári?
17.10.2009 | 19:15
Á þessari stundu fer fram fótboltaleikur milli Vancouver Whitecaps og Montreal Impact í Montreal. Þetta er síðari leikurinn í úrslitakeppni USL deildarinnar sem er nokkurs konar fyrsta deild í Norður Ameríku. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö kanadísk lið leika um titilinn.
Eins og þið vitið kannski er Teitur Þórðarson þjálfari Vancouver Whitecaps og liðið vann deildarbikarinn í fyrra í fyrstu tíð Teits. Liðið varð fyrir mörgum skakkaföllum í vor og í sumar og leika þeir nú án sex leikmanna sem spiluðu með sigurliðinu í fyrra. Fjórir hættu í vor, einn var rekinn eftir að hafa slegist tvisvar við samherja (í annað skiptið á leikvellinum í miðjum leik) og sá sjötti fékk rautt spjald í fyrri leiknum gegn Montreal um síðustu helgi.
Fyrri leikurinn, sem leikinn var í Vancouver, fór 3-2 fyrir Montreal og mér skilst á vini mínum sem var á vellinum að Vancouverliðið hafi verið heppið með að tapa ekki stærra. Þeir verða því að gera betur í dag og vinna annað hvort með tveggja marka mun eða vinna með eins marks mun og skora alla vega fjögur mörk.
Átján mínútur eru nú liðnar af leiknum og staðan er enn 0-0. Ekki hefur verið mikið um færi.
O o. Eftir að Whitecaps sóttu stíft hafa leikar nú snúist því Montreal fékk vítaskot rétt í þessu og til að gera hlutina enn verri þá fékk einn leikmaður Whitecaps rautt spjald. Þeir eiga þá eftir að spila manni færri annan leikinn í röð.
Þeir skora. 1-0 fyrir Montreal. Róðurinn á eftir að vera erfiður. Ég held að titillinn sé farinn til Montreal.
Ég læt ykkur vita hvernig þetta fer.
---
Montreal var að skora sitt annað mark. Staðan í leiknum er því 2-0 fyrir Montreal og í samanlögð staða úr leikjunum tveim er því 5-2. Það er nær útilokað að tíu Vancouvermenn geti skorað þrem mörkum meir en ellefu Montrealmenn.
---
3-0.
---
3-1. Vancouver skorar á fertugustu og fjórðu mínútu.
Athugasemdir
Og...?
Nei annars, sleppum því.
Magnús Geir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 02:18
Leikurinn endaði 3-1. En hey, annað sætið er ekki slæmt þótt það sé augljóslega ekki eins gott og fyrsta sætið.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.10.2009 kl. 03:16
Takk fyrir góða lýsingu...sérstaklega af slagsmálunum í miðjum leik...ekki gott...Bestu kveðjur...
Halldór Jóhannsson, 18.10.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.