Vetraríţróttir - Skautahlaup á langri braut
11.11.2009 | 23:12
Eftir 93 daga verđa nćstu Vetrarólympíuleikar settir í BC höll í Vancouver og tveggja vikna hátíđ íţróttaunnenda mun hefjast. Íslendingar munu senda skíđamenn, einn til fjóra, og augu Íslendinga munu vćntanlega vera á alpagreinakeppninni í Whistler.
En ţađ verđur auđvitađ margt annađ í gangi og margir frćknir íţróttamenn munu leggja sig alla fram til ađ láta stóra drauma rćtast. Ég er ađ vona ađ ég geti fundiđ tíma af og til til ađ segja ykkur frá öđrum frćknum íţróttamönnum sem vert er ađ fylgjast međ. Og kynna ţannig líka einstakar keppnisgreinar.
Skautahlaup á langri braut - Clara Hughes
Keppni á skautahlaupi hefur ţróast í ţrjár mismunandi keppnisgreinar, skautahlaup á langri braut, skautahlaup á stuttri braut og maraţon skautahlaup. Allar greinarnar falla undir ISU, Alţjóđlega skautasambandiđ og á Ólympíuleikum er keppt í tveim ţessa greina, skautahlaup á langri braut og á stuttri braut. Ţegar ađeins er notađ orđiđ skautahlaup er venjulega veriđ ađ vísa til löngu brautarinnar.
Skautahlaup á langri braut er upphaflega gerđin af skautahlaupi og keppt hefur veriđ í greininni síđan 1892, lengst allra keppnisgreina á vetrarleikum. Ţessi íţróttagrein er sérlega vinsćl í Hollandi og í Noregi og ţessar ţjóđir standa sig jafnan best í greininni auk Kanadabúa, Bandaríkjamanna, Ţjóđverja, Ítala, Japana, Kóreubúa, Kínverja og Rússa.
Keppt er á 400 metra löngum egglaga skautahring (á međan stutti hringurinn er 111 m) og eingöngu er keppt viđ tíma. Tveir íţróttamenn skauta á sama tíma og verđa ţeir ađ skiptast á ađ skauta innri braut og ytri braut.
Skautarnir sjálfir eru töluvert öđruvísi en ţeir skautar sem notađir eru í hokkí annars vegar og í listdans á skautum hins vegar. Ţessir skautar minna á gönguskíđi ţví hćllinn er laus og ţannig er skautablađiđ lengur á ísnum en ella.
Einn af ţeim íţróttamönnum sem vert er ađ fylgjast međ á nćstu Ólympíuleikum er kanadíska skautakonan Clara Hughes frá Winnipeg. Hún er ein fárra sem hafa unniđ til verđlauna á hvort tveggja sumarleikum og vetrarleikum.
Clara Hughes fćddist 1972í Winnipeg og lagđi fljótt fyrir sig skautahlaup. Átján ára gömul skipti hún hins vegar yfir í hjólareiđaíţróttina og fór međal annars á sumarleikana 1996 í Atlanta, ţar sem hún vann til tveggja bronsverđlauna og 2000 í Sidney. Hún tók einnig ţátt í fjórum Pan American leikum og vann til átta verđlauna. Ţá tók hún ţátt í ţremur Commonwealth leikum og hjólađi fjórum sinnum í Tour de France kvenna.
Sama ár og Hughes keppti á Ólympíuleikunum í Sidney, áriđ 2000, sneri hún sér aftur ađ skautahlaupi og vann sér rétt til ađ keppa fyrir hönd Kanada á vetrarólympíuleikunum 2002 í Salt Lake City. Hún varđ tíunda í 3000 m hlaupi en ţriđja í 5000 m hlaupi, og náđi ţar ađ vera á undan landa sínum Cindy Klassen, sem lengi hefur veriđ stórstjarna í skautahlaupi. Međ ţessum bronsverđlaunum náđi Hughes ađ verđa önnnur konan í heiminum til ađ vinna til verđlauna á hvort tveggja sumarólympíuleikum og vetrarólympíuleikum. Sú fyrsta var Christa Rothenburger sem vann gull í 1000 m skautahlaupi og silfur í 1000 m hjólreiđum.Á Ólympíuleikunum í Torino, 2006, vann hún sín fyrstu gullverđlaun í 5000 m skautahlaupi og silfur í liđakeppninni. Ţar vann hún sín fimmtu Ólympíuverđlaun. Landa hennar, Cindy Klassen, vann hins vegar sex verđlaun á sömu leikum.
Fyrir rúmri vikum var Hughes valin til ţess ađ hlaupa fyrst međ Ólympíueldinn á ţriggja mánađa ferđ hans um Kanada. Og í janúar verđa allra augu á ţessari frábćru íţróttakonu sem ţrátt fyrir 37 árin er enn á toppnum í íţrótt sinni.
Athugasemdir
viđ fjölskyldan erum á leiđ til Vancouver til ađ horfa á Listhlaup á skautum. hlökkum til. er svona on og off búin ađ fylgjast međ skrifum ţínum vegna undirbúnings leikanna. takk fyrir góđ skrif. hef eina spurningu...eru ekki skautahlaupsbrautir sporöskjulaga?
ţóra gunnarsdóttir (IP-tala skráđ) 12.11.2009 kl. 23:14
Jú, sporöskjulaga er líklega rétt. Hér köllum viđ ţetta 'oval' og í orđabók er ţađ kallađ egglaga. Ţess vegna notađi ég ţađ orđ. 'Eg er orđin svo ryđguđ í íslenskum orđum sem ég nota ekki daglega.
Fenguđ ţiđ miđa á listhlaupiđ?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.11.2009 kl. 18:30
já viđ erum búin ađ fá miđa í gegn um íslensku ólympíunefndina. dýrt...úff. langar líka ađ sjá curling og skíđafimi (moguls og aerials) búiđ ađ vera draumur lengi hjá mér og nú á ađ láta verđa af ţví. leigđum íbúđ í New westminster..góđa skemmtun og haltu áfram skemmtilegu bloggi frá ćđislegri borg kveđja ţóra
thora gunnarsdottir (IP-tala skráđ) 15.11.2009 kl. 00:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.