Nýji einkennisbúingurinn og tvær íþróttahetjur Kanada
20.12.2009 | 01:56
Það eru fimmtíu og fjórir dagar til Ólympíuleika en ennþá styttra þar til ég verð komin í Ólympíuhlutverk mitt því blaðamannahöllin opnar tólfta janúar. Á miðvikudaginn fékk ég einkennisbúninginn minn - dökkbláar buxur með ljósbláum bol, flísvesti og jakka. Húfan er líka ljósblá. Þetta er fallegasti einkennisbúningur sem starfsmenn Ólympíuleika hafa fengið í mörg ár. Ég sýni ykkur kannski mynd af mér í búningnum þegar ég hef tekið eða látið taka slíka mynd. Þangað til getið þið séð samstarfsfólk mitt í búningnum. (Get annars bent á að strákurinn á myndinni, Charlie, býr með Janice sem vinnur með mér - og já, þau kynntust í gegnum vinnuna).
Það verður ekkert jólapartý hjá okkur í ár því vinnustaðurinn er eiginlega orðinn of stór. Við sprengdum af okkur hátíðasali í fyrra og starfsmönnum hefur fjölgað um 70% í það minnsta. Í staðinn hélt vinnuhljómsveitin (VANROC) stórhljómleika og þangað mætti fjöldi manns - þar á meðal ég. Ég skemmti mér stórkostlega og var ekki komin heim fyrr en um tvö leytið um nóttina, sem væri í lagi um helgi en aðeins erfiðara á fimmtudagskvöldi þegar maður þarf í vinnu daginn eftir. Já, ég þarf á mínum svefni að halda.
Annars hélt djammið áfram í gær því starfshópurinn minn hélt smá jólagleði. Áður en við fórum út að borða fórum við í íþróttasafn Bresku Kólumbíu þar sem hæst bera sýningarnar um Terry Fox og Rick Hansen. Og af því að afrek þeirra voru stórkostleg ætla ég að eyða smá tíma í að segja ykkur frá þeim.
Terry Fox - Marathon of hope
Terry Fox er íþróttahetja Kanadamanna. Ekki af því að hann hafi unnið til svo margra verðlauna heldur vegna þess anda sem hann sýndi. Hann fæddist í Winnipeg 1958 en ólst upp í Vancouver. Um átján ára aldur greindist hann með beinkrabbamein í fæti, svo kallað osteosarcoma, og það varð að taka af honum annan fótlegginn. Á spítalanum sór hann að hlaupa þvert yfir Kanada til að vekja athygli á krabbameini og krabbameinsrannsóknum. Hann setti sér það markmið að safna dollar fyrir hvern Kanadamann, sem þá voru um 24 milljónir. Hann kallaði þetta ævintýri sitt 'maraþon vonarinnar' eða Marathon of Hope' og hann byrjaði að æfa fyrir hlaupið með því að fjórðung úr mílu. Fjórtán mánuðum síðar hafði hann hlaupið 5.085 kílómetra.
Hlaupið hófst 12. apríl 1980 í St. John's á Nýfundnalandi. Hann hljóp í gegnum Atlantshluta Kanada og Quebec og inn í Ontario. Á hverjum degi hljóp hann heilt maraþon, eða um 42 kílómetra. En hann náði aldrei að klára hlaupið því hann neyddist til að hætta fyrsta september 1980 rétt norðaustur af Thunder Bay í Ontario. Hann hafði þá hlaupið í 143 daga, 5.373 kílómetra. Krabbinn hafði breiðst út og var kominn í lungun. Í hægra lunga var æxli á stærð við golfbolta og annað stærra í vinstra lunga, á stærð við sítrónu. Átta dögum síðar stóð CTV sjónvarpsstöðin fyrir söfnun og þann dag söfnuðust 10,5 milljónir Kanadadollara. Í febrúar 1981 höfðu 24,17 milljónir safnast og þar með draumur Terry Fox orðið að veruleika, að safna dollar fyrir hvern lifandi Kanadamann.
Terry Fox lést 28. júní 1981, rétt fyrir tuttugu og þriggja ára afmæli sitt.
Á hverju ári er hlaupið minningarhlaup um Terry Fox og ágóði rennur til krabbameinsrannsókna.
Rick Hansen - Man in motion
Vinur Terry Fox var Rick Hansen, fæddur ári fyrr í Port Alberni, Bresku Kólumbíu.
Fimmtán ára gamall lamaðist hann í bílslysi en hann lét það ekki stoppa sig frá því að stunda íþróttir og útskrifaðist meðal annars frá Háskólanum í Bresk Kólumbíu með próf í íþróttafræðum. Hann keppti í hljólastólakörfubolta og vann gull á Ólympíuleikum fatlaðra 1980 í hjólastólamaraþoni.
Eftir afrek Terry Fox ákvað Rick að ferðast um heiminn og safna fyrir rannsóknum á mænuskaða. Hann lagði af stað á hjólastólnum 21 mars 1985, frá Oakridge verslunarmiðstöðinni í Vancouver. Ferðalagið tók 26 mánuði og hann ferðaðist 40.000 kílómetra í gegnum 34 lönd og fjórar heimsálfur. Hann kom til Vancouver 22. maí 1987 og hafði þá safnað 26 milljónum Kanadadollara.
Rick er nú forseti Rick Hansen stofnunarinnar sem hefur safnað 200 milljónum dollara til rannsókna á mænuskaða.
Og hér koma nýjar upplýsingar sem þið getið ekki enn lesið á síðum eins og Wikipedia. Rick Hansen mun verða annarra borgarstjóra Ólympíuþorpsins í Vancouver í febrúar næstkomandi. Hjá okkur í vinnunni eru allir ákaflega stoltir yfir valinu og heiðrinum sem honum er sýndur með þessu vali.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brjálað að gera í vinnunni og styttist í jólin
21.11.2009 | 21:02
Ah, ég hef aldrei tíma til að blogga lengur. Skrifa hérum bil aldrei bréf og er ekki einu sinni dugleg að kíkja á Facebook. Ég finn vel fyrir því að það styttist í Ólympíuleikana. Það eru bara áttatíu og tveir dagar í opnun leikanna og enn styttra þar til blaðamannahöllin opnar, en ég verð þar á leikunum.
Hey, Moggamenn, ef einhver les þetta, ætlið þið að senda einhvern hingað vestur til að skrifa um leikana? Ef svo, verðið þið staðsett(ir) í blaðamannahöllinni? Ef svo, komið við hjá mér og við fáum okkur kaffi!
Þessi vika var brjáluð. Við fengum heimsókn frá kanadísku ríkisstjórninni (frá starfsmönnum, ekki pólitíkusum) sem voru hér til að meta stöðu franskrar tungu á leikunum. Þeir kvarta yfir því að við gerum ekki nóg til að sinna tvítyngi landsins en það er alls ekki rétt. Við gerum ótrúlega vel þegar miðað er við að einungis um 2% íbúa Bresku Kólumbíu talar frönsku. Og samt er þetta staðan á leikunum:
-Allir fundir Alþjóðanefndarinnar hafa franska samhliða túlkun.
-Allir fundir hjá Chefs de mission hafa franska samhliða túlkun.
-Allir blaðamannafundir í aðalsal Blaðamannahallarinnar hafa samhliða túlkun.
-Allir aðrir blaðamannafundir hafa kost á franskri túlkun.
-Allar tilkynningar eru bæði á ensku og frönsku, svo og öll skilti, allar leiðbeiningar og allt birt efni.
-Meðal þeirra sjálfboðaliða sem helst hafa samskipti við áhorfendur, gesti og íþróttamenn eru 25-50% tvítyngdir á frönsku og ensku.
-Um 15% allra annarra sjálfboðaliða tala frönsku.
Og ég minni aftur á, aðeins um 2% íbúa í fylkinu tala frönsku. Þannig að þetta er gott.
Fundirnir gengu annars vel og ég held að þeir fulltrúar sem hingað voru sendir skilji vel stöðu okkar og hvað hægt er að gera. Gallinn er að yfirmenn þeirra skilja það ekki og þeir vilja bæta við frönskuþjónustuna. Það er bara eiginlega ekki hægt að gera mikið meira en þetta. En sem sagt, öll vikan fór í þessa fundi, sem var of mikið því það er nóg annað að gera.
Ég á um átta daga uppsafnaða í frí, þegar frá eru teknir dagarnir sem ég mun nota á Íslandi, en ég get ekki tekið þessa daga því það er of mikið að gera. Og ef ég tek þá ekki áður en Ólympíuleikar hefjast þá er þetta horfnir frídagar því ég verð atvinnulaus að loknum Ólympíuleikum fatlaðra. Og frídagar eru ekki borgaðir út. Ég vona að ég geti gripið dag hér og þar fljótlega. Sérlega þar sem snjórinn er kominn og skíðafjöllin opnuð. Ég held ég skelli mér á skíði.
Búin að kaupa næstum allar jólagjafir, enda verð ég að ljúka því fyrir næstu helgi svo ég geti tekið gjafir fjölskyldunnar með mér heim. Gef bara örfáum öðrum þannig að það verður lítið sem ég þarf að versla eftir að ég kem til baka.
Þegar ég kem til baka frá Íslandi mega jólin hefjast. Þá ætla ég að skreyta, baka og bjóða fólki í heimsókn. Enda góður tími, komið fram í aðra viku desember. Nú þarf ég bara að finna út úr því hvar ég verð um jólin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vetraríþróttir - Skautahlaup á langri braut
11.11.2009 | 23:12

En það verður auðvitað margt annað í gangi og margir fræknir íþróttamenn munu leggja sig alla fram til að láta stóra drauma rætast. Ég er að vona að ég geti fundið tíma af og til til að segja ykkur frá öðrum fræknum íþróttamönnum sem vert er að fylgjast með. Og kynna þannig líka einstakar keppnisgreinar.
Skautahlaup á langri braut - Clara Hughes
Keppni á skautahlaupi hefur þróast í þrjár mismunandi keppnisgreinar, skautahlaup á langri braut, skautahlaup á stuttri braut og maraþon skautahlaup. Allar greinarnar falla undir ISU, Alþjóðlega skautasambandið og á Ólympíuleikum er keppt í tveim þessa greina, skautahlaup á langri braut og á stuttri braut. Þegar aðeins er notað orðið skautahlaup er venjulega verið að vísa til löngu brautarinnar.
Skautahlaup á langri braut er upphaflega gerðin af skautahlaupi og keppt hefur verið í greininni síðan 1892, lengst allra keppnisgreina á vetrarleikum. Þessi íþróttagrein er sérlega vinsæl í Hollandi og í Noregi og þessar þjóðir standa sig jafnan best í greininni auk Kanadabúa, Bandaríkjamanna, Þjóðverja, Ítala, Japana, Kóreubúa, Kínverja og Rússa.
Keppt er á 400 metra löngum egglaga skautahring (á meðan stutti hringurinn er 111 m) og eingöngu er keppt við tíma. Tveir íþróttamenn skauta á sama tíma og verða þeir að skiptast á að skauta innri braut og ytri braut.
Skautarnir sjálfir eru töluvert öðruvísi en þeir skautar sem notaðir eru í hokkí annars vegar og í listdans á skautum hins vegar. Þessir skautar minna á gönguskíði því hællinn er laus og þannig er skautablaðið lengur á ísnum en ella.
Einn af þeim íþróttamönnum sem vert er að fylgjast með á næstu Ólympíuleikum er kanadíska skautakonan Clara Hughes frá Winnipeg. Hún er ein fárra sem hafa unnið til verðlauna á hvort tveggja sumarleikum og vetrarleikum.
Clara Hughes fæddist 1972í Winnipeg og lagði fljótt fyrir sig skautahlaup. Átján ára gömul skipti hún hins vegar yfir í hjólareiðaíþróttina og fór meðal annars á sumarleikana 1996 í Atlanta, þar sem hún vann til tveggja bronsverðlauna og 2000 í Sidney. Hún tók einnig þátt í fjórum Pan American leikum og vann til átta verðlauna. Þá tók hún þátt í þremur Commonwealth leikum og hjólaði fjórum sinnum í Tour de France kvenna.
Á Ólympíuleikunum í Torino, 2006, vann hún sín fyrstu gullverðlaun í 5000 m skautahlaupi og silfur í liðakeppninni. Þar vann hún sín fimmtu Ólympíuverðlaun. Landa hennar, Cindy Klassen, vann hins vegar sex verðlaun á sömu leikum.
Fyrir rúmri vikum var Hughes valin til þess að hlaupa fyrst með Ólympíueldinn á þriggja mánaða ferð hans um Kanada. Og í janúar verða allra augu á þessari frábæru íþróttakonu sem þrátt fyrir 37 árin er enn á toppnum í íþrótt sinni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stórkostleg stríðsmynd
8.11.2009 | 00:29
Ég horfði á teiknimynd í dag sem fékk mig til að hágráta. Ég held ég hafi ekki grátið yfir teiknimynd síðan ég sá Bamba sem barn. Þótt ég hafi reyndar stundum tárast yfir því hversu barnaefni er oft lélegt.
Þessi mynd er reyndar ekki barnamynd, þótt hún hafi víst verið markaðssett sem slík þegar hún fyrst kom út. Myndin er japönsku og heitir Gröf eldflugnanna. Hún gerist í japönsku borginni Kobe í lok síðari heimstyrjaldar. Aðalpersónurnar eru unglingspilturinn Seita og fjögurra ára systir hans Setsuko, sem missa móður sína í loftárás á byrjun myndarinnar. Faðir þeirra er í hernum og síða kemur í ljós að hann er einnig látinn, svo og flestir í japanska sjóhernum. Seita og Setsuko flytja tímabundið til fjarskyldra ættingja sem þola tilveru þeirra til að byrja með en láta þau fljótt vita að þau séu búin að dvelja hjá þeim nógu lengi. Svo börnin tvö koma sér fyrir í yfirgefnu loftbyrgi þar sem þau borða síðasta matinn sem þau eiga. Þau eiga peninga en í Japan síðari heims
tyrjaldar er lítinn mat að fá og engan fyrir peninga. Mat er skammtað af yfirvöldum en án foreldra falla systkinin fyrir utan kerfið og komast því af um stund með því að stela mat frá bændum og úr heimilum fólks á meðan loftárásum stendur.
Seita fer með Setsuko til læknis þegar hún er farin að þjást af vannæringu en læknirinn gerir ekkert til hjálpar svo það eina sem Seita getur gert er að fara aftur heim með systur sína, í moldbyrgið þar sem þau hafast við og þar deyr Setsuko í einu sorglegasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð í mynd. Ég grét ekki bara, ég hágrét.
Við vitum frá byrjunaratriði myndarinnar að Seita lést á járnbrautastöð, í september 1945, á meðan fólk hryllti sig yfir fátæklingnum og lagði sveig á leið sína framhjá honum. Ein manneskja beygði sig niður og gaf honum mat, en það var of seint.
Í lok myndarinnar sjáum við þau systkin sitjandi saman, södd og glöð.
Rogert Ebert hefur lýst þessari mynd sem einni af bestu stríðsmyndum allra tíma. Myndin er byggð á sannsögulegri bók Akiyjki Nosaka með sama nafni en hann missti systur sína í lok styrjaldar og kenndi sjálfum sér um alla tíð. Hann skrifaði bókina sem afsökun til systur sinnar.
Ef þið hafið nokkra leið til þess að sjá þessa mynd skulið þið taka upp vasaklútinn og horfa. Þið verðið ekki svikin.
Mangamyndirnar japönsku hafa lengi verið vinsælar en flestar eru hasarmyndir með ótrúlegum stríðshetjum. Ég hef yfirleitt ekki gaman af slíkum myndum, en margar myndirnar frá Ghibli stúdíónu, og sérstaklega þær sem koma frá snillingnum Miyasaki eru dásamlegar. Minni þar á óskarsverðlaunamyndin Spirited away, svo og Castle in the sky, Kiki's delivery services, og fleiri. Almennt séð meiri háttar myndir sem standa langt fremri mörgu því sem kemur frá amerísku stúdóunum.
Mótmælendur leggjast lágt
1.11.2009 | 06:42
Það var vitað mál að mótmælendur myndu gera sitt til þess að eyðileggja hlaupið með Ólympíukyndilinn, en ég held að engum hafi dottið í hug að þeir myndu leggjast svo lágt að leggja líf dýra í hættu.
Í gærkvöldi söfnuðust um 200 mótmælendur saman á Vancouver eyju til að mótmæla Vetrarólympíuleikunum í Vancouver 2010. Breyta varð hlaupaleiðinni þar sem mótmælendur lokuðu einni götunni sem hlaupa átti um. Áhorfendur sem komið höfðu út til að fylgjast með hlaupinu létu líka í sér heyra og kvörtuðu undan þeim sem reyndu að eyðileggja daginn.
Að það versta sem mótmælendur gerðu var að henda marmarakúlum á götuna þar sem riddaralögreglan sá um að allt væri með felldu. Þetta var gert svo hestar lögreglumannanna hrösuðu. Hestur af þeirri stærð, sem fellur í jörðunni er í stórhættu við að brjóta fótleggi og allir vita hvað gert er við fótbrotna hesta. Þessum hálfvitum var greinilega alveg sama. Þeir bera enga virðingu fyrir öðrum.
Og hvers vegna er verið að mótmæla? Kostnaði við leikana, að sjálfsögðu. Gallinn er að sá að það er allt of seint að mótmæla núna. Það er búið að byggja allt og borga flest. Nú reiðir á að leikarnir fari sem best og að sem mestur peningur komi í kassann svo hægt verð að standa á núlli eða koma út í gróða. Allt sem kemur vondu orði á leikana eykur líkurnar á minni aðsókn, og þar af leiðandi stærri skuld að leikunum loknum.
Ég skil ekki svona fólk. Ef þú ert á móti leikunum, allt í lagi. Það er þinn réttur. En láttu nægja að mótmæla friðsamlega. Ofbeldi leysir engan vanda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ólympíueldurinn leggur af stað
30.10.2009 | 16:11

Eftir einn og hálfan tíma leggur fyrsti hlauparinn af stað með Ólympíueldinn fyrir Vetrarólympíuleikana í Vancouver næsta febrúar. Enn er óljóst hver það verður sem fær þann heiður að hlaupa fyrstur, en sá heiður kemur næstur þeim að tendra eldinn við setningu leikanna.
Eldurinn var tendraður með sólarljósi í Ólympíu, Grikklandi, í síðustu viku og grískir hlauparar hlupu með hann um landið áður en lagt var af stað yfir hafið. Nú fyrir stundu kom eldurinn svo til Kanada og mun leggja af stað klukkan 10.40 að Kyrrahafstíma. Hlaupið verður um allt Kanada og mun þetta vera lengsta slíka hlaup innan eins lands (hlaupið fyrir Beijing leikana var út um allan heim). Eldurinn mun svo koma til Vancouver 12. febrúar á næsta ári þar sem leikarnir verða setnir við heilmikla athöfn.
Það er því farið að styttast í leikana, eins og sjá má. Vinnan hjá okkur hefur stigmagnast og maður finnur fyrir því að það eru aðeins rúmir þrír mánuðir til stefnu.
Hefur annars verið tilkynnt hverjir munu verða fulltrúar Íslands á leikunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmtileg tilviljun
28.10.2009 | 22:55
Skemmtileg tilviljun að þessi frétt kemur núna því eftir nokkra klukkutíma mun ég einmitt sjá þá Bono og félaga stíga á svið BC Place íþróttahallarinnar í Vancouver. Ég er búin að vera að hlusta á síðustu tvær plöturnar þeirra undanfarna daga, svona til að undirbúa mig, og er komin að þeirri niðurstöðu að 'How to dismantle an Atomic Bomb' sé mun betri plata en 'No line on the horizon' þótt sú nýja sé ekki slæm. Ég held ég sé ekki ein um þá skoðun.
Segi ykkur meir frá tónleikunum síðar í vikunni.
![]() |
U2 með ókeypis tónleika í Berlín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ömurlegt flugfélag
26.10.2009 | 22:13
![]() |
Flugmennirnir voru hugfangnir af tölvum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
U2 og helgarvinna
24.10.2009 | 23:28
Á miðvikudaginn fer ég á tónleika með U2. Ég hef sama og ekkert hlustað á þá síðan ég var unglingur og hlustaði á The Unforgettable Fire, Joshua Tree og Rattle and Hum. En þvílíkar plötur þetta voru. U2 var pottþétt með betri hljómsveitum á níunda áratugnum - en kannski ekki svo mikil samkeppni. Ótrúlega margt lélegt á þessum tíma. 'Eg veit ekki af hverju ég ætti að hlusta á það. Ætli smekkurinn hafi ekki breyst. Ég ætlaði heldur ekki að fara á þessa tónleika og keypti því ekki miða í vor þegar þeir komu í sölu, og svo sá ég alltaf eftir því. Ég meina, þetta er U2. Þannig að þegar mér bauðst í gær að fara með vinafólki þá greip ég tækifærið.
Ég er annars í vinnunni núna. Var að prófa nokkra af sjálfboðaliðunum okkar í tungumálum. Yfirleitt læt ég aðra sjálfboðaliða um prófin um helgar en get eingöngu gert það þegar prófin eru tekin í gegnum netið heiman frá. Sumir hafa ekki nógu hratt internet, eða þeir eiga ekki míkrófón og heyrnatól, og þurfa því að koma hingað á skrifstofuna til að taka prófið. Ég þarf sjálf að sjá um slík próf vegna öryggisatriða. Annars er gott að koma hingað um helgar. Næstum enginn er að vinna og maður kemur heilmiklu í verk. Ég tók doktorsritgerðina mína með mér og hef verið að dunda við hana á meðan sjálfboðaliðarnir taka prófið. Ég held ég verði hér eitthvað áfram og vinni meira í henni.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaðan tónlistin kemur - Rowland Salley
23.10.2009 | 02:55
Undanfarið hef ég mikið hlustað á tónlistarmanninn Rowland Salley sem helst er þekktur fyrir að vera bassaleikari Chris Isaak. Færri vita að hann er fantagóður lagasmiður. Lögin hans hafa sterkar rætur í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, enda er Roly þaðan, og flokkast líklega sem þjóðlagarokk með kántrí og blúsívafi. Í textum sínum horfir hann heilmikið til æskuáranna við Mississippifljót og það er kannski ekki skrítið þegar maður les lýsingu hans sjálfs á því hvers vegna hann varð tónlistarmaður. Mér finnst þetta ein fallegasta lýsing sem ég hef lesið. Ég er of löt í kvöld til að þýða þetta:
One day when I was about five or six my ma and dad suddenly informed my sister and brother and me that we were going to take a drive. We were going south from our place in Northern Illinois to visit some people in a place called Louisiana. This was my first big road trip and it wound right down along the Mississippi river toward Shreveport. The friends had a house on the edge of a small town and there was a railroad that ran by about a half mile off in the open flatlands behind their place. One of the sweetest things I can recall from my earliest days happened one night on this trip. It was hours after supper and everyone was asleep in the house but me. I was still wide awake in my cot out on the upper porch looking at the stars when a train came along, slow and easy. I listened to the thing approach...feeling that the sound it was making was multiplying the size of the world around both me and it, with no apparent limit. This was completely fantastic to me. Then this train did something chilling. Over the rhythm of its huge mechanical self it let out a long combination of deep whistle notes...a chord in fact. This sound rolled through the wide open night and seemed to hold and to offer me everything that you could possibly want or need...and it set my life to music. Its amazing how this man-made thing of steel forged for commerce can be such a musical phenomenon... that it is. When I write songs I try to make them do what that whistle did to me that night.
P.S. Myndin hér á síðunni er vatnslitamynd eftir Rowland Salley - af járnbraut. Þessi mynd skreytti m.a. sólóplötu hans.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 05:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)