Forða skal börnum frá illum sögum

Ég mun þurfa áfallahjálp ef Harry Potter deyr. Nógu var ég nú niðurbrotin við lok síðustu bókar. Annars er Harry nú leiðinlegri en margar aðrar söguhetjur bókarinnar þannig að það er kannski skást að hann deyji. Þar að auki er  ég ekki viss um það sé gott fyrir hann að lifa ef hann fær allan kraftinn úr Voldemort til sín.

Annars er alltaf verið að hlífa börnum meira og meira fyrir óhugnaði. Lítið bara á Grimms ævintýrin sem alltaf er verið að fegra. Fyrir nokkrum árum var ég að segja bróðursyni mínum Rauðhettu og þegar kom að því að úlfurinn át ömmuna sagði sá litli: "Nei, hann át hana ekki. Hann setti hana inn í skáp." Ég var auðvitað hissa á þessu en samþykkti þessa breytingu samt sem áður. Spurði svo bróður minn síðar hvort hann hefði virkilega verið að segja syni sínum þessa vitleysu en fékk þá að vita að í nýrri myndskreyttri barnabók sem drengurinn hafði fengið var þetta svona. Í sömu seríu mátti líka finna söguna af grísunum þremur þar sem þeir tveir vitlausari sluppu yfir til þess gáfaðasta án þess að verða étnir.

Upphaflega var tilgangurinn með sögunum sá að kenna börnum um lífið. Samkvæmt grein sem ég las fyrir mörgum árum var gömul útgáfa af Rauðhettu þannig að Rauðhetta matreiddi ömmuna eftir að úlfurinn drap hana, notaði beinin sem uppkveikju, blóðið sem vín og kjötið át hún svo ásamt úlfinum. Samkvæmt greininni átti sagan að kenna ungum stúlkum um þroskaferlið þar sem þær byrja sem Rauðhetta, verða svo móðir þegar þær elda matinn og síðan eldri virðulegar konur sem fá að setjast niður og snæða góðan mat. Okkur finnst þetta auðvitað ógeðslegt og kannski var gott að sagan var milduð úr svona hrolli, en það er nú allt í lagi að úlfurinn haldi áfram að éta ömmuna og Rauðhettu, sérsaklega þar sem þær sleppa út úr maganum í lokin. Eru krakkar eitthvað síður hræddir við óþekkta hluti nú en áður, þótt búið sé að þynna út sögurnar? 


mbl.is Hvað ef Harry Potter deyr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Það er ástæða til þess. Og þegar leikarinn Radcliffe hefur gengið svo langt að fara úr að ofan... Ég meina, hvaða viðbjóð er verið að bera fyrir börn? Á kannski að tæla þau til að synda ber að ofan? Það ætti þó ekki eftir að dynja annað eins

Sverrir Páll Erlendsson, 5.2.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband