Níu ár

Í dag eru liðin níu ár frá því ég flutti til Kanada. Flaug til Minneapolis og áfram til Winnipeg, fyrsta september 1999. Set inn mynd sem var tekin rúmum tveim mánuðum síðar, í Halloween partýi sem við Colleen, meðleigjandi minn, héldum heima hjá okkur. Ég var flappari eins og sjá má. 


 


Tónlistarlífið í Vancouverborg

Tónlistarlífið í Bresku Kólumbíu er blómlegt og héðan hafa komið ýmsar stórstjörnur svo sem Michael Bublé, Nelly Furtado, Gob, Matthew Good, Be Good Tanyas, Hot hot Heat, Diana Krall, 54-40, Swollen Members, og margir aðrir hafa sest hér að eins og Bryan Adams, Nickelback, Ringo Starr (að hluta til), Sarah McLachlan, Bif Naked, ofl.

Þá koma hingað flestar stórstjörnur og spila á tónleikum, ásamt aragrúa minna þekktra tónlistarmanna. Það er hægt að fara á nokkra spennandi tónleika í hverri viku.

En það sem er kannski mikilvægast og það sem myndar ræturnar fyrir allt hitt, er tónlistin sem spiluð er á börum og klúbbum á hverju einasta kvöldi.

Liza sem vinnur með mér á vinkonu sem heitir Monica Lee og er jazz/blús söngkona hér í borg. Hún spilar á hverju fimmtudagskvöldi á stað sem heitir The Libra Room. Þau eru bara þrjú í bandinu, Monica, gítarleikarinn og trommuleikarinn (sem er guðdómlegur). Hljómurinn er hreinn og fallegur og þau spila hreinlega í glugganum á staðnum og á sumarkvöldum er opið út svo fólkið á Commercial Drive (ein aðal hip-gatan í borginni) sem á leið fram hjá getur staldrað við og hlustað. Ég er búin að fara tvisvar með Lizu og hlusta á þau og á pottþétt eftir að fara aftur og aftur. Ég er meira að segja að hugsa um að plana Íslendingahitting á Libra Room einhvern tímann fljótlega en áður en að því kemur held ég að ég dragi þangað nöfnu Sigfúsar og Óla sem koma hingað í heimsókn í vikunni.

Hér fyrir neðan má heyra nokkur lög sem tekin voru upp á Libra Room í fyrra. Fyrsta lagið finnst mér sérstaklega magnað en þar má heyra sígunatóninn sem oft skýtur upp í tónlist Monica, sem er af sígunaættum. Trommarinn þarna er ekki sá sem spilar með henni núna (þessi er ekki eins guðdómlegur). Liza spurði annars Monicu út í trommarann (Liza er alltaf hrifin af tónlistarmönnum) og fékk svarið: "He's got a girlfriend but he's been swinging a lot lately". Hmmmm...er það gott eða ekki? Það fer væntanlega eftir því hvað Liza vill með hann.

 

 

 

 

 


Bumbershoot tónlistarhátíðin

Ég gerði góða ferð til Seattle í gær. Fór með Emmu sem vinnur með mér hjá Vanoc og Clint vini hennar á Bumbershoot tónlistarhátíðina. Þetta er risastór hátíð með fjölmörgum sviðum og stendur í þrjá daga. Aðalnúmer hátíðarinnar eru Beck, Stone Temple Pilots og Death Cab for Cutie. Beck spilaði í gær (hinar hljómsveitirnar í dag og á morgun) en við komum of seint til að fá miða. Við lögðum ekki af stað frá Vancouver fyrr en um hálfellefu og svo var að komast yfir landamærin o.s.frv., fá okkur hádegisverð...klukkan var orðin um fimm þegar við komum á svæðið og öll armböndin sem þurfti til að komast inn á stærsta leikvanginn þar sem Beck spilaði, voru búin. Okkur var eiginlega alveg sama. Beck er flottur en það var svo margt að sjá.

Það sem er skemmtilegast við svona hátíðir er einmitt að ráfa á milli sviða og hlusta á alls kyns tónlist sem maður myndi aldrei annars hlusta á.

Fyrst þegar við komum var Joe Bonamassa að spila á Starbuckssviðinu og hann var ótrúlegur. Rokkblúsari sem virtist geta spilað hvað sem var. Ég hafði aldrei heyrt í honum áður en varð yfir mig hrifin. Blús er æðislegur og þessi var magnaður. En okkur Emmu langaði báðar að fara með hann í klippingu og kaupa á hann ný föt. Áhorfendur þarna voru flottir. Flestir voru gamlir hippar sem höfðu ekkert breyst í fjörutíu ár en fílingurinn var flottur. Enda ansi margir á einhverju. Hlustið á þetta lag. Það er mjög langt gítarspil fyrst og svo hefst söngurinn. Magnað alveg.

 

Næst röltum við niður að Fisher Green sviðinu og hlustuðum á Estelle sem er hipp hoppari. Ég er ekki hrifin af svoleiðis tónlist en hún hafði áheyrendur (sem flestir voru á tvítugs- og þrítugsaldri) algjörlega í vösum sér.

 

Á eftir Estelle byrjaði Saul Williams að syngja en það var hræðileg tónlist (eitthvað á milli rapps og pönks) svo við flúðum yfir að Starbuckssviðinu aftur þar sem eitthvað undarlegt var í gangi, svo við héldum áfram niður að Rockstar sviðinu og hlustuðum á Man Man. Það var nú undarleg tónlist en við hrifumst með og hoppuðum af kæti. Ég veit ekki hvað það var við þessa náunga sem var svona magnað, kannski bara orkan í þeim, en allir voru í stuði.

 

Við fórum aftur að Starbuckssviðinu því Clint lofaði mikið næstu hjómsveit þar, Nada Surf. Komið var myrkur og við fundum okkur stað á grasinu, lögðum niður teppi og fengum okkur lúr. Nada Surf voru flottir en þeir náðu eiginlega ekki að hrífa áhorfendur með sér. Ég veit ekki af hverju. Kannski eru þeir of venjulegir. Þeir eru ekki að gera neitt sem fjöldi annarra hljómsveita er ekki að gera líka. En mér fannst þetta ákaflega notalegt. Ég lá þarna á jörðinni, hlustaði á góða tónlist og horfði á stjörnurnar og Geimnálina í Seattle (Space Needle - stór turn sem einkennir borgina) sem var böðuð ljósum. 

 

 Þegar okkur var orðið þokkalega kalt löbbuðum við yfir að vellinum þar sem Beck var að spila. Eins og fyrr segir komumst við ekki inn en við gátum hlustað. Svo við hlustuðum á nokkur lög og fórum svo heim. Vorum ekki komin heim fyrr en um hálfþrjú um nóttina - þreytt en ánægð. 

 


Sjáið þessa dúllu

Ég er búin að fá mér gæludýr. Fann þennan við Sleðamiðstöðina í Whistler (þar sem sleðakeppni Ól mun fara fram). Því miður fékk ég ekki að taka hann með mér heim að þessu sinni því við vorum á fyrirtækisbíl og samferðamenn mínir harðneituðu að deila sæti með birni. Veit ekki af hverju, við höfðum nóg pláss.

Whistler Sliding Centre - Venue tour 036

Handbolti vekur athygli á Íslandi - Ísland vekur athygli á handbolta

Það er ekki nóg með að góður árangur Íslendinga í handbolta veki athygli á landinu heldur hefur árangur þessa litla eyríkis vakið athygli á handbolta í löndum eins og Bandaríkjunum og Kanada þar sem annars er aldrei sýnt neitt frá þessari frábæru íþrótt. Eins og sagt hefur verið frá í íslensku blöðunum þá fjallaði bandaríska bressan stíft um árangur Íslendinga, og hér í Kanada hafa menn einnig tekið eftir okkur. Í The Province í dag var risamynd af Fúsa (og sagt frá því að hann hefði grátið eftir leikinn) og í alla vega þremur blöðum var eftirfarandi frásögn undir nafninu 'Stórkostlegasta íþrótt sem Kanada hefur aldrei heyrt um' (OK, greatest er ekki beinlínis stórkostlegasta, en það er ekki hægt að segja mesta).

 

The greatest sport Canada has never heard about

Bob Duff, Canwest News Service

Published: Sunday, August 24, 2008

BEIJING -- Ingimundur Ingimundurson spun the ball sideways to Snorri Gudjonson, who dished a behind-the-back pass to Olafur Stefansson.

Stepping quickly into the open, Stefansson made like Kobe Bryant, lofting skyward before rifling a shot past French netminder Thierry Omeyer.

What would you say to a game which combines the best elements of basketball, soccer, lacrosse and hockey?

In Canada, probably that you'd never heard of such a sport.

Welcome to team handball, the greatest game Canadians don't know about.

"This is a wonderful game," said Juan Carlos Pastor, coach of the bronze-medal team from Spain.

"It's so beautiful," added French left back Nicola Karabatic.

Among the final medals to be determined during these Beijing Olympic Games, history came perilously close to being made Sunday at the National Indoor Stadium, as a plucky group of Icelanders sought to become that country's first-ever gold medallists.

They came up short - losing a 28-23 decision to France in the gold-medal game - but they did deliver Iceland's fourth medal in Summer Games history and the first silver medal picked up by Iceland since Vihjalmur Einarsson was second in the men's triple jump at the 1956 Summer Olympics in Melbourne, Australia.

"I want to have an operation and have this medal put into my heart," Iceland pivot Sigfus Sigurdsson said.

Team handball, part of the Olympic program since the 1972 Summer Games in Munich, is played on a surface similar in size to a basketball court and with a ball slightly smaller than a soccer ball. The are six outfield players and a goaltender on each team and players are permitted to possess the ball no longer than three seconds and must dribble the ball while running with it.

Divided into two 30-minute halves, the object of the game is to move the ball quickly from end-to-end with precision passing and shoot it past the goalkeeper into nets similar in size to an indoor soccer goal.

Team handball players race around the court with the speed of an NBA game and move the ball with the precision and style of the Harlem Globetrotters. There's even an element of physical play similar to hockey.

It's rough out there. Just as Croatia's Mirko Alilovic, who was taking his country's 35-29 loss to the Spaniards in the bronze-medal game with difficulty, insisting he may, "Throw myself from a third-floor window," in despair.

Man-to-man marking defensive tactics much like those utilized in soccer are deployed in attempts to thwart attacks, but team handball has the element that critics insist soccer does not - offence.

They score goals and then some. In its semifinal game, Iceland downed Spain 36-30.

In fact, if the referee feels one team is using stalling tactics while ahead and not trying hard enough to score, he'll blow his whistle and turn the ball over to the other team.

Someone needs to tell NHL commissioner Gary Bettman about the rule.

Someone needs to tell Canadians about this great game.

In fact, many of you likely played the game in gym class as kids under the Canadianized name of borden ball. The name was derived after the game was picked up from German POWs who played it on the yard while being held at Camp Borden.

There are 31 million registered team handball players in the world. In Europe, team handball is the second-most popular team sport after soccer.

In Canada, it is about as popular as Swedes are with Don Cherry. And that's a shame, because we're really missing out on something here.

Canada is among the 146 member nations in the International Handball Federation, but the only time Canada has ever played it in the Olympics was in 1976, when both men's and women's teams were handed spots as host nation.

In 2005, the Canadian men qualified for the world championships in Tunisia and although the Canadians finished 23rd out of 24 teams, it marked the first time Canada had ever reached the event on merit.

The game is most popular in Quebec, where there are 5,000 registered team handball players, including 15 of the 18 members of Canada's national team. Goaltender Jonathan Leduc of Marieville, Que., centre back Alexis Bertrand of St. Jean-Chrysotome, Que. and left back Maxime Godin of La Prairie, Que. all play in a professional team handball league in France.

While there will never be a handball night in Canada, there definitely should be a place for team handball among the collective Canadian conscience.

If you ever get a chance to take in a game, do so. You'll enjoy it and you'll want to see more.

Guaranteed.

Victoria Times Colonist


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólympíuleikunum lokið - átján mánuðir í þá næstu

Íslenska landsliðið stóð sig frábærlega það er ekki nokkur spurning. Skrítið annars að Ólympíuleikunum sé lokið. Átján mánuðir í þá næstu og þá verður nú heldur betur fjör hjá mér enda í miðri hringiðunni þegar þar að kemur.

Ein flottasta auglýsing sem ég hef séð lengi er frá símafyrirtækinu Bell þar sem sýnt er nokkurs konar boðhlaup á milli mismunandi íþróttagreina. Í dag bættu þeir við niðurtalningu fyrir Ól 2010. Flott.

 

 

Bæti við annarri frá Bell þar sem sjá má bjórana tvo (sem eru í flestum auglýsinga þeirra) horfa á Ólympíuleika í sjónvarpi. Bell er opinber stuðningsaðili fyrir Ólympíuleikana 2010. 

 

 
Annars skipti ég ekki við Bell. Er með heimasíma frá Telus og farsíma frá Rogers.  Og ég leyfi mér að borða hamborgara frá A&W þótt McDonalds sé opinber stuðningsaðili fyrir leikana. En ef ég keyrði bíl merktan Vanoc mætti ég ekki leggja fyrir framan samkeppnisaðilana. Skrítið.
mbl.is Árangur Íslands skiptir miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt mér að kenna

Það er hugsanlegt að það sé mér að kenna að við erum að tapa leiknum. Ég held ég sé ólukkutröll fyrir íslenskan handbolta. Úrslitaleikurinn er eini leikurinn sem hægt hefur verið að horfa á í Kanada og þetta er því eini leikurinn sem ég hef átt kost á að sjá. Og þá hrynur allt.

Annars er ég ekkert ógurlega svekkt. Við erum nú þegar búin að vinna stórkostlegan sigur með því að komast í úrslitin og þótt við töpum þessum leik (sem er reyndar ekki útséð með ennþá en þó líklegt þar sem við munum tæpast vinna upp níu marka mun á átján mínútum) þá get ég ekki séð að gleði okkar dvíni of mikið. 

Og þar sem þetta er aðeins annar handboltaleikurinn sem ég sé á níu árum (sá annað hvort Þór eða KA spila fyrir sex árum heima á Akureyri - hér er aldrei hægt að sjá handbolta) þá skemmti ég mér konunglega. Það hefði reyndar verið skemmtilegt að sjá strákana í toppformi. Hefði viljað sjá þá gegn Spáni eða Póllandi fremur en núna í nótt (já, klukkan er tæplega tvö að nóttu hjá mér). 

Skemmtilegt annars að sjá Frakkana. Þeir eru með býsna stórkostlegt lið. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir að tapa fyrir þeim. Og markmaðurinn þeirra er alveg magnaður. Minnir mig á Guðmund Hrafnkelsson í stuði. Ég sakna hans.

Þetta er annars búið að vera heilmikið íþróttakvöld. Ég spilaði sjálf í innanhússboltanum fyrr í kvöld. Liðið mitt var að spila um þriðja sætið í deildinni og það hófst. Bronsið staðreynd og liðið hefur aldrei náð eins langt - svona eins og íslenska liðið í handbolta. Við urðum reyndar í öðru sæti í deildarkeppninni en þetta var úrslitakeppnin, svokallað 'playoffs'. Í norður-amerískum íþróttum skiptir úrslitakeppnin alltaf meira máli en deildarkeppnin. Sumarvertíðin er því búin en eftir þrjár vikur hefst vetrarvertíðin. Það er því ekki löng pása sem við fáum.

Leik er annars lokið núna og silfrið staðreynd.

TIL HAMINGJU STRÁKAR. ÞIÐ ERUÐ ÆÐISLEGIR. 

Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard


Handbolti og hokkí

Þrátt fyrir að handboltaárangur íslensku strákanna sé íþróttaviðburður dagsins (og reyndar almennt viðburður dagsins) þá verð ég að viðurkenna að handboltinn vék um stund fyrir hokkíinu.

Ég fór í morgun í kaffi með Warren, sem er verktaki fyrir mig. Fyrirtækið hans, TelAv sér um alls kyns tækniútbúnað, sérstaklega hvað varðar audio/visual tæki. Við Warren höfum fundað af og til í sumar um ýmislegt hvað varðar samhliða túlkun á fundum Ólympíuleikanna (þegar Alþjóða Ólympíunefndin hittist, Chef de mission fundina o.s.frv.). Þegar við erum búin að sinna því sem skiptir Vanoc máli tölum við oft um hokkí. Warren hefur unnið við ýmsa NHL fundi, meðal annars hið svokallaða draft (sem ég veit ekki hvernig myndi útleggjast á íslensku) og hann hefur hitt flesta úr Canucks liðinu.

Það sem olli því að handboltinn varð að víkja fyrir hokkíinu, alla vega hluta úr degi, var þegar Warren sagði mér að vinur hans ætti ársmiða og hann nennti yfirleitt ekki að fara á æfingaleikina í upphafi árs og gæfi þá oft Warren miðana. Þetta eru miðar á frábærum stað, aðeins tveim röðum fyrir aftan bekkinn hjá Canucks. Hann lofaði að bjóða mér með ef hann fengi miða í ár.

Ég sagði honum auðvitað frá því að ef ég sæti tveim röðum fyrir aftan bekkinn þá myndi ég að sjálfsögðu missa af leiknum. Ég myndi bara sitja þarna og mæna á Vigneault þjálfara. Warren hló bara og gaf leyfi!

Og nú get ég ekki beðið eftir því að hokkíverðtíðin hefjist en það verður ekki fyrr en í lok september (með æfingarleikjum - alvöru leikirnir hefjast í október).

En þangað til: Áfram handbolti, áfram Ísland!!!!!Wizard

P.S. Og þar sem mér skilst að ég megi ekki minnast á nokkurn karlmann án þess að einhver í fjölskyldunni haldi að það sé kærastinn minn þá vil ég bara taka það fram að Warren er fyrst og fremst samstarfsmaður og kunningi. Hann á konu og tvær litlar dætur (og önnur þeirra - sú sex ára - er mikill Abba aðdáandi!) 


RÚV klikkar

RÚV valdi heldur betur tímann til þess að klikka. Ætlaði að hlusta á lýsinguna á Rás2 og þetta er allt sem ég fæ:

"Vegna tæknilegra vandamála getum við ekki boðið upp á hinn venjulega dagskrárvef. Viðgerð stendur yfir."

Magnaður andskoti.  Guði sé lof að Mogginn virkar. Ég get þá alla vega fylgst með stöðunni á 30 sekúndna fresti.

Leik lokið: Váááááááaáááááaááááááááááááá. Ég trúi því ekki að við séum komin í úrslitin. Ætti ég að hlaupa um Vanoc með íslenska fánann (sem ég er með í vinnunni)? 

 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um raunir kvenna á fertugsaldri

Það er fátt sem fer jafnmikið í taugarnar á mér og það þegar ég sit á spjalli við giftar konur á aldrinum 30-35 ára sem segja mér að þær hreinlega verði að drífa sig í því að verða óléttar svo þær missi ekki af lestinni. Þetta er eins og þegar grannar konur segja við feitar konar að þær (grönnu konurnar) verði bara að drífa sig í megrun því þær séu orðnar of feitar. Halló, ég er 38 ára gömul, barnlaus og ekki í föstu sambandi. Má ekki sýna smá tillitssemi.

Annars veit ég hreinlega ekki hvernig hægt er að finna sér mann þegar maður er kominn hátt á fertugsaldurinn. Hér um bil allir álitlegir karlmenn sem ég hitti eru annað hvort giftir eða í föstum samböndum. Þeir sem eru á mínum aldri og ekki giftir eru a) ekki giftir af því að það er eitthvað að þeim, b) vilja ekki börn, og c) eru fráskildir, eiga fyrrverandi konu og hala af börnum og vilja ekki fleiri. Síðustu tveir kærastar mínir hafa fallið í hópa b og c og ég hef farið út með karlmönnum af hópum a, b, og c. Hópur d), álitlegir karlmenn sem eru hvort tveggja ógiftir og langar að stofna fjölskyldu eru mjög fáir og erfitt að hitta á þá. Ef maður vill almennilegan karlmann sem er enn á lausu verður maður að finna þá unga.

Mér finnst ég stundum hafa komið of seint til Kanada og farið of seint í skóla og of seint út á vinnumarkaðinn. Hvar sem ég fer eru karlmennirnir sem ég kynnist sex til tíu árum yngri en ég. Þetta á bæði við í háskólanum og nú í vinnunni. Ég hef kynnst fullt af strákum í kringum fótboltann og þeir eru allir allof ungir. Og þótt þessir strákar séu oft miklar dúllur þá er bara ekki mikil Demi Moore í mér. 

Ég held ég fari bara að sofa. Ég leysi ekki þennan vanda í kvöld. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband