Hreinlega fatta þetta ekki!

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna fyrrum forsætisráðherra er saknæmur í fjármálahruninu en fyrrum viðskiptaráðherra og fyrrum fjárálaráðherra eru það ekki? Ég veit svo sem ekki mikið um hver verkaskipting var nákvæmlega innan ríkisstjórnarinnar en hefði haldið að báðir þessir ósaknæmu ráðherrar hefðu haft eitthvað með fjármálin að gera. Eða hvað? Ef forsætisráðherra stýrir í raun fjármálunum, hvað höfðum við með fjármálaráðherra eða viðskiptaráðherra að gera? Eru þeir bara einhverjir leppar?

(Sá annars í viðtali við Skúla Helgason að hann telur muninn liggja í völdum. Það er auðvitað rétt að Geir hafði meiri völd en þeir hinir en ég get ekki ímyndað mér að þeir hafi ekki haft nein áhrif á það sem fram fór. Kommon...)

 


mbl.is Samfylking réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Það var ekkis spurning um hver eða hverji bæru ábyrgð, heldu hitt að vissir þingmenn hafa vissa þörf á því að láta eigin hagsmuni og valdapot sytja í fyrirrúmi fyrir gjörðum sínum.

Tómas H Sveinsson, 29.9.2010 kl. 07:44

2 Smámynd: Sigurjón

Sæl frænka.

Ég skil þetta ekki heldur og finnst þetta furðuleg niðurstaða.  Ég get skilið að ISG verði ekki ákærð, enda utanríkisráðherra á tímabilinu og hafði því ekkert með þessi mál að gera.  Hitt er annað að ef ákæra á fyrrum forsætisráðherra, þá finnst mér rétt að ákæra hina líka.

Kveðja til Kanödu.

Sigurjón, 29.9.2010 kl. 14:32

3 identicon

Auðvitað skilur þú þetta ekki Kristín frekar en aðrir. En það segir nokkuð um ástand þingmanna að Skúli segir á Vísi að þetta hafi mistekist? Hvað mistókst úrslitin voru eins og hann kaus í málinu. Hvað mistókst þá? Mistökin eru auðvitað að velja hálvita á þing.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband