Gleđilegt ár
31.12.2009 | 19:21
Nú er áriđ 2009 senn á enda og eftir örfáa klukkutíma fara Íslendingar ađ skjóta árinu í loft upp. Hér í Kanada eru áramótin yfirleitt heldur rólegri og flestir láta sér nćgja húspartý eđa ţá ţeir fara á rándýra klúbba í enn dýrara dressi. Ég ćtla til Whistler ţar sem hópur samstarfsmanna hefur leigt hús og ţar munum viđ bjóđa áriđ 2010 velkomiđ, sem er líklega vel viđ hćfi ţar sem augu heimsbyggđar munu beinast ađ Whistler eftir sex vikur ţegar keppni á alpagreinum, norrćnum greinum og sleđakeppnum fer ţar fram. Ţar mun Íslendingarnir allir keppa, en ekki hér niđri í Vancouver ţar sem skautakeppnirnar og krullan fara fram.
Áriđ 2009 hefur veriđ býsna gott og hér koma örfáir punktar um ţađ sem ég tók mér fyrir hendur.
Ferđalög
- Hóf áriđ á Íslandi
- Stoppađi í New York í ţrjá daga á leiđinni heim.
- Páskar á Vancouvereyju.
- Keyrđi niđur eftir Oregon ströndinni í ágúst
- Sigling frá Seattle til Vancouver.
- Fór til Hawaii í október
- Skrapp aftur heim til Íslands í lok nóvember.
Fjallgöngur
- Gekk á Höfđingjann (The Chief) enn og aftur.
- Gekk til Elfin vatna.
- Lét gamlan draum rćtast og gekk á Black Tusk.
Íţróttir
- Vann viđ heimsbikarmót í skautahlaupi.
- Horfđi á skautahlaup, krullu, íshokkí, sleđahokkí, fótbolta og handbolta.
- Keppti sjálf međ ţremur liđum í fótbolta.
- Fór oftar á skíđi og snjóbretti en ég hef gert síđastliđin fimmtán ár.
Félagslíf
- Kynntist mörgu frábćru fólki.
- Alltaf nóg ađ gera í félagslífinu, yfirleitt eitthvađ sem tengdist vinnustađnum en einnig ýmislegt í gegnum ađra vini.
- Komst ađ ţví ađ ekki eru allir vinir jafnmiklir vinir manns.
Tónleikar
- U2
- Pearl Jam
- Múm
- Chris Isaak
- Travis
- VANROC
Vinna
- Fékk stöđuhćkkun.
- Tók á mig meiri ábyrgđ.
- Sá mörg verkefni klárast.
- Langađi stundum ađ reita háriđ úr höfđi mér.
- Kom upp góđum samböndum.
- Sá líkur aukast á ţví ađ ég fengi vinnu viđ London 2012 ef ég vil.
- Undirbúningur Ólympíuleikanna kominn á lokastig.
Fjölskyldan
- Hefur ţađ almennt gott.
- Brćđrabörnin stćkka og eldast og ţetta verđur orđiđ fullorđiđ áđur en mađur veit af.
- Allt bendir til fjölgunar áriđ 2010. (Og nei, ekki frá mér.)
Ástarmál
- Eins og jójó. Ganga upp og niđur.
Hvađ mun áriđ 2010 bera međ sér?
- Ólympíuleikarnir verđa haldnir í Vancouver og Whistler
- Ólympíuleikar fatlađra verđa einnig haldnir á sömu stöđum.
- Ég og vonandi allir sem ég ţekki verđa ári eldri.
- Ég tek aftur viđ ađ skrifa doktorsritgerđina mína og vonandi vonandi mun ég klára hana á árinu.
- Kannski flyt ég til London...kannski ekki.
Allt í allt spái ég ţví ađ áriđ 2010 verđi ćđislegt ár, enn betra en 2009, og ég á eftir ađ skemmta mér konunglega. Ţiđ vonandi líka.
Óska ykkur öllum farsćldar á nýju ári!
Athugasemdir
Ég hafđi nú ekki hug á ađ bćta neinu viđ kveđjuna ađ neđan, en held ađ ţađ vanti einar tvćr ferđir í upptalninguna, ţarna áđur međ fullt af öđrum stelpum og svo sú í ferjunni?!
Eđli ástarinnar í framkvćmd ku víst vera meira og minna "upp & niđur" svo ţetta sýnist allt í góđum skorđum hjá ţér, jafnvel ţótt íshokkíţjálfarar bjóđist ekki svo glatt!
Magnús Geir Guđmundsson, 31.12.2009 kl. 20:11
Já og svo vantar tónleikayfirlitiđ!
Magnús Geir Guđmundsson, 31.12.2009 kl. 20:14
Ég held enn í vonina međ íshokkíţjálfarann. En ţađ er rétt hjá ţér ađ ţađ vantađi bćđi skipiđ og tónleikayfirlit. Bćti úr ţví núna.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.12.2009 kl. 20:39
Megi draumar ţínir rćtast á 2010 mín kćra. Vonandi hittumst viđ á árinu!
Rut (IP-tala skráđ) 31.12.2009 kl. 22:21
Sćl kćra frćnka og takk fyrir greinargerđina. Ţetta hefur veriđ viđburđaríkt ár hjá ţér og má ćtla ađ ţú sért fegin ađ vera í Vancouver međan ţessar hörmungar ganga yfir á Fróni.
Alla vega, ţá óska ég ţér farsćldar á nýju ári og vonandi verđur ţađ jafn viđburđaríkt og 2009.
Sigurjón, 1.1.2010 kl. 18:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.