Náði ekki markmiðinu - ekki á réttum tíma alla vega

Mér tókst ekki ætlunarverkið. Ég ætlaði að skila ritgerðinni fyrir lok mánaðarins og hef unnið að krafti undanfarið til að ná því en það tókst því miður ekki. Jafnvel þótt ég ynni fram á nótt í gærkvöldi og færi á fætur eldsnemma í morgun. Það er bara einfaldlega að svo mörgu að huga þegar maður skilar doktorsritgerð. Það sem eftir stendur enn eru formúlurnar í ritgerðinni. Einföld setning eins og 'The Canucks play well' fær nokkurn veginn þessa meðferð:

GEN [e] ([Hockey-game(e) ⋀ Agent (e, Canucks)]; ∃e’[Play-hockey(e’) ⋀ Agent(e’, Canucks) ⋀ Manner (e’, well) ⋀ M(e’)=e])

Og þetta er býsna meinlaus formúla miðað við margar aðrar. Sjáið t.d. þessa, sem þýðir 'The Canucks are playing well':

[[PROG]]w,g,c (λe.CHAR(e,[GENe[[Hockey-game(e,w) ⋀ Agent (e, Canucks)]; ∃e’[Play-hockey(e’,w) ⋀ Agent(e’, Canucks) ⋀ Manner (e’, well) ⋀ M(e’)=e]]]))
= λt∃e∃e’’∃w’:<e’’,w’> ∈ CON(g(e),w) &#x22C0; CHAR(e’’, GENe[[Hockey-game(e,w’) &#x22C0; Agent (e, Canucks)]; ∃e’[Play-hockey(e’,w’) &#x22C0; Agent(e’, Canucks) &#x22C0; Manner (e’, well) &#x22C0; M(e’)=e &#x22C0; g(t) ⊆ τ(e’’)]]]])

Þessar formúlur eru flóknar og auðvelt að gera mistök og það er enn aðeins of mikið ósamræmi í þeim. Ég þarf að laga það áður en ég get skilað ritgerðinni. Ég á fund með umsjónakennara mínum á fimmtudaginn og ég stefni nú á að skila á föstudaginn. Þá er ég alla vega bara þrem dögum á eftir áætlun sem er kannski ekki svo slæmt.

En það var svolítið erfitt að sætta sig við það í kvöld þegar ljóst var að ég næði ekki að klára í dag. Þegar maður er búinn að setja sér markmið vill maður ná þeim. Það að ná ekki að klára á tilteknum degi er auðvitað ekki svo slæmt. Aðalatriðið er að þetta er að verða búið. Vonandi næ ég að skila á föstudaginn og þá get ég náð að slappa af í desember. Þá get ég leyft mér að fara í jólaskap.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ó, ég sé að bloggið ræður ekki við sértáknin í formúlunum. Lambda fer í köku svo og kvantararnir báðir. O jæja, ekki að það skipti miklu máli.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.12.2010 kl. 07:39

2 identicon

Ó gott að þú komst með þessa athugasemd því ég ætlaði einmitt að benda á að eitthvað hefði nú skolast til í formúlunum hjá þér....

áður en þú lætur mig þó fá það verkefni að yfirfara allar formúlurnar þínar þá bendi ég á að fyrsta setningin í þessari athugasemd er ekki sannleikanum samkvæmt...en mikið var ég annars ánægð að lesa að þú komst canucks inn í ritgerðina þína. Sendu þeim afrit og kannski færðu ársmiða á leikina þeirra :)

Njóttu þess að klára ritgerðina, hver veit hvenær þú færð næst svona stórt og spennandi verkefni að klára :) 1. des kveðjur frá hvítu stígvéli

Rut (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 08:19

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hvítu? Vá, snjór hjá ykkur. Annars voru það ekki bara Canucks sem komust í ritgerðina mína heldur líka Þórsarar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.12.2010 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband