Köld slóð

Ég fór að sjá Kalda slóð í dag og hafði bara gaman af. Skemmtilegt að sjá hversu íslenskri kvikmyndagerð hefur fleytt fram. Ég var sérstaklega hrifin af Briem stelpunni. Hef aldrei séð hana leika áður en finnst hún mjög efnileg og svo er þetta bráðhugguleg stelpa. Mér fannst hún líka eitthvað svo eðlileg. Það var reyndar nokkur munur á yngri og eldri leikurunum. Þótt eldri leikararnir séu færir þá var greinilegt á nokkrum þeirra að þeir ólust upp í leikhúsinu en ekki í kvikmyndum og því fannst mér framburðurinn eins og gerður fyrir leikhúsið. Þið vitið hvernig leikarar tala svo mál þeirra berist sem best. Ekki vottaði fyrir þessu hjá yngstu leikurunum. Þessi svona á fimmtudagsaldri voru svo einhvers staðar í miðjunni.

Mér fannst sögusviðið bæði undurfallegt og óhugnalegt, sagan var spennandi og áhugaverð og fléttan kom mér á óvart. Ég fór með mömmu og pabba sem ég hef ekki farið með í bíó í áraraðir og mamma sofnaði næstum því í byrjun en um miðjan fyrri helming var hún orðin glaðvakandi og fylgdist með af áhuga.

Mér fannst tónlistin flott og var sérlega hrifin af lokalaginu. Ambo eitthvað...eða nei, ég man það ekki.  Hvað hét þessi hljómsveit?  Verð að athuga með plötur frá þeim.

Það versta við þessa bíóferð var að hljóðið í auglýsingunni sem kom á undan var að æra mann. Ég var mjög fegin þegar í ljós kom að myndin sjálf var ekki eins ógurlega hátt stillt.

Ó já, eitt annað. 'A tíma fóru tal og mynd alls ekki saman. Veit ekki hvort það voru mistök í sýningu eða klippingu.

En ég mæli eindregið með þessari mynd.

Nú verð ég að fara og sjá Mýrina. Það var hætt að sýna hana á Akureyri þegar ég kom til Íslands en ég fer suður síðar í vikunni og mér skilst að hún sé enn í kvikmyndahúsum þar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband