Sumarlög - ábendingar þegnar
17.7.2010 | 20:17
Ég var að dunda mér við það í morgun að setja saman disk með sumarlögum. Hann er ekki tilbúinn. Öll lögin verða að hafa 'summer' í titlinum. Ég er ekki búin að ákveða endanlega hvaða lög verða á disknum, né röðina, nema hvað hann mun pottþétt hefjast á 'Summer in the city' sem er besta sumarlag allra tíma.Hér eru lögin sem ég er komin með.
1. Summer in the City - Lovin Spoonful
2. Hot summer nights - Meatloaf
3. Summer loving - Grease
4. Here comes the sun - The Beatles
5. Summertime - Robbie Williams
6. Lazy Hazy days of summer - Nat King Cole
7. In the summer time - Mongo Jerry
8. Summer Jammin - Inner CIrcle
9. Sunny - Bony M
10. Summertime Blues - Eddie Cochran
11. Summer '79 - The Ataris
12. The boys of summer - Don Henley
13. Summer of 69 - Bryan Adams
14. Summer fades to fall - Faber Drive
15. Summer holiday - Chris Isaak
16. Summertime - Kenney Chesney
17. Unemployed in the summertime - Emiliana Torrini
18. Summer skin - Death Cab for Cutie
19. All summer long - Kid Rock
20. School's out for summer - Alice Cooper
21. Gold int he air of summer - Kings of convenience
Allar ábendingar um önnur góð sumarlög vel þegnar en munið að orðið 'summer' eða þá 'sumar' verður að vera í tilinum. Heyrðu, var ekki til lag með Ingimar Eydal kallað 'Sumarást'?
Ef þið hafið skoðun á hver af þessum lögum verða að vera á disknum og hverjum ég ætti að henda, þá eru slíkar ábendingar að sjálfsögðu þegnar líka. Eins og er eru þetta of mörg lög svo ég verð að skera niður.
Athugasemdir
Kristín, það er rétt hjá þér, að lagið Sumarást er til í flutningi hljómsveitar Ingimars Eydal. Ætlarðu að hafa það með ?
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 18.7.2010 kl. 10:32
Ekki má nú gleyma ,,Í sól og sumaryl,, og flottur smellur,, Summer love/David Tavare. Svo kemur Tutti Frutti summer love með Gunther
Summer Love-Remember finnur það á youtube, veit ekki með hverjum en sumarstuð
Gangi þér vel með diskinn :) Man kannski eitthv. fl. síðar.
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 18.7.2010 kl. 11:58
"Summer night city" með Abba.
Billi bilaði, 18.7.2010 kl. 14:54
Sæl og blessuð, Stína mín
Við gamlingjarnir munum vel eftir Cliff og Summer holiday: We are all going on a summer holiday no more working for a week or two.
Þetta þótti nú ekkert slor á sínum tíma!
Kveðja, MJ
Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:03
Mín uppástunga er " The Summer Wind" med 'Old Blue Eyes' Frank Sinatra eda kannski Madeleine Peyroux.
S.H. (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 19:57
Vantar ekki Summertime með Louis Armstrong og Ellu Fitzgerald? Í mínum huga er það ómissandi sumarlag.
http://www.youtube.com/watch?v=MIDOEsQL7lA
Kristín B (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 21:01
Takk fyrir ábendingarnar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.7.2010 kl. 07:03
Eitt þekktasta sumarlag seinni tíma popps, er Walkin' On Sunshine með Katarina & The Waves.
Sunny Afternoon með hinu sígilda söngli "In The Summertime" má líka nefna.
Summervine heitir annars lagið sem spurt er um og Þorvaldur og Helena sungu með hljómsveit Ingimars. Upprunalega flutt af höfundinum Lee Hazlewood og Nancy Sinatra.
Sumarið er tíminn með GCD ekki slæmt lag.
Og af væmnisviðinu mætti nú nefna hið sígilda Seasons In the Sun með Terry Jacks.
MG. (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:32
Sunny Afternoon að sjálfsögðu með Kinks.
MG (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:35
Og fjandakornið, Summer Wine!
MG (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:42
Takk MG. Hafð i Sunny afternoon og walking on sunshine í fyrstu útgáfu en eins og þú tekur eftir hefur hvorugt lagið 'summer' í nafninu, sem var skilyrðið. Þekki ekki summer wine. Með hverjum er það.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.7.2010 kl. 17:02
Summer Wine hér að neðan af youtube.
http://tube.majestyc.net/?v=iHtPvUHjZfU
Þú afsakar svo, en ég tek einmitt eftir hinu gagnstæða, þvert á móti eru einmitt tvö lög á listanum þínum að ofan með "sun" í titlinum, en ekki summer, Here comes the sun með Bítlunum og Sunny með Boney M.!
MG (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:20
Ah, það voru mín mistök. Þau lög áttu að fara út með hinum sun-lögunum sem ég hætti við að nota.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.7.2010 kl. 00:59
sommertime - dj jazzy jeff & fresh prince. klárlega vantar þetta á listann. það kannast allir við þetta lag þegar þeir heira það en það vita fáir að listamaðurinn er enginn annar en stórleikarinn knái will smith :)
þórarinn (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 10:28
Það var einmitt það já?!
MG (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:39
Summer Breeze med Seals and Crofts
Huginn (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.