Konungsbók

Ég fék tvær bækur eftir Arnald í jólagjöf. Bókina frá því í fyrra (sem ég fékk í kilju og ætla því að taka með mér út og lesa þar, svona til að halda íslenskunni) og Konungsbók. Byrjaði á Konungsbók enda stór og þung bók og ég vil ekki taka hana með mér út því ég verð ábyggilega með allt of mikinn farangur. Enda mun ég varla lesa hana aftur í bráð og get því vel geymt hana hér hjá búslóðinni minni sem er niðri í kjallara hjá mömmu og pabba á meðan ég er í útlegð.

En aftur að Konungsbók. Ég var mjög spennt fyrir bókinni þar sem ég lærði nú einhvern tímann eitthvað í handritalestri og efnið höfðaði því vel til mín. 'Eg hafði líka nokkuð gaman af bókinni. Hún er ágætlega skrifuð og flettan er áhugaverð þótt ég verði að segja að mér finnst hún standa nokkuð að baki Erlendsbókum Arnalds, sérstaklega hinum nýrri. Einhvern veginn náði hún aldrei sama flugi og til dæmis Mýrin og Röddin gerðu. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Kannski af því að mér fannst alltaf eins og bókin væri skrifuð í gömlum stíl (eins og hjá höfundum sem voru að skrifa um og eftir aldamótin 1900). Ég er alls ekki viss um að Arnaldur hafi verið að reyna að láta bókina hljóma gamla en það var samt þessi bragur á henni. Sem passaði auðvitað ekki við bókina þar sem hún átti bara að gerast fyrir fimmtíu eða sextíu árum. Annars get ég eiginlega ekki fett fingur út í neitt sérstakt, mér bara fannst hún ekki alveg eins sterk og margar aðrar bækur Arnalds. 

En ef einhver les þessa síðu sem er Arnaldsaðdándi og er búinn að lesa allar bækurnar hans og vantar eitthvað meira í sama dúr þá mæli ég eindregið með bókunum eftir Henning Mankell. Frábær sænskur rithöfundur sem ég veit að hefur verið eitthvað þýddur á íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband