Ömurlegt flugfélag

Á meðan ég bjó í Winnipeg flaug ég reglulega með Northwest af því að þeir einoka nokkurn veginn markaðinn út úr Minneapolis. Icelandair flýgur þangað og eina leiðin til Winnipeg frá Minneapolis er því með Northwest. Ömurlegt flugfélag. Kannski ekki eins slæmt og United en samt ömurlegt. Air Canada, sem er þó ekkert sérstakt, er mun betra og mun áreiðanlegra. Ef þið komist hjá því að fljúga með Northewest þá mæli ég eindregið með því að þið finnið ykkur annað flugfélag.
mbl.is Flugmennirnir voru hugfangnir af tölvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Prófaðu Continental, alltaf fengið góða þjónustu þar.  Þeir bjóða líka enn upp á heitan mat að góðum og gömlum sið.  American eru líka góðir en Delta er með töskuvandamál á JFK, ekki reyna að skipta um vél á JFK með Delta.

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.10.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband