Ljósin í borginni

-"Sástu Norðurljósin í gærkvöldi?" sagði nágrannakona mín við mig í morgun? "Ha, Norðurljósin?" Mér þótti ólíkt að Norðurljós hefðu sést í Vancouver. "Var það ekki bara ljósasjóið úr miðbænum?" spurði ég, enda eru núna um tólf ljóskastar niðri við sjó sem mynda ljósasjó í loftinu í tilefni Ólympíuleika. "Jú, jú", sagði hún, "en ég hef aldrei séð Norðurljós, svo þetta leit þannig út". Auðvitað litu ljósin ekkert út eins og Norðurljós, en þau eru býsna flott og skemmtilegt að sjá ljósið sveiflast um loftin, og maður sér þetta hvaðanæva úr borginni.

 

Borgin er að taka á sig svip Ólympíuleika og þetta á eftir að verða eitt stórt partý. Tónleikar verða haldnir út um alla borg, alls konar menningarviðburðir eiga sér stað, og svo auðvitað leikarnir sjálfir. Á hverjum degi sé ég eitthvað nýtt og spennandi. Ég vinn vanalega fyrri vakt, frá 7 til 5, þótt undanfarið hafi ég yfirleitt ekki farið heim fyrr en 7 eða 8. Vona að það róist brátt svo ég komist út um fimm leytið og geti tekið þátt í öllu því sem fram fer á kvöldin í miðborginni. Ég verð bara að sofa að leikum loknum.

---

Síðan ég flutti til Kanada hef ég orðin kona hinna mörgu nafna. Flestir misþyrma nafni mínu og bera það ýmist fram sem Kristin (svipað og Kristinn) eða Christine (með áherslu á seinni atkvæði: KristÍn). Strákarnir sem ég spilaði hokkí með kölluðu mig alltaf Kris, og stelpurnar í fótboltanum kalla mig Stínu, eins og vinir mínir heima. Konurnar í húsinu mínu kalla mig svo báðar Kristy (eins og Kristí). Þær misskildu mig eitthvað þegar ég reyndi að útskýra framburðinn á nafninu. Ég svara öllum þessum nöfnum, og stafa svo fyrir þeim föðurnafnið og útskýri hvernig Íslendinga gera þetta. Já, það er stundum flókið að vera Íslendingur í útlöndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, flott ljós. Mætti segja mér að þau sæust frá öðrum sólkerfum. Kannski þið dragið bara geimverur að leikunum!

Þekki þetta með að gegna mörgum nöfnum í útlöndum. Mitt nafn er nú bara 3 stafir, en engu að síður er ég næstum búin að gefast upp að kynna mig undir mínu eigin nafni (með réttum framburði altsvo), ég var Ruth í ENglandi, Rutt í Noregi, Rút hér á Ítalíu. Ég svara bara öllu því sem líkist nafninu mínu, á það jafnvel til að snúa mér við þegar fólk ræskir sig, held að það sé að rembast við að bera fram nafnið mitt!Annars eru bara allir glaðir að ég heiti þá svona stuttu nafni því það svelgist öllum á eftirnafninu!

Rut (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 08:50

2 identicon

Þegar ég var á þínum slóðum um árið,  var ég kallaður Zig, Ziggí,  Ziggúrdur og eitthvað fleira.  En ég man að toppaði allt, þegar nafn mitt var kallað upp hátt og snjallt í skólanum "Ziggúrdúó"

Ég er búinn að fyrirgefa.

Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:08

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha. Já íslensku nöfnin eru skemmtileg þegar borin eru fram af öðrum en Íslendingum. Ég þekki einmitt einn Vestur Íslending sem heitir Sigurður. Hann er kallaður Zig af fjölskyldunni en Stan af öðrum. Ég held hann hafi gefist upp og bara breytt nafninu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.2.2010 kl. 16:01

4 identicon

prófið að heita Hrafnhildur Sigurðardóttir í einn dag ... hehe annars var og er kölluð Hilda af öllum erlendum vinum og ekki vinum :)

Á Íslandi á ég aftur á móti nokkur nöfn, allt eftir því í hvaða vinahóp ég er í hverju sinni; Hrafnhildur, Hrabba, Krunka eru svona þau helstu en svo hafa slæðst inn nöfn eins og; Hrabbla, Krumma og Krummhildur - allt gott og gilt að minni hálfu :)

Hrafnhildur Guðrún (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband