Ótrúlega algengt

Þetta er víst ótrúlega algengt—þ.e. að birnir festi hausinn í krukkum. Við vorum með einn svoleiðis hér í Bresku Kólumbíu fyrir um mánuði. Reynt var í nokkra daga að ná honum en hann var of styggur. Greyið var orðið grindhorað þar sem hann gat ekkert nærst. Að lokum fannst krukkan en enginn veit hvernig björninn náði henni loks af sér.

Kom fram í blöðum að þetta væri ekki óalgengt og var fólk beðið um að passa krukkur og þvíumlíkt þegar það setur út endurvinnsluna á kvöldin, en hér safna bæjarfélögin endurvinnslu úr bláum kössum einu sinni í viku. Ef krukkurnar eru ekki þvegnar vel þá reka birnirnir hausinn ofan í þær til að sleikja innan úr þeim. Því þarf maður að þvo allt vel áður en það er sett út og einnig að passa sig á að snúa krukkunum á hvolf.

Maður þarf annars að passa sig vel þegar maður býr í ríki bjarnarins. Ég fór t.d. í útilegu í fyrra á stað þar sem birnir eru algengir. Við urðum að hengja upp allan mat. Yfirleitt hengir maður matinn í trjágreinar en við hengdum okkar undir húsgafl á gömlum kofa sem var þarna rétt hjá. Á sumum tjaldstæðum er boðið upp á bjarnhelda járnkassa þar sem maður getur geymt matvælin.

Kemur fyrir að fólk passar sig ekki og þá komast birnirnir í matinn. Það væri svo sem allt í lagi nema vegna þess að birnir fara þá að tengja saman mat og fólk og fer að sækja í tjaldstæði og þá veit enginn hvað getur gerst. Því er best að halda þessum tveim rándýrum fjarri hvort öðru. 


mbl.is Festi hausinn í krukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband