Brjálað að gera í vinnunni og styttist í jólin

Ah, ég hef aldrei tíma til að blogga lengur. Skrifa hérum bil aldrei bréf og er ekki einu sinni dugleg að kíkja á Facebook. Ég finn vel fyrir því að það styttist í Ólympíuleikana. Það eru bara áttatíu og tveir dagar í opnun leikanna og enn styttra þar til blaðamannahöllin opnar, en ég verð þar á leikunum.

Hey, Moggamenn, ef einhver les þetta, ætlið þið að senda einhvern hingað vestur til að skrifa um leikana? Ef svo, verðið þið staðsett(ir) í blaðamannahöllinni? Ef svo, komið við hjá mér og við fáum okkur kaffi!

Þessi vika var brjáluð. Við fengum heimsókn frá kanadísku ríkisstjórninni (frá starfsmönnum, ekki pólitíkusum) sem voru hér til að meta stöðu franskrar tungu á leikunum. Þeir kvarta yfir því að við gerum ekki nóg til að sinna tvítyngi landsins en það er alls ekki rétt. Við gerum ótrúlega vel þegar miðað er við að einungis um 2% íbúa Bresku Kólumbíu talar frönsku. Og samt er þetta staðan á leikunum:

-Allir fundir Alþjóðanefndarinnar hafa franska samhliða túlkun.
-Allir fundir hjá Chefs de mission hafa franska samhliða túlkun.
-Allir blaðamannafundir í aðalsal Blaðamannahallarinnar hafa samhliða túlkun.
-Allir aðrir blaðamannafundir hafa kost á franskri túlkun.
-Allar tilkynningar eru bæði á ensku og frönsku, svo og öll skilti, allar leiðbeiningar og allt birt efni.
-Meðal þeirra sjálfboðaliða sem helst hafa samskipti við áhorfendur, gesti og íþróttamenn eru 25-50% tvítyngdir á frönsku og ensku.
-Um 15% allra annarra sjálfboðaliða tala frönsku.

Og ég minni aftur á, aðeins um 2% íbúa í fylkinu tala frönsku. Þannig að þetta er gott.

Fundirnir gengu annars vel og ég held að þeir fulltrúar sem hingað voru sendir skilji vel stöðu okkar og hvað hægt er að gera. Gallinn er að yfirmenn þeirra skilja það ekki og þeir vilja bæta við frönskuþjónustuna. Það er bara eiginlega ekki hægt að gera mikið meira en þetta. En sem sagt, öll vikan fór í þessa fundi, sem var of mikið því það er nóg annað að gera.

Ég á um átta daga uppsafnaða í frí, þegar frá eru teknir dagarnir sem ég mun nota á Íslandi, en ég get ekki tekið þessa daga því það er of mikið að gera. Og ef ég tek þá ekki áður en Ólympíuleikar hefjast þá er þetta horfnir frídagar því ég verð atvinnulaus að loknum Ólympíuleikum fatlaðra. Og frídagar eru ekki borgaðir út. Ég vona að ég geti gripið dag hér og þar fljótlega. Sérlega þar sem snjórinn er kominn og skíðafjöllin opnuð. Ég held ég skelli mér á skíði.

Búin að  kaupa næstum allar jólagjafir, enda verð ég að ljúka því fyrir næstu helgi svo ég geti tekið gjafir fjölskyldunnar með mér heim. Gef bara örfáum öðrum þannig að það verður lítið sem ég þarf að versla eftir að ég kem til baka.

Þegar ég kem til baka frá Íslandi mega jólin hefjast. Þá ætla ég að skreyta, baka og bjóða fólki í heimsókn. Enda góður tími, komið fram í aðra viku desember. Nú þarf ég bara að finna út úr því hvar ég verð um jólin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæl Kristín....Óska þér góðs gengis....já Moggamenn með Davíð í fararbroddi hljóta að mæta í kaffi hjá þér og OL í leiðinni..

Já vonandi nærðu einum og einum dag á skíðum..

Eigðu góða daga hér í faðmi fjölsk...

Sama hér ....hvar á maður vera á jólunum????

Bestu kveðjur....

Halldór Jóhannsson, 22.11.2009 kl. 11:26

2 identicon

Þú ert löglega afsökuð frá skrifunum fram í mars, en þá viljum við fá góða og ýtarlega lýsingu á öllu því sem fyrir ber í þínu annars viðburðaríka lífi! Njóttu Íslands, mömmufaðmsins, matarins og vonandi finnurðu góðan stað til að verja jólunum á -með góðu fólki!

Rut (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband