Færsluflokkur: Sjónvarp

American Idol nálgast endalokin.

Í kvöld var BeeGees kvöld í American Idol og ég komst að því að BeeGees lögin eiga það sameiginlegt með Bítlalögunum að þeim má helst ekki breyta. Þau verða að vera eins og þau voru skrifuð—og flutt. Þannig eru þau fullkomin. Keppendurnir fjórir sem eftir eru fluttu tvö lög hver og öll reyndu þau að gera eitthvað nýtt og spennandi við gömlu BeeGees lögin og það gekk ekkert sérlega vel. Enginn var glimrandi.

Það verður annars spennandi að sjá hver dettur út næst því þetta er sú umferð sem hefur sjokkerað flesta. Í fyrra datt Chris Daughtry út í þessari umferð og hann á nú plötu á topp 10 listanum og hefur gert betur en nokkur frá því í fyrra. Í AI3 datt LaToya út í þessari umferð og í AI1 var það Tamyra Gray. Af þeim sem eftir eru í ár er það aðeins Melinda sem gæti valdið slíku sjokki ef hún dytti út. Hin þrjú hafa öll dottið neðarlega í eitt eða annað skiptið. Það þýðir hins vegar ekki að Melinda muni vinna. Jordan hefur unnið  mjög á undanfarið og er orðin mjög vinsæl, og Blake á stóran aðdáendahóp. Þá hlýtur það að hafa einhver áhrif að hann er einu strákurinn sem eftir er. Ég hef trú á að það verði LaKeesha sem dettur út í þessari viku.

Ég mun hins vegar ekki skrifa um það hver dettur út því mér skilst að þið á Íslandi sjáið ekki þáttinn fyrr en á mánudaginn. 


The Amazing Race

The Amazing Race var alveg ótrúlega spennandi í kvöld. Ég var á tauginni allan tímann. Sérstaklega vegna þess að mér er hrikalega illa við eitt keppnisliðið og óska þeim alls hins versta. Ef þessir þættir eru sýndir á Íslandi og innan við viku frá okkur þá segi ég: EKKI MISSA AF NÆSTA ÞÆTTI!!!

Evróvisjón lögin

Ég er búin að hlusta aftur á íslensku lögin sem keppast um Evróvisjón tilnefninguna og ég verð að segja að ég vona að við sendum annað hvort Heiðu eða Hafstein Þórólfsson. Mér finnst lögin þeirra langflottust. Ef ég ætti að velja á milli þessa tveggja myndi ég líka velja Hafstein en það er mjótt á munum. Er það á laugardaginn sem keppnin fer fram? Ég verð á þorrablóti þá en ég horfi hvort eð er á þetta á netinu svo það skiptir ekki  máli hvenær.

Kastljós

Ég hef töluvert horft á Kastljós að undanförnu og verð að segja að ég er bara býsna ánægð með þáttinn. Þau taka fyrir athyglisverð málefni og gera þeim þokkaleg skil. Það kemur reyndar stundum fyrir að mér finnst stjórnendur ekki alveg hlusta á svör viðmælendanna og hunsa þar af leiðandi athyglisverð svör sem ætti að fylgja eftir og í staðinn halda þeir sig við fyrirfram ákveðnar spurningar. En þetta hefur alltaf verið nokkuð vandamál í þáttastjórnun. Og ég fyrirgef þeim það vegna þess að þeim hefur tekist að skapa góðan þátt. Og mér finnst frábært að fá tónlistarmenn í lok þáttar. Hef þarna heyrt í ýmsum tónlistarmönnum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til.

Takk Kastljós fólk. Þið standið ykkur vel. 


Sexiest man alife

People Magazine hefur útnefnt George Clooney kynþokkafyllsta mann í heimi og ég held bara að Goggi sé vel að titlinum kominn. Hann var sjarmör á ER hér í gamla daga og hefur bara haldið sér ótrúlega. Annars sakaði Marion vinkona mín mig um það um daginn að vera gefna fyrir súkkulaðið. Ég var eitthvað að slefa yfir Taye Diggs og Shemar Moore, og þegar það bætist við standlaust slef yfir Jesse L. Martin...kannski hún hafi bara rétt fyrir sér. En er það ekki skiljanlegt? Lítið á þessa gaura! They're mighty fine!

 


Hann á afmæli í dag

Af því að það eru enn eftir tvær mínútur af fimmtánda nóvember hér á vesturströndinni er ekki of seint að segja: Til hamingju með afmælið Sam (Waterston - Law and Order)!

 Sam Waterston


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband