Það er ekki leikið á næturnar í NBA deildinni

Ég vildi óska að blaðamenn hættu að vísa til íþróttaviðburða í N-Ameríku þannig að þeir gerist á næturnar. Skilja þessir menn ekki hvernig tímamismunur virkar? Við hér vestra erum á eftir ykkur í tíma. Það þýðir að þótt komin sé nótt á Íslandi er ekki endilega nótt vestan við Atlantshafið. Ég get lofað ykkur því að íþróttaviðburðir eiga sér ekki stað á næturnar. Yfirleitt er leikið á kvöldin, oftast klukkan sjö eða átta. Ísland er kannski miðja alheimsins hjá blaðamönnum Morgunblaðsins en ég fullyrði að svo er ekki í NBA körfuboltanum. Þessi leikur sem talað er um fór fram í gærkvöldi, ekki í nótt. Punktur og basta og hlýðið nú.
mbl.is Fjórða tap Lakers í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist sjálf ekki alveg átta því á að þetta er íslenskur miðill sem skrifar fréttir á ÍSLANDI. Ég horfði sjálfur á þennan leik í NÓTT í beinni útsendingu. Viltu meina að ég hafi þá bara verið að horfa á hann endursýndan þar sem hann fór í raun og veru fram í gærkvöldi?

 Þú vilt þá að þegar skrifað er um atburði sem gerast í löndum sem eru á eftir okkur í tíma, sé talað um að atburðurinn muni fara fram "á morgun" þótt hann sé nú þegar hafinn?

Garðar (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 20:14

2 identicon

Við á klakanum erum bara ekki vön að búa í Kanada, á íslenskum næturtíma gerast flestir NBA leikirnir á íslenskum næturtíma. Ég er líka nokkuð viss um að fólk átti sig á því að íþróttaviðburðir eru ekki mikið háðir um miðjar nætur á viðkomandi staðartíma, ég hef allavega ekki orðið vitni að því, þær íþróttir myndu fá lítið áhorf :)

Baldur (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Gott dæmi um eitthvað sem deila má um þótt allir viti um hvað verið er að tala.

Annars væri ég alveg til í að láta skilgreiningu Kristínar blífa því þá gætum við séð hvernig leikirnir á meginlandi Evrópu fara á eftir.

Hörður Sigurðsson Diego, 2.12.2010 kl. 23:37

4 identicon

Réttast væri að skrifa "í nótt að íslenskum tíma", og á sama hátt þegar talað er um verð á einhverju erlendis "að jafnvirði X íslenskra króna", þá fer ekki á milli mála hvað átt er við! Ekki satt?

Rut (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:39

5 identicon

það er verið að segja að hann hafi um nótt á íslandi en ekki bandaríkjunum

jónas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:46

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Garðar, að sjálfsögðu átta ég mig á því að þetta er íslenskur miðill, ég átta mig bara ekki á því af hverju það er svona mikilvægt að taka fram að leikurinn hafi gerst að nóttu á Íslandi. Málið er nefnilega að eins og þetta er gert núna er missamræmi milli tíma og staðar. Staðurinn sem vísað er til er í Bandaríkjunum en tíminn er íslenskur. Ef það er svona mikilvægt að taka fram að nótt sé komin á Íslandi þegar leikirnir eru hafnir er ætti að gera eins og Rut bendir á og segja að leikið hafi verið í nótt að íslenskum tíma.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.12.2010 kl. 19:13

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Einnig, Garðar. Hvað áttu við með þessu? "Þú vilt þá að þegar skrifað er um atburði sem gerast í löndum sem eru á eftir okkur í tíma, sé talað um að atburðurinn muni fara fram "á morgun" þótt hann sé nú þegar hafinn?" Lönd sem eru á eftir Íslandi í tíma eru á eftir...það þýðir að ekkert sem er hafið getur gerst á morgun, nema þú sért enn og aftur að tala um íslenska tímann. Hafirðu átt við lönd sem eru á undan ykkur í tíma þá er einfaldlegast að benda á að leikurinn sé hafinn.

Ef þú ætlar að fara inn á bloggsíður ókunnugra og skammast þá ættirðu alla vega að vera fyrst viss um að þú getir rökrætt skammlaust. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.12.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband