Þetta er ekki að virka

Getur einhver útskýrt fyrir mér nákvæmlega hvað þessi setning þýðir?  'Þetta er ekki að virka'

Ég hef séð þessa notkun í auknum mæli á vefnum síðustu mánuði en man ekki eftir þessu fyrir tveimur árum eða svo. Meining virðist vera nokkurn veginn: 'Mér líkar þetta ekki' eða 'þetta er ekki nógu gott'. Er þetta þýðing úr setningunni 'This doesn't work'? Ef svo er, fyndið að hér skuli notaður framvinduháttur en ekki einföld nútíð eins og í enskunni. En það er svo sem í stíl við aukna notkun framvinduháttar almennt.

Þið sem lesið þetta, endilega segið álit ykkar hér í 'athugasemdum' því ég hef virkilegan áhuga á því að vita nákvæmlega hvernig fólk skilur þessa setningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er væntanlega Skandinavískt orðatiltæki fengið að láni. Í Norsku er það: Jeg liker dette ikke. og Det er ikke godt nok. Mönnum mætti alveg hætta að hugnast hlutir eða hætta að hafa góðan þokka af t.d. Standa stuggur af eða hafa óbeit á...svona til tilbreytingar.  Ég myndi fíla það. Það væri flottara.

Kannski fittar það samt ekki. Og meikar engan sens. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 02:17

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ah, en spurningin er með setninguna í titlinum: Þetta er ekki að virka. Hvaðan kemur það. Kannski ég lagi þessa færslu þannig að það sé ljóst við hvaða setningu ég á. Takk fyrir svarið. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.2.2007 kl. 02:28

3 identicon

Það virkar ekki að nota einfalt mál lengur og þeir sem nota: "er ekki að gera sig í að vera að virka", halda að þeir séu svo mikilir sérfræðingar í íslenzku og nota því þessa afbökuðu frasa.

Þetta virkar ekki á mig...

D.O.S. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband