Konungsbók
8.1.2007 | 23:51
Ég fék tvćr bćkur eftir Arnald í jólagjöf. Bókina frá ţví í fyrra (sem ég fékk í kilju og ćtla ţví ađ taka međ mér út og lesa ţar, svona til ađ halda íslenskunni) og Konungsbók. Byrjađi á Konungsbók enda stór og ţung bók og ég vil ekki taka hana međ mér út ţví ég verđ ábyggilega međ allt of mikinn farangur. Enda mun ég varla lesa hana aftur í bráđ og get ţví vel geymt hana hér hjá búslóđinni minni sem er niđri í kjallara hjá mömmu og pabba á međan ég er í útlegđ.
En aftur ađ Konungsbók. Ég var mjög spennt fyrir bókinni ţar sem ég lćrđi nú einhvern tímann eitthvađ í handritalestri og efniđ höfđađi ţví vel til mín. 'Eg hafđi líka nokkuđ gaman af bókinni. Hún er ágćtlega skrifuđ og flettan er áhugaverđ ţótt ég verđi ađ segja ađ mér finnst hún standa nokkuđ ađ baki Erlendsbókum Arnalds, sérstaklega hinum nýrri. Einhvern veginn náđi hún aldrei sama flugi og til dćmis Mýrin og Röddin gerđu. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Kannski af ţví ađ mér fannst alltaf eins og bókin vćri skrifuđ í gömlum stíl (eins og hjá höfundum sem voru ađ skrifa um og eftir aldamótin 1900). Ég er alls ekki viss um ađ Arnaldur hafi veriđ ađ reyna ađ láta bókina hljóma gamla en ţađ var samt ţessi bragur á henni. Sem passađi auđvitađ ekki viđ bókina ţar sem hún átti bara ađ gerast fyrir fimmtíu eđa sextíu árum. Annars get ég eiginlega ekki fett fingur út í neitt sérstakt, mér bara fannst hún ekki alveg eins sterk og margar ađrar bćkur Arnalds.
En ef einhver les ţessa síđu sem er Arnaldsađdándi og er búinn ađ lesa allar bćkurnar hans og vantar eitthvađ meira í sama dúr ţá mćli ég eindregiđ međ bókunum eftir Henning Mankell. Frábćr sćnskur rithöfundur sem ég veit ađ hefur veriđ eitthvađ ţýddur á íslensku.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.