Ekki séns að þetta verði brúðkaup aldarinnar

Brúðkaup aldarinnar? Í alvöru? Dóttir fyrrum forseta giftir sig og það er brúðkaup aldarinnar? Ekki séns. Það gæti vel verið að það sé viðburður sem vekur athygli í Bandaríkjunum en dettur nokkrum manni í hug að brúðkaup Chelsea Clinton verði stærra eða mikilvægara en þegar t.d. Vilhjálmur prins giftir sig, sem samkvæmt öllum slúðurblöðum verður að öllum líkindum innan tveggja ára? Þegar Karl og Díana giftu sig var það sýnt í beinni útsendingu út um allan heim og allar líkur eru á að svo verði einnig þegar Vilhjálmur giftir sig. Þá munu einnig verða útbúnir minjagripir af öllu tagi eins og þegar pabbi hans gifti sig. Leirtau, spilastokkar, minjaskeiðar, plattar, o.s.frv. Ekkert brúðkaup forsetadóttur mun komast nálægt því í athygli.


mbl.is Brúðkaup aldarinnar í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er þér hjartanlega sammála, Kristín. Þú gleymdir samt brúðkaupi Viktoríu prinsessu í Svíþjóð. Það olli misjöfnum fögnuði hjá frændum okkar m.a. útaf peningum. Annars fór sú athöfn að mestu framhjá mér.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.7.2010 kl. 11:43

2 identicon

Þetta er nú bara orðatiltæki sem er regulega notað.

En jú það er kannski fáránlegt að nota það þegar það eru 90 ár til að toppa það.

Geiri (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband