Hvað skal gera við gróðann?

Hvernig væri að bankarnir notuðu hluta þessa hagnaðar til þess að bæta líf fólksins...til dæmis hinna fátæku sem eru stækkandi stétt í nútíma Íslandi bankaveldisins? Mér finnst alltaf skuggalegt þegar þjónustufyrirtæki græðir mikla peninga. Það þýðir að við erum að borga alltof mikið fyrir þjónustuna.

Í fyrra fór ég niður á skrifstofur Shaw í Vancouver. Shaw er fyrirtæki sem býður upp á kapalsjónvarp og internet tengingu. Ég fékk sjokk þegar ég kom á staðinn og sá að turninn þeirra var niður við norðurhöfn í Vancouver (eitt dýrasta byggingaland borgarinnar) með útsýni yfir flóann. Þetta hefðu þeir ekki getað reist nema af því að þeir heimta allt of há gjöld af viðskiptavinum. Þannig verða menn ríkir.


mbl.is Spáir metafkomu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl kanada kona,

Hvað myndir þú gera við 80 milljarða? 

Sævar Karl (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Persónulega? Verða brjáluð líklega. Ég kynni ekkert að fara með það. Enda er ég í hugvísindum sem sýnir að ég veit ekki hvernig ég á að vinna mér inn peninga, né hvernig á að fara með þá.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.1.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Einar Sigurjón Oddsson

Ef þjónustufyrirtæki væru ekki gróðvænleg þá myndi enginn nenna að standa í svoleiðis rekstri. Ef þjónusta er MJÖG gróðvænleg þá vilja margir reka slík fyrirtæki og þeir sem bjóða bestu þjónustuna verða ofan á.

Að þjónustufyrirtæki græði peninga er ekkert nema gott.

Einar Sigurjón Oddsson, 29.1.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband