Röð og regla
3.5.2006 | 17:06
Í nótt mun merkileg stund gerast í lífi okkar allra. Nokkuð sem gerist aðeins einu sinni á öld. Tölurnar í dagsetningu og tíma raðast þannig saman:
01:02:03 04/05/06
Þetta er auðvitað athyglisvert fyrir alla sem hafa áhuga á röð og reglu. Þannig að ég legg til að þið vakið fram eftir í nótt - alla vega þar til tvær mínútur yfir eitt.
Ég mun ábyggilega ekki gera það, jafnvel þótt ég sé meyja og ætti því að hafa gífurlegan áhuga á röð og reglu. Nei, fyrst og fremst vegna þess að ég er enn dauðþreytt. Í gær hjólaði ég í Cliffhanger (klifursalinn) í fyrsta sinn síðan í fyrra sumar (sirka 50 mínútur að hjóla aðra leið), klifraði svo í eina þrjá tíma og hjólaði svo heim. Og þar sem ekkert ykkar hefur heimsótt mig þá vitið þið ekki að ég bý upp á stórri hæð og það er býsna erfitt að enda svona hjóltúr á því að hjóla upp brekkuna. Stundum ef ég er þreytt leiði ég hjólið upp erfiðasta hjallinn en í gær hjólaði ég með Matt (einum af klifurfélögum mínum) og fannst því of aumingjalegt að gefast upp. Í dag lætur líkaminn mig vita af þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.