Haustdagskráin að hefjast í sjónvarpinu

Með haustinu hefst ný sjónvarpsvertíð. Fjöldinn allur af nýjum sjónvarpsþáttum hefur göngu sína og sumir munu varla lifa mikið lengur en sex þættina. Aðrir þættir slá í gegn og mun kannski eftir að vera á skjánum næstu árin. Gamlir þættir snúa til baka, en hætt hefur verið framleiðslu á öðrum. Þar á ég mest eftir að sakna Law and Order. Ég er alls ekki sátt við NBC. Þótt þættirnir hefðu tapað nokkrum vinsældum þá var enn fjöldi manns sem horfði í hverri viku. En þeim hefur líklega þótt nóg komið eftir sextán ár á skjánum. Ég held að þrennt hafi ráðið því að þættirnir döluðu í vinsældum síðastliðin ár: Brotthvarf Jerry Orbach (Lennie Briscoe), brotthvarf Jessy L. Martin (Ed Green) og minnkað hlutverk Sam Waterston (Jack McCoy). Þótt margir góðir hafi komið og farið þá voru þessir þrír aðalstjörnurnar í þáttunum, að mínu mati.

En ég ætlaði ekki að skrifa um Law and Order sérstaklega heldur sjónvarpsdagskrána sem framundan er. 

Ég settist niður og skrifaði upp nokkurs konar eigin útgáfu af sjónvarpsvikunni. Bestu kvöldin hér í Kanada verða Sunnudagar, mánudagur og miðvikudagur. Þriðjudagar og fimmtudagar sem oft voru góð sjónvarpskvöld eru ekki svipur hjá sjón.

 

Sunnudagskvöld
Desperate Housewives (hefjast aftur í næstu viku)
The Glades - Ef þessir þættir eru ekki sýndir á Íslandi þá skulið þið hvetja stöðvarnar til þess að kaupa þá.
The Simpsons (hefjast í næstu viku)

Nýr þáttur sem ég ætla að tékka á: Weeds

 

Mánudagskvöld
House
How I met your mother
Chuck
Two and half men
Castle
Haven
- spennandi þættir sem hafa verið í gangi í sumar.

Það er ljóst að ég get ekki horft á þetta allt. Þættirnir House, How I met your mother og Chuck eru allir sýndir klukkan átta. Og Castle og Haven báðir klukkan tíu. Ég get sleppt öllum þáttunum klukkan átta en vil helst horfa bæði á Catle og Haven. Veit ekki af hverju bestu þættirnir eru alltaf klukkan tíu.

Að auki er fjöldi nýrra þátta að hefjast á mánudögum: Lone Star, The Event, Hawaii five-O líta allir ágætlega út.

 

Þriðjudagskvöld

Glee
The Good wife

Law and Order: SVU

Enn og aftur stangast þættir á klukkan tíu. Mun væntanlega horfa á SVU. Glee er hins vegar klukkan átta. Ekkert merkilegt klukkan níu.

Hef ekki neinn sérlegan áhuga á neinu sem er að hefjast á þessum kvöldum.

 

Miðvikudagskvöld

Criminal minds
Hellcats
Shattered

Og nú eru það Criminal minds og Hellcats sem stangast á. Það verður Criminal minds sem ég horfi á. Hellcats eru þættir sem byrjuðu nú í september og er um klappstýrulið í háskóla í USA. Ég hef aðallega horft vegna þess að þættirnir eru teknir upp hér í Vancouver og nánar tiltekið í UBC, skólanum mínum. Ég þekki því umhverfi þáttanna vel. Þættirnir Shattered eru klukkan tíu og eru mjög athyglisverðir kanadískir þættir en ég er hrædd um að þeir verði ekki langlífir. Kanadískt sjónvarpsefni á yfirleitt erfitt uppdráttar vestra. Þeir þættir eru líka teknir upp hér í Vancouver.

Nýir athyglisverðir þættir á miðvikudögum eru þættirnir Undercovers, Better with you og The whole truth

 

Fimmtudagskvöld

Aðeins tveir þættir þessi kvöld. Big bang theory klukkan átta og The Mentalist klukkan tíu. Klukkan níu má horfa á Bones eða Fringe en ég hef ekki heillast sérlega af þessum þáttum og mun líklega láta þá í friði.

Nýir þættir: Aðeins einn hefur vakið athygli mína: My dad says sem hefur snillinginn William Shatner í aðalhlutverki. Ég kíki á þá þætti þó ekki væri nema bara fyrir hann. Þar að auki eru þeir beint á eftir Big bang theory klukkan hálf níu þannig að það hentar ágætlega. 

 

Föstudagskvöld

Medium eru einu þættirnir sem ég horfi á föstudögum, en ég er að vona að annað hvort Supernatural eða Ghost whisperer kæmu klukkan níu á föstudögum en CBC hefur hætt framleiðslu á Ghost Whisperer. Hef ekki hugmynd um af hverju. Þessir þættir fengu aftur og aftur flesta áhorfendur á föstudögum. Ekki nóg með það, þeir hafa líka hætt að framleiða Cold Case (eru þeir klikkaðir) og New Adventures of Old Christine

Nýir þættir á föstudögum sem gætu verið ágætir: Outlaw, Blue Bloods, Body of proof. 

 

Laugardagskvöld

Dauð. Ekkert sem horfandi er á.

----

Ólíkt því sem er algengt heima eru föstudags- og laugardagskvöld mjög léleg sjónvarpskvöld vestra. Líklega vegna þess að þá fara flestir í markhópunum á djammið. 

Nú eiga fleiri og fleiri TiVo og svipuð tæki og geta horft á sjónvarpsþætti nær hvenær sem er. Ég hef ekki efni á svoleiðis apparati og verð því að horfa á sjónvarpið þegar þættirnir eru sýndir. Ég get ekki einu sinni horft á einu stöð og tekið upp á annarri því aðeins er hægt að fá eitt sjónvarpsmerki inn í einu. Reyndar fékk ég skilaboð frá kapalstöðinni minni um daginn að ég þyrfti að hringja í þá því þeir væru að breyta kerfininu og kannski lagast þetta þá. En í raun er þetta í lagi því það takmarkar sjónvarpáhorfið að þurfa að velja á milli þátta. Ef ég get tekið upp eina stöð á meðan ég horfi á aðra þá horfi ég bara meira á sjónvarp. 

Og ef einhvern ætlar að skrifa athugasemd hér um það að ég horfi alltof mikið á sjónvarp - sleppið því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

House, How I met your mother, Chuck, Two and half men,Supernatural, Medium, Smallville, The Big Bang Theory, Fringe, Undercovers, The Middle, Modern Family, Glee, The Good Wife, The Simpsons, Family Guy, The Cleveland Show, American Dad. 

Og seinast en ekki síst Criminal Minds!

Get ekki beðið! (Já ég er alvarlega sjónvarps fíkill)

Kristófer (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 09:35

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eru allir þessir þættir sýndir á Íslandi núna?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.9.2010 kl. 06:17

3 identicon

Allir nema Smallville og Supernatural en eg by i Bandarikjunum og fer thangad aftur i October thannig eg get nad theim tha....

(engir islenskir stafir a lyklabordinu)

Kristófer (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:35

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Tékkaðu þá endilega á Haven.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.9.2010 kl. 16:05

5 identicon

Uuh, laugardagskvöld... Hockey Night in Canada???

AuðurA (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 11:04

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég horfi bara á Hockeynight in Canada þegar Canucks spila og það er ekki svakalega oft. Þeir eru hrifnari þar af austurliðunum. En hokkíið er byrjað. Fyrstu leikir í pre-season voru í gær. Tvær vikur í alvöruleikina.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.9.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband