Til hamingju Erna

Fráært hjá stelpunni. Kannski ekki margir keppendur en hún stóð sig samt vel. Í þessari viku verður haldin smásamkunda í Íslendingahúsi henni til heiðurs en ef ég man dagskrána mína rétt þá er ég á kvöldvakt það kvöld og kemst ekki. En best ég athugi það betur.

Vil annars benda á að á myndinni sem fylgdi þessari frétt (sjá hér að ofan) má sjá foreldra Terry Fox, hlauparans kanadíska sem hljóp yfir hálft landið áður en hann lést úr krabbameini. Ég skrifaði um þetta afrek fyrir nokkrum mánuðum. Sjá hér. Foreldrar hans gengu með eldinn inn á leikvanginn á setningarathöfninni. 


mbl.is Erna varð ellefta í Vancouver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sledahokki

Fyrsti keppnisdagur Olympiuleika fatladra for otrulega vel fram i Hokkihollinni og engir hnokrar a neinu.

Keppni hofst klukkan tiu med leik Kanada og Italiu, sem Kanada vann 4-0. Thratt fyrir fjogurra marka mun var italska lidid betra en nokkur bjost vid og their stodu lengi vel i Kanada. I odrum leik vann Noregur Svithod i vitakeppni og kom ollum a ovart ad vitaskot thyrfti til. Noregur a ad vera med besta lid i keppninni en their eru farnir ad eldast og thad sennilega sest. Bandarikin rulludu yfir Koreu og svo sigradi Japan Tekka.

Forsaetisradherra landsins kom a leikinni og kom inn i setustofuna okkar svo eg heilsadi honum natturulega - thott eg myndi aldrei kjosa hann. I dag er svo her Margret Hollandsprinsessa og er ad horfa a leik Kanada og Svithjodar.

Frabaer leikur. Her er gaman ad vera thessa dagana.


Að Ólympíuleikum loknum

Á morgun verða Ólympíuleikar fatlaðra settir í Vancouver og það þýðir að pásan mín er búin. Ja, pásan sem ég hélt ég myndi hafa. Ég hélt ég fengi rúmlega viku frí á milli leika en fríið varð að tveim dögum sem aðallega fóru í að sofa og horfa á sjónvarp. Þurfti á því að halda að gera ekkert.

En sem sagt, á morgun verða leikarnir settur og því verð ég að drífa í því að skrifa aðeins um Ólympíuleikana sem ég hef sama og ekkert sagt um hingað til. 

Hér kemur listi af ógleymanlegum atburðum leikanna:

  • Þegar mannfjöldinn á opnunarhátíðinni stóð upp og fagnaði Georgíska liðinu sem fyrr þann dag kvaddi fallinn félaga, Nodar Kumaritashvili.
  • Armurinn sem ekki kom upp á opnunarhátíðinni.
  • Gullverðlaun Alexanders Bilodeau, fyrstu gullverðlaun Kanada á heimavelli (engin gull unnust í Montreal og Calgary).
  • Ævintýri í blaðamannahöllinni.
  • Andrúmsloftið í miðbæ Vancouver á hverju einasta kvöldi á meðan á leikum stóð.
  • Bullið í Appolo Ohno eftir að hann var réttilega dæmdur úr leik í skautahlaupi.Bronsverðlaun Joannie Rochette, örfáum dögum eftir að móðir hennar lést.
  • Klikkaðir og frekir Rússar.
  • Koss Charles Hamelin og Marianne St-Gelais eftir að Hamelin sigraði í 500 m skautahlaupi.
  • Jöfnunarmarkið sem Bandaríkjamenn skoruðu þegar 24 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma í gullviðureigninni í hokkí.
  • Sigurmark Sidney Crosby í framlengingu stuttu síðar.
  • Að fá tækifæri til að sjá Neil Young, Nickelback og Alanis Morrissette á innan við klukkutíma.
  • Gangan frá BC Place að blaðamannahöllinni eftir lokaathöfnina.
  • Fjórtán gull fyrir Kanada, flest gull nokkurrar þjóðar á vetrarólympíuleikum.

Þessir dagar hafa verið eitt samfleytt ævintýri, og besti parturinn er eftir. Hjá mér eiga næstu tíu dagar eftir að verða enn betri!


Aldrei sátt hvort eð er

Ég horfði ekki á Óskarinn. Nennti því ekki. Hafði sjónvarpið reyndar í gangi í um hálftíma en einhvern veginn er ég búin að fá leið á keppninni. Var kannski enn minna spennt í ár en oft því undanfarna mánuði hef ég ekki haft neinn tíma til að fara í bíó og þekkti því fæstar myndanna og hafði enga skoðun. Held að Inglorious Basterds hafi verið eina myndin af þessum helstu þarna sem ég hafði séð. Oftast er ég hvort eð er svo ósátt við valið að það er kannski eins gott að hafa enga skoðun. Þá verður maður ekki svekktur.

Annars er ég svekkt yfir því að þetta lag Paul McCartneys skuli ekki einu sinni hafa fengið tilnefningu:


mbl.is Bigelow stjarna kvöldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokadagur Ólympíuleika

Lokadagurinn er runninn upp og þvílíkur dagur! Stórleikur Kanada og Bandaríkjanna í hokkí. Endurtekning á gullleiknum í Salt Lake City 2002. Og ég vona svo sannarlega að þessi leikur fari alveg eins og þá því Kanadamenn unnu þá gullið eftir rúmlega fimmtíu ára kaldan kafla án þessa eftirsóttu verðlauna. En Bandaríkin hafa ungt og hratt lið og frábæran markvörð og þetta verður ekki auðvelt.

Fólk var farið að raða sér upp fyrir framan bari klukkan sjö í morgun til að tryggja sér fjörugan stað til þess að horfa á leikin. 

Ég aftur á móti, vona að ég fái tækifæri til að horfa á sjónvarpið en ég verð því miður að vinna við undirbúning lokahátíðarinnar svo ég hef ekki hugmynd um hvort ég næ að sjá lokaleikinn eða ekki. Arg. 

Klukkan hálf átta í kvöld er blaðamannafundur og að honum loknum er vinna mín við Ólympíuleikana sama sem búin. Á mánudaginn þurfum við að flytja allt dótið út úr blaðamannahöllinni og yfir í UBC, og á þriðjudag hefst vinna við Ólympíuleika fatlaðra.


Sjokkerandi úrslit í hokkí - Rússland og Svíþjóð úr leik.

Vá, klikkaður dagur í hokkí. Stórþjóðirnar Svíþjóð og Rússland slegnar úr keppni í hokkí. Að mínu mati tvær af þremur bestu hokkíþjóðum í heimi. En hvorugt lið spilaði nógu vel í dag. Kanada lagði Rússa að velli 7-3 og sigurinn var aldrei í hættu. Svíþjóð tapað óvænt fyrir Slóvökum 3-4, en Slóvakar hafa heldur betur staðið sig. Töpuðu reyndar fyrir Tékkum í fyrsta leik en unnu svo Rússa í vítakeppni - í leik sem ég var á. Ég var reyndar mjög hrifin af Slóvökum í þeim leik og þeir hafa frábær menn eins og Gaborik, Hossa, Demetra og Halak.

En sem sagt, eftir tvö daga leika Kanadamenn við Slóvaka og ég verð að halda með mínum mönnum og spá þeim sigri. Finnar leika svo við Bandaríkjamenn. Finnar ættu að vinna þann leik að mínu mati en Bandaríkjamenn hafa náð að vinna alla sína leiki hingað til án þess að hafa spilað endilega sérlega vel, þannig að þeir gætu haldið áfram að hafa heppnina með sér. Ég spái því Bandaríkjamönnum sigri.

Það þýðir að Kanada spilar við Bandaríkin um gullið, endurtekning á gullleiknum í Salt Lake City fyrir átta árum. Þá sigruðu Kanadamenn og ég leyfi mér að spá því að svo fari einnig að þessu sinni.

---

Þetta var annars góður dagur fyrir Kanadamenn, sem auk þess að vinna Rússa fengu gull og silfur í tveggjamanna bobsleðakeppni kvenna, silfur í skautaboðhlaupi kvenna á stuttri braut, og brons í 5000 m kvenna á langri braut. Verðlaunin eru því orðin fimmtán, og Kanadamenn enn í fjórða sæti í verðlaunakeppninni.


Verðlaunasókn Kanadamanna og hokkí

Nú eru liðnir tólf dagar af þessum Ólympíuleikum og Kanadamenn eru töluvert óánægðir með árangur sinna manna, þrátt fyrir sex gullverðlaun, fjögur silfur og eitt brons, samanlagt 11 verðlaun þegar keppnin er rúmlega hálfnuð. Töluverðum fjármunum var veitt í íþróttaiðkun og búist var við betri árangri á heimavelli. Þetta er reyndar langt frá því að vera slæmt. Í Salt Lake City fengust sautján verðlaun (7-3-7) og í Torino fengust 27 (7-10-7). Það ætti því að vera hægt að jafna Salt Lake árangurinn en Torino árangurinn verður erfiðari. Hins vegar má benda á að kanadísku stelpurnar í hokkí eru komnar í úrslit og fá því að minnsta kosti silfur þar; nokkuð öruggt er að Kanadamenn fá verðlaun í krullu karla og kvenna, og eins og er, standa kanadískar stelpur bestar að vígi eftir fyrri keppnisdag í bobsleðakeppni með lið í fyrsta og fjórða sæti. Þá eru eftir keppnir í skautaboðhlaupi þar sem Kanadamenn eru sterkir í báðum kynjum. Kannski var þrýstingurinn of mikill á keppendur.

Ég fór á minn fjórða hokkíleik í kvöld - sá Kanada rúlla yfir Þýskaland 8-2. Þeir hefðu reyndar aldrei átt að þurfa að spila þennan leik því leikurinn var umspil um sæti í fjórðungsúrslitum. Eftir að hafa tapað fyrir Bandaríkjunum hafa Kanadamenn gert leiðin að gullinu þyrnum stráða. Á morgun þurfa þeir að spila við Rússa, eitt af bestu landsliðum í heimi, og ef þeir vinna þá, þá tekur við leikur gegn Svíþjóð, sem einnig hefur frábært lið í ár. Þessi þrjú lið eru að mínu mati best og við hefðum átt að fá gullleik milli tveggja þeirra. Í staðinn er líklegt að annað liðið sem leikur til úrslita verði annað hvort Finnland eða Tékkland. Það gerir úrslitaleikinn alls ekki eins spennandi og hann hefði getað verið. Undarlegt hvernig úr þessu spilaðist.

Hinir leikirnir sem ég hef séð á þessum Ólympíuleikum voru Kanada-Sviss, Rússland-Slóvakía og Svíþjóð-Finnland. Allt magnaðir leikir.

Leikurinn á morgun á eftir að verða ótrúlegur. Hugsið ykkur hverjir verða á vellinum:
Fyrir Rússland menn eins og Ovechkin, Malkin, Datsyuk, Kovalchuck, Nabokov, Gonchar, Markov, Semin, Federov...
Fyrir Kanada: Crosby, Iginla, Luongo, Brodeur (þó ég efist um að hann leiki á morgun, held að Luongo haldi sætinu), Niedermayer, Getzlaf, Heatley, Marlow, Thornton...

Vá, ótrúlegt.

Of ef Kanada kemst framhjá Rússlandi, þá taka Svíarnir við með Sedin bræður, Lidström, Lundquist, Öhlund, Alfredson, Backström, Ericson, Pahlson, Zetterberg...

---

Fyrir utan hokkí hef ég aðeins séð pínulítið af krullu. Kíkti á völlinn í gær og heimsótti kollega minn á krulluvellinum, og nokkra af sjálfboðaliðunum sem ég þjálfaði. Einn þeirra hafði rétt tíma til að segja hæ og svo þurfti hann að hlaupa til að hjálpa kínverskum keppandi í lyfjaprófi. Stuðið í krullunni hefur verið ótrúlegt og aldrei nokkurn tímann hefur stuðningur verið eins mikill. Áhangendur öskra og syngja og berja bumbur og krulluspilarar eiga í erfiðleikum með að heyra skipanir fyrirliðans fyrir látunum. Reglulega brýst út söngur, þá vanalega þjóðsöngurinn, og sumir eru víst vel fullir. Uppselt er á hverjum degi. Hverjum hefði dottið í hug að svona mikið stuð væri á krulluleik.

Ég hef líka farið tvisvar út í UBC þar sem fram fer hokkí kvenna. Þar hefur verið góð stemning líka en kannski ekki eins og í krullunni, sem er undarlegt þar sem Kanada er hokkíþjóð. En aðal spennan er í kringum karlaliðið. Kanadamenn eru enn býsna miklir þursar þegar kemur að íþróttum - sérlega hokkí.

Farin að hátta.


Kanada vinnur sitt fyrsta gull

Kanadamenn eru í skýjunum eftir að Alexandre Bilodeau vann gull í mógul keppni karla, og þar með fyrsta gull Kanadamanna á heimavelli. Hvorki leikarnir í Montreal né Calgary sáu kanadískt gull. Stemningin var ótrúleg, bæði í Vancouver og Whistler, og það var greinilegt að allir voru himinlifandi yfir árangrinum. Við hlæjum stundum af því hversu æstir Íslendingar verða þegar íslenskum íþróttamönnum gengur vel - ég held það sé ekkert sér íslenskt, flestar þjóðir eru svo. Það er eitthvað sérstakt við það að sjá landanum ganga vel, hverrar þjóðar sem maður er.

Annars hefur ótrúlega margt farið miður nú þegar á þessum leikum: lát Georgíska luge keppandans, frestun í bruni og tvíkeppni, ásamt fjölmörgum æfingum frestað, snjóleysið í Cypress, skemmtaverk mótmælandi í miðbænum... Ég skrifa kannski meira um þetta allt en nú verð ég að ná strætó og koma mér í vinnu.


Mikill maður fallinn

Það voru miklar sorgarfréttir sem buðu mér góðan daginn að þessu sinni. Góður vinur minn Neil Bardal er látinn. Ég kynntist Neil strax fyrstu dagana sem ég bjó í Winnipeg enda mikil sprauta í menningarlífi Vestur-Íslendinga í Manitoba. Hér var á ferðinni ákaflega góður og duglegur maður sem alltaf lét mig finna hversu velkomin ég var í hóp Íslendinga á svæðinu. Á meðan ég bjó í Winnipeg fórum við af og til í kaffi saman og við héldum stopulu bréfasambandi eftir að ég flutti burt af sléttum.

Mig langar að skrifa langa minningargrein um hann svo ég geti sagt ykkur öllum frá því hversu dásamlegur Neil var, en í gær vann ég í sautján tíma, ég hef aðeins fengið fjögurra tíma svefn og ég þarf að vera mætt í vinnu niðri í bæ eftir 50 mínútur. Þannig að ég verð að láta þessi örfáu orð duga.

Vertu blessaður Neil minn. Ég veit að Guð mun geyma þig.


mbl.is Neil Ófeigur Bardal látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifað um Björgvin Björgvinsson í kanadískum blöðum

Björgvin hefur nú þegar vakið athygli og hann er ekki einu sinni byrjaður að keppa. Hér er grein úr Vancouver Sun:

 

WHISTLER — The world’s top female skiers couldn’t get a downhill training run in Thursday.

But, Cristian Javier Simari Birkner, Argentina’s, uh, skiing legend, and the delightfully monikered Bjoergvin Bjoergvinsson of Iceland — good thing skiers don’t wear namebars across their backs like hockey players — did get one done.

Ah, the vagaries of Whistler Mountain weather.

On another challenging day of light snow and fog and later big fluffy flakes that Cypress would kill for, the first women’s downhill training run for Sunday’s super combined was cancelled. The men, however, did manage to squeeze in a full field, but length-shortened, training run for Saturday’s marquee downhill.

In an unprecedented move for an Olympic Games, the International Ski Federation (FIS) scheduled both training runs for 9:30 a.m. starts on adjacent courses.

Since both runs merge at the end into one common finish area, FIS decided to have the men stop a couple of hundred metres from the finish. That paid off as the men ended their run right where a persistent layer of fog was sitting.

The fog did, however, cause a 50-minute delay in the start of the women’s training run.

Then just after it finally did get started, a crash by the second skier out of the gate, American Stacey Cook, resulted in another long hold while she was helicoptered off the course as a precaution. By the time that was completed, the snowfall had turned heavy, the fog had got thicker and the run was cancelled.

Cook was not seriously hurt and could be skiing again Friday.

Getting the men’s training run in was a huge relief for FIS after Wednesday’s scheduled first training run had to be cancelled because of fog after only 42 of the 87 skiers were able to make it down the Dave Murray Downhill.

FIS requires at least one complete training run before a downhill race can be held. So even if Friday’s final scheduled training run is cancelled by weather, the race, a key feature of the broadcast networks’ opening day of competiton, could still go Saturday.

Manuel Osborne-Paradis of North Vancouver, a medal contender, wasn’t stressing about the weather or a potential delay in running the race. He noted that, technically, Olympic organizers have two weeks to get the downhill race run.

“Maybe we’ll be rivalling the [gold medal hockey game on Feb. 28],” he cracked. “They’ll see what they should be airing, the downhill or the gold medal game.”

Given this country’s hockey obsession, Manny figured he knew how that one would turn out.

“Yeah, we might be running at 9:30 in the morning so we can get some air time. [Or] between periods.”

Austrian veteran Michael Walchhofer posted the fastest training run time of one minute, 34.46 seconds. He was followed by Robbie Dixon of North Vancouver in 1:34.55 and Erik Guay of Mont Tremblant, Que., in 1:34.68.

Swiss veteran Didier Cuche, the hottest speed skier on the World Cup circuit and the man who was fastest on Wednesday, was initially listed as having the fastest time Thursday, but was later disqualified for missing a gate.

“Training runs are training runs, everyone’s trying out different things, looking for that right line,” said Dixon. “It’s nice to get the confidence from skiing the training runs well, but you can’t get all psyched about that. You’ve got to look towards race day. Try to do the same things and hope that it works out.”

Osborne-Paradis, challenged by the fog and flat light late in his run, was just 22nd in 1:35.91.

Bjoergvinsson and Simari Birkner, by the way, wound up 76th and 77th, respectively, nearly nine seconds back of Walchhofer.

They won’t be medal threats, but hey, they are Olympians.

 

(http://www.vancouversun.com/health/Olympic+skiing+downhill+training+okay+women+cancelled/2551670/story.html)

 

Ég get annars bætt við  þetta að í dag fór ég yfir í Ólympíuþorpið til að sjá móttökuathöfnina fyrir Íslendingana, og reyndar önnur lið líka. Set kannski inn myndir fljótlega.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband