Hawaii í stuttu máli

Ég hef alls ekki staðið mig nógu vel í því að blogga undanfarið og hef sama og ekkert sagt ykkur frá Hawaii ferðinni - ekki frá fyrsta kvöldi.

Það myndi enginn nenna að lesa nákvæma lýsingu á því sem fram fór á degi hverjum svo ég ætla bara að gefa ykkur snögg yfirlit yfir það sem ég tók mér fyrir hendur:

  • Synti daglega í sjónum og sólaði mig.
  • Flaut á vindsæng og dottaði - flaut næstum út á haf.
  • Náði mér í sólbrúnku en hún mun væntanlega hverfa fljótt í rigningunum í Vancouver sem nú eru hafnar.  
  • Snorklaði í Hanauma bay (veit ekki hvað snorkel kallast á íslensku - kafa með snorkpípu?)
  • Syndi með skrautlegum fiskum
  • Fór tvisvar á sjó á tvíbytnu - sama daginn.
  • Kannaði bandaríska heilsugæsluhverfið með því að sitja eina nótt á stól á bráðadeild við hliðina á vinkonu minn sem lá með næringu í æð eftir að hafa ofþornað.
  • Gekk innan í eldgíg og síðan upp á hæstu standandi brún.
  • Varð vitni að heiftarlegu rifrildi þriggja vinkvenna - fyrrverandi vinkvenna.
  • Drakk hreinan ananassafa blandaðan saman við kókossafa - mmmmmm...varla til betri drykkur.
  • Borðaði heilmikið af macademiahnetum og macademiahnetusúkkulaði.
  • Verslaði ekki of mikið.
  • Keypti mér ódýra skartgripi skreytt plumeriublómum, á alþjóðamarkaðnum.
  • Fór á týpískt luau og reyndi að dansa hula. Ekki góð í að sveifla mjöðmnum.
  • Borðaði góðan mat
  • Gerði úttekt á bandarískum hermönnum.
  • Vaknaði snemma á morgnana og fór tiltölulega snemma að sofa.
  • Leigði bíl og keyrði á norðurströndina þar sem fjörur eru hreinar og fallegar og öldurnar stærri.
  • Horfði á brimbrettakappa allt niður í tíu ára gamla.
  • Lærði 'mahalo', 'honu' og 'ohana' og jók því hawaiiska orðaforðann minn um þrjúhundruð prósent.
  • Skemmti mér stórkostlega
 


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur greinilega verið meiriháttar frí hjá þér, þótt ég geri ráð fyrir að þú hefðir gjarnan vilja sleppa heilsugæslukaflanum (og aukið að sama skapi t.d. USarmy eða stæltra brimbrettakappa-kafla..!) og rifrildinu (sem ég vona að hafi ekki verið milli vinkvenna þinna!). Þú ert örugglega endurnærð eftir þetta frí og til í slaginn sem stendur fram á næsta vor!

Rut (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:26

2 identicon

Góðan dag!

 Rak augun í "Hawaii" blogg í Mogganum,, þangað er ég að fara um jól og áramót og hlakkar mikið til. Ferðaplanið er Seattle, Big Island, Maui, Honolulu og Kauai, Getur þú bent mér á áhugaverðan stað í Waikiki til að vera um áramótin? hótel eða resturant? 

Kveðja Þorleifur

Þorleifur Eggertsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 11:06

3 identicon

Hæ Stína mín..alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt...ég hef oft ætlað að setja inn "comment" en alltaf guggnað...en þegar ég sá Hawaii þá stóðst ég ekki mátið...við gamli héldum uppá fimmtugs afmælið hans Ingva þar, við vorum á Oahu....en ekki þó í Honolulu...dásamlegasta frí "ever" ...af upplestrinum sé ég að þú hefur´haft það magnað þarna...eigðu bara dásamlega daga...við endur upplifum ferðina í hvert sinn sem við heyrum minnst á þessar dásamlegu eyjar...hafðu það alltaf sem allra best..kveðja frá gömlu grönnunum úr Þverholtinu :o)

Rósa María Tómasdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rut, rétt hjá þér í alla staði.

Þorleifur. Það fer eftir því hversu gott hótel þú hefur efni á að borga fyrir. Ég myndi fara á Moana surfrider ef þið hafið efni á því. Æðislegt hótel. Flottur veitingastaður þar líka. Frábært eru líka Waikiki Shore hotel og OUtrigger Reef. Þessi hótel eru öll á ströndinni og öll mjög flott.The Royal Hawaiin var líka æðislegt - bleikt hótel. Við gistum á Ohana Waikiki West sem var ódýrt en ekki sérlega flott. Hvað snertir veitingastaði, við fórum nokkrum sinnum á Dukes, sem er niðri á ströndinni inni í einu af þessum hótelum - Outrigger held ég, og svo staðurinn inni á Moana. Við fórum annar lítið á djammið svo ég veit ekki hvað væri góður staður um áramót. Ég mæli með bátsferð.

Rósa, gaman að heyra frá þér. Já, Honolulu er frábær staður. Það hlýtur að hafa tekið þið hátt í sólarhring að komast frá Íslandi til Hawaii. Kveðja til Ingva og stelpnanna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.10.2009 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband