Kynlíf kennara og nemenda

Hvenær er það saknæmt að sofa hjá nemanda sínum og hvenær er það bara ósiðlegt? Þetta er ein þeirra spurninga sem hafa leitað á fólk í Vancouver þessa síðustu mánuði. Það sem kom þessarri umræðu af stað eru málaferlin yfir Tom Ellison, fyrrverandi kennara við Prince of Wales miðskólann í Vestur Vancouver. Ellison hefur verið sakaður um að hafa samfarir við fjölda nemenda sinna fyrir rúmum tuttugu árum. Stúlkur sem þá voru allar undir lögaldri. Samkvæmt lögum dagsins í dag er það saknæmt en þannig voru lögin hins vegar ekki fyrir tuttugu árum. Margir telja því að ekki sé hægt að dæma hann fyrir að hafa þá brotið núverandi lög. Nú í vikunni féll dómur í málinu og hefur Ellison verið dæmdur í tveggja ára fangelsi sem hann fær að sitja af sér heima hjá sér. Hægt er að lesa fréttina hér: Tom Ellison í Vancouver SunTom Ellison

Samkvæmt lögum dagsins í dag er engin spurning um að það sé saknæmt þegar kennari sefur hjá nemanda sínum í grunnskóla eða yngri bekkjum framhaldsskóla. En hvernig er það þegar nemandinn hefur náð lögaldri? Í háskóla er alltaf eitthvað um það að kennarar sofi hjá nemendum og sýnist þá hverjum sitt. Þegar ég var við Háskóla Íslands var þó nokkuð um þetta og þótt það hafi komið slúðri af stað þá var aldrei neitt gert í málum og ég man ekki til að fólk hafi meira en hneykslast á slíku - ef svo. Þegar ég var að kenna í Manitoba vissi ég um tvö tilfelli þar sem kennari svaf hjá nemanda. í öðru tilfellinu fór lítið fyrir því og við vorum aðeins örfá sem vissum af þessu, í hinu tilfellinu leiddi athæfið til tveggja skilnaða, kennarans og nemandans, og það var auðvitað rætt mjög. Þar sá ég líka skýra greiningu eftir aldri. Eldri prófessorum þótti ekkert athugavert við það enda margir þeirra sofið hjá nemendum sínum í gegnum tíðina. Yngri prófessorunum, hins vegar, þótti þetta alger hneisa og sumir gengu svo langt að heimta að prófessorinn segði af sér ábyrgðarstöðum fyrir skólann. Í þessu tilfelli var eingöngu um siðlegt brot að ræða þar sem báðir aðilar voru fullorðnir, en jafnvel þar voru ekki allir sammála um að neitt væri athugavert við slíka hegðun.

Ég hef megnan hluta ævinnar verið í skóla, annað hvort sem kennari eða nemandi, og mér finnst að taka ætti alvarlega á slíkum tilfellum. Það að kennari eigi í ástarsambandi við nemanda veldur ákveðnu ójafnvægi, bæði innan sambandsins en einnig innan bekkjarins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband