Gleđileg jól
25.12.2009 | 17:51
Ég óska ykkur öllum gleđilegra jóla og farsćldar á komandi ári. Reyndar er lengt gengiđ á jóladagana sjálfa heima á Íslandi ţegar ég skrifa ţetta, enda komiđ fram á kvöld á jóladegi, en viđ erum nú vön ađ líta á jólin sem ţrettán daga.
Ég hef tekiđ jólunum mjög rólega í ár, eins og vanalega ţegar ég er ekki á Íslandi. Svaf fram ađ íslenskum jólum í gćr (tíu ađ morgni ađ mínum tíma), skreiđ ţá á fćtur og spjallađi viđ mömmu og pabba á Skćpinu. Borđađi góđan mat sem innihélt međal annars skinkuepli, nokkuđ sem ég vil alltaf borđa nú á jólum. Fór svo út ađ ganga međ Lizu. Viđ gengum eftir ströndinni í dásamlegu veđri.
Skaust svo til Rosemary međ pakka og stoppađi ađeins í kaffi. Dundađi mér svo heima viđ ađ skrifa fréttabréf ţar til kominn var tími á kvöldmat.
Mér hafđi veriđ bođiđ til Aurelíu, samstarfskonu minnar, í kvöldmat. Ţar var lítill en góđur hópur. Hún og mađurinn hennar, vinkona hennar, svo og einn samstarfsmađur okkar og bróđir hans. Viđ borđuđum snigla í forrétt enda Aurelía frönsk. Ég spurđi hvađ kćmi út ţegar mađur blandađi saman frönskum réttum og áströlskum (mađurinn hennar er ástralskur). Hún var ekki lengi ađ svara ţví: Franskur matur. Hún gaf lítiđ út á ţann ástralska.
Ég kom heim um hálftólf leytiđ, kveikti ţá á kertum og tók upp pakkana mína.
Ţetta voru bókajól sem er mjög gott. Bókajól eru alltaf góđ. Fékk bćđi Arnald og Yrsu, svo og Kristínu Mörju og ćvisöguna um hann Vilhjálm frćnda minn. Sat og skođađi myndirnar í bókina fram á nótt. Mér fannst Hinrik breytast rosalega. Á fyrstu myndinni af ţeim hjónum er hann allt allt öđru vísi en ég man eftir honum. Og ţađ sem meira er, hann er ekkert líkur afa ţar, eins og mér fannst ţeir nú rosalega líkir eldri menn. Hlakka til ađ lesa bókina, en byrjađi nú samt á Arnaldi.
Ég fékk líka fallega flíspeysu og yndislegan kjól (sem ég valdi reyndar sjálf og var í á ađfangadag), súkkulađi og peningabuddu.
Í dag ćtla ég til fjarskyldra ćttmenna. Ţau eru Vestur Íslendingar og halda hefđbundin kanadísk jól, svo ţađ verđur kalkúnn í matinn. Fyrst fannst mér ţađ ómerkilegur matur en eftir tíu ár í Kanada er ég orđin vön fuglinum. En hann jafnast auđvitađ ekki á viđ almennilegt svín!
Enn og aftur, óska ykkur öllum gleđilegra jóla. Almennileg nýárskveđja kemur síđar
Athugasemdir
Gleđileg jól!
Ţorsteinn Briem, 25.12.2009 kl. 18:13
Gleđileg jól
, 25.12.2009 kl. 21:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.